Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Skrýtið Sakamál 23 n Casey Anthony sögð hafa greitt lögmanni með kynlífi n Var sýknuð af því að drepa dóttur sína F imm ár eru nú liðin frá því Casey Anthony, móðir­ in umtalaða frá Flórída í Bandaríkjunum, var sýknuð af því að hafa ráðið tveggja ára gamalli dóttur sinni bana. Anth­ ony hafði almenningsálitið ekki með sér og var grunuð um græsku. Þrátt fyrir að hafa verið sýknuð af því að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar var hún var dæmd fyrir að villa um fyrir rannsakendum og hindra þannig framgang réttvísinn­ ar. Enginn hefur verið dæmdur fyr­ ir dauða barnsins, sem fannst, vafið inn í teppi og í ruslapoka, skammt frá heimili konunnar nokkrum vik­ um eftir að það lést. Ný gögn eru nú komin fram í málinu sem síst eru til þess fallin að auka veg móðurinnar. Einkaspæj­ ari, sem vann með lögfræðiteymi Anthony, hefur gefið út eiðsvarða fimmtán síðna yfirlýsingu sem varpar nýju ljósi á þetta óhugn­ anlega mál. Maðurinn, Dominic Casey, staðhæfir að Anthony, sem varð gjaldþrota eftir málaferlin, hafi greitt fyrir lögfræðiþjónustu Jose Baez með kynlífi. Þá hafi Baez sagt honum frá því að Anthony væri sek. Skuldaði munngælur Yfirlýsingin er lögð fram í tengslum við gjaldþrotameðferð Anthony. Casey segist í henni hafa komist að því hvernig málum var háttað 2008, í kjölfar þess að hún var beðin um að koma í viðtal á sjónvarps­ stöð – sem hún gerði ekki. „Mr. Baez hringdi í sjónvarpsstöðina og sagði þeim að hún myndi eiga við­ talið inni, lagði á og sagði við hana: „Núna skuldar þú mér munngæl­ ur – þrisvar sinnum.““ Þetta fullyrð­ ir hann í yfirlýsingunni. Hann segir að þrýstingurinn á kynlífið hafi auk­ ist eftir því sem lögfræðikostnaður­ inn hafi aukist. Í eitt skipti hafi hann gengið inn á skrifsto Baez án þess að gera boð á undan sér. Þá hafi Anthony verið nakin inni hjá hon­ um en hafi hlaupið út þegar hann gekk inn á þau. Hafnar ásökunum Casey segist hafa rætt við Anthony eftir atvikið og hvatt hana til að láta af hátterni sínu. „Hún sagði mér að hún yrði að gera það sem Jose segði, því hún gæti ekki greitt fyrir málsvörnina,“ segir hann. Á öðrum stað í yfirlýsingunni greinir hann frá því að lögmaður­ inn hafi sagt sér að móðirin væri sek. „Baez sagði mér að Casey hefði myrt Caylee og losað sig við líkið einhvers staðar. Hann yrði að fá alla þá hjálp sem hann gæti til að finna það fyrstur,“ segir í yfirlýsingunni. Þess má geta að Baez hefur þver­ tekið fyrir að hafa átt í kynferðisleg­ um samskiptum við skjólstæðing sinn sem og að hafa sagt að móðir­ in væri sek. Amman sagði frá Lýst var eftir Caylee Anthony, tveggja ára, í júlí 2008. Amma henn­ ar lét þá vita að hún hefði ekki séð barnabarnið sitt í 31 dag og að í bíl dóttur sinnar hefði hún fundið ná­ lykt. Afsakanir Casey hafi henni ekki þótt trúverðugar. Á einum tímapunkti hélt mamman því fram að barnfóstran hefði rænt dóttur sinni. Í desember fannst stúlk­ an látin, vafin inn í teppi og ofan í plastpoka. Í pokanum fannst lím­ band sem bendir til þess að um morð hafi verið að ræða. Að þeirri niðurstöðu komst réttarmeina­ fræðingur en í opinberri skráningu stendur að dánarorsök sé ókunn. Casey Anthony var sýknuð af öllum ákærum um morð en var þó fundin sek um að hafa villt um fyrir lögreglunni með misvísandi sögum um hvað hefði komið fyrir. Hún sat inni í þrjú ár. n Sýknuð Anthony var sýknuð af því að hafa ráðið dóttur sinni bana en enn liggur ekki fyrir hvernig hún lést. „Þú skuldar mér munngælur“ Í bobba Baez harðneitar því að hafa stundað kynlíf með skjól-stæðingi sínum og því að hafa sagt hana vera seka. PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.