Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 27.–30. maí 2016 41. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 445 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is FYRiR HEimiliN Í laNDiNU Fögnum íþróttasumrinu með nýrri árgerð, 2016-17 65” Samsung KS9005T SamSUNgSEtRiD.iS SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV 55” Samsung KS8005T 55” Samsung KS7005 SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV Þetta merki er eingöngu notað fyrir vörur sem uppfylla efri mæligildi mynd- og hljóðgæða. Hátt dynamic svið (HDR), hámarks styrkleiki ljóss, svarti liturinn og breið litapalletta er þess á meðal. Einnig er merkið staðfesting á betri hljómgæðum. Framfarir í upplausn, skerpu, birtu, lit og hljóði hafa verið hraðar, en með þessu merki ættu flestir að sjá hvar mestu gæðin eru. Ó borg, mín borg! Stoppar stutt n Samfélagsmiðladrottningin Manúela Ósk Harðardóttir er orðinn reglulegur gestur í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar en síðustu vikur og mánuði hefur hún verið dugleg að fljúga vestur um haf og til baka. Fylgjendur hennar á Instagram fengu í síðustu viku að fylgjast með ævintýrum hennar í Los Angeles þar sem hún er tíður gestur. Fegurðar- drottningin fyrr- verandi stopp- aði einungis í nokkra daga og er nú kom- in heim eftir millilendingu í Boston. Barnalukka Henrys n Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson hjá 365 miðl- um og eiginkona hans, Hild- ur Sigurðardóttir, eignuðust á mánudag litla stúlku. Hjónin, sem áttu tvö börn fyrir, voru að vonum hæstánægð með komu þriðja barnsins eins og sjá mátti í mynda- albúmi sem faðir- inn stolti birti á Facebook síðu- sinni. „Hraust og glæsi- leg eins og hetjan hún móð- ir henn- ar,“ sagði Henry. Hermdi eftir Davíð n Forsetaframbjóðandinn Dav- íð Oddsson rakst, ásamt föruneyti sínu, á grínistann Ara Eldjárn fyrir utan Kaffihús Vestur- bæjar á miðviku- dag. „Hann var þarna með sínu fólki að taka upp eitt- hvert innslag. Ég stóðst ekki mátið og tók í höndina á honum og heils- aði með minni bestu Davíðs-röddu. Hann spurði hvort hann fengi pró- sentur fyrir vikið og ég sagðist ekki greiða prósentur fyrir eftirhermur. Þá sagðist hann vera að meina pró- sentur í skoðanakönnunum,“ segir Ari í samtali við DV. É g ætla að gefa út tíu laga plötu í sumar með lögum eftir mig. Platan mun heita Ég elska lífið eftir titillagi hennar,“ segir Ólaf- ur F. Magnússon læknir, tónlistar- maður og fyrrverandi borgarstjóri. Ólafur hefur síðustu vikur og mánuði tekið upp fjögur mynd- bönd við lög af plötunni og birt þau á Youtube. Nýjasta lagið, Gott og göfugt hjarta, fór á vefinn í byrjun vikunnar. DV barst ábending um að Ólafur hefði sést við Gálgahraun í Garðabæ, ásamt myndatökumanni, um síðustu helgi en þar var hann staddur til að taka upp tónlistarmyndband við titillagið. „Lagið er tilbúið en við erum nú að taka upp myndefni úti í náttúr- unni því það verður nú að vera líf- rænt og fallegt í myndbandi við lag sem heitir Ég elska lífið. Ég hef ver- ið að fást við, í vaxandi mæli síðustu þrjú árin, að semja lög og ljóðin sem ég sjálfur við þau. Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig. Nokkur þeirra sendi ég í Eurovision en meira svona í gamni því þetta eru melódíur meira en rokklög. Þessi lög sem Páll söng verða ásamt fimm öðr- um á nýju plötunni,“ segir Ólafur. Borgarstjórinn fyrrverandi tekur fram að hann ætli sér einungis að gefa út plötu en ekki mynddisk. Hann gerir sér ekki vonir um að plat- an seljist vel. „Ég hef lagt mikið í þessi lög og ég veit að plötur seljast mjög lítið. Ég er meira að gefa þetta út málefnisins vegna og skrá lögin þannig að þau fái spilun. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um að selja eitthvað. Fyrir mig persónulega er þessi listsköpun and- legur fjársjóður en ekki veraldlegur,“ segir Ólafur. „Ég vissi ekki að ég gæti eitthvað í tónlist. Þegar ég hætti í pólitík 2012 var ég mjög veikur í heilt ár og var við dauðans dyr út af miklu þunglyndi og öllu eineltinu sem ég hef orðið fyrir. Svo smám saman sneri ég aftur til lífsins og það sem kom mér á flug aftur var að ég fór að semja ljóð og lög. Nú er ég farinn að syngja og tónlistin orðin mín langstærsta lífsfylling. Það er nú oft þannig að þegar fólk lendir í miklum erfiðleikum, en kemst yfir þá, sprettur upp nýr og betri maður. Ég held ég geti sagt það um mig að ég sé miklu skemmtilegri og afslappaðri persóna en ég var þegar ég var í pólitíkinni,“ segir Ólafur. n haraldur@dv.is Tónlistin er stærsta lífsfylling borgarstjórans fyrrverandi Ólafur F. gefur út plötu „Nú er ég farinn að syngja og tónlistin orðin mín langstærsta lífsfylling. Elskar lífið Ólafur F. Magnússon einbeitir sér nú að tónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.