Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 27.–30. maí 201624 Menning Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni n Í sumar gefa Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og RÚV Íslending- um færi á að kjósa sitt uppáhalds klassíska tónverk. Hægt verður að kjósa milli fjörutíu klassískra tónverka á vef RÚV og munu vin- sælustu verkin verða spiluð á tónleikum í Hörpu þann 2. sept- ember. n Guðni Tómasson listfræðingur hefur sagt skilið við menningar- fréttaþáttinn Víðsjá á Rás 1, sem hann hefur stýrt um nokkurt skeið, og mun hefja störf sem blaða- maður hjá Fréttatím- anum. Það er spurning hvaða hlutverk Guðni fær á hinum ört vaxandi fjölmiðli enda hefur ann- ar ritstjóranna, Gunnar Smári Eg- ilsson, ekki legið á þeirri skoðun sinni að hann álíti hefðbundna menningarumfjöllun dagblað- anna gelda. n Tónlistarmaðurinn og upp- tökustjórinn Alex Somers, sem hefur verið búsettur á Íslandi og unnið með miklum fjölda ís- lenskra lista- manna undanfar- in ár – með- al annars Sigur Rós, Jónsa, Sin Fang, Pascal Pinon og fleir- um – semur tónlistina fyrir kvik- myndina Captain Fantastic. Myndin, sem skartar danska stórleikaranum Viggo Mortensen í aðalhlutverki, var frumsýnd og hlaut sérstök leikstjóraverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tónlistin kemur út þann 8. júlí næstkomandi. n Orkusýning Landsvirkjun- ar, „Orka til framtíðar“, í Ljósa- fossstöð, sem var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2015 í arkitektaflokki, hefur nú hlot- ið gullverðlaun í flokki staf- rænna innsetninga á evrópsku hönnunarverðlaununum 2016. Það eru margmiðlunarfyrirtæk- ið Gagarín og Tvíhorf arkitektar sem hönnuðu sýninguna. Silfur- verðlaun í flokknum hlutu staf- rænn veggur í nýsköpunarmið- stöð Google í Dublin í Írlandi og norðurljósaverkefni sem var hannað fyrir Visit Norway. n Sissel Kyrkjebø, ein skærasta sópranstjarna Norðurlandanna, mun halda jólatónleika í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 11. desem- ber. Þetta verður í fjórða skipti sem þessi norska söngkona held- ur tónleika á Íslandi. Það er Sena sem skipuleggur tónleikana. Úr listheiminum Komið við hjá Hreini n Hreinn Friðfinnsson sýnir ný verk í Ásmundarsal n Hurðir, speglar og svífandi hús í hrauninu n Einn af frumkvöðlum hugmyndalistar á Íslandi Á dögunum var opnuð sýn- ingin „Við vorum einu sinni nágrannar“ í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ. Þar kallast á verk bandaríska málarans Johns Zurier og Hreins Friðfinnsson- ar, sem er einn af frumkvöðlum hug- myndalistar á Íslandi. Verk þessara tveggja listamanna kallast ekki aðeins á heldur vísa verk Hreins oft á tíðum aftur í hans eigin verk og sýningar- sögu í Ásmundarsal. DV kom við hjá Hreini Friðfinns- syni skömmu áður en hann flaug heim til Hollands og ræddi um hurð- ir, hús og málandi nágranna. Listin sem lífsmáti „Fyrir mig er list meira svona „way of life“ frekar en ákveðið fag. Þetta skilur sig á einhvern hátt frá öðru starfi. Það var aldrei nein ákvörðun hjá mér að gerast listamaður, maður leiðist bara út í þetta, það var í raun aldrei um neitt annað að ræða. Maður á bara heima einhvers staðar,“ segir Hreinn um ævistarfið. Hann er fæddur árið 1943, alinn upp í Bæ í Dölum, og hefur allt frá barnæsku einbeitt sér að listsköpun. „Ég hafði þá áráttu að teikna, það var það tæki sem hentaði mér. Fyrir suma er það penni og skrif, og margir eru smiðir frá náttúrunnar hendi – um leið og þeir fá áhöld í hendurnar þá vita þeir hvað á að gera við þau. En ég var alltaf að teikna og hafði þennan áhuga á myndlist,“ segir hann. „Það var mjög lítið sem barst í sveitina af myndlist, en samt sem áður var eitt dagblað sem var keypt og þar voru myndir og einhverjar klausur þegar sýningar voru haldn- ar. Ég ólst upp á þeim tíma þegar módernisminn var að koma til Ís- lands og þá var hvort tveggja í gangi: gömlu meistararnir okkar með landslagsmálverkin og svo módern- isminn. Um leið og ég sá slík verk þá var það greinilega sannleikurinn, hvorki meira né minna! Svo ég fór að reyna að gera svoleiðis myndir,“ seg- ir Hreinn. Brotist inn hjá Jóni Snemma á unglingsaldri fór hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar fékk hann kennslu í hefðbund- inni teikningu og að mála en var fljótt farinn að líta í átt að nútímalegri liststefnum. „Ég hætti mjög fljótlega alveg að mála. Ég gerði það aðeins fram eft- ir unglingsárunum og eitthvað pínu- lítið í London þar sem ég var í skóla. Það var eiginlega ekki hægt að gera mikið annað því maður bjó í svo lítilli íbúð,“ segir Hreinn. Á þessum tíma voru popplist, nýdada og flúxuslist að hrista upp í myndlistarheiminum og Hreinn tók heilshugar þátt í þessari nýju bylgju. Upp úr tvítugu tók hann þátt í stofnun „Fyrir mig er list meira svona „way of life“ frekar en ákveðið fag. Vísar í fyrri verk Hreinn Friðfinnsson sýnir sex ný verk í Listasafni ASÍ um þessar mundir en nokkur verkanna vísa í sýningarsögu Hreins í rýminu. Mynd Sigtryggur Ari illustration (2015) Mynd Sigtryggur Ari M y n d S ig tr y g g u r A r i Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.