Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 4
Helgarblað 14.–17. október 20164 Fréttir
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
PLUSMIN OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
20%
kynningar-
afsláttur
Sérhönnuð
skjávinnugler
s vernda augun
Geimvísinda-
tillaga samþykkt
Eitt af síðustu verkum þing
manna áður en Alþingi var slitið
í gær, fimmtudag, var að sam
þykkja þingsályktunartillögu Helga
Hrafns Gunnarssonar Pírata um
aðild Íslands að Geimvísindastofn
un Evrópu. Tillagan vakti nokkra
kátínu þegar hún var lögð fram í
sumar enda nokkuð fjarlægt flest
um Íslendingum að taka þátt í
geimferðum eða geimvísindastarfi.
Helgi Hrafn benti hins vegar á
að fjöldi verkefna í hugbúnaðar
geiranum tengdist stofnuninni,
hún stæði fyrir jarðfræðiverkefn
um og líklegt væri að aðild gæti
skapað fjölbreyttari atvinnutæki
færi og möguleika á menntun.
Þá gæti aðild að stofnuninni auk
ið áhuga barna og ungmenna á
raungreinum. Fór svo að þings
ályktunartillagan var samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum.
H&M opnar í
Kringlunni
Reitir fasteignafélag hf., eigandi
Kringlunnar, tilkynnti í dag að
viðræður við tískurisann H&M
væru á lokametrunum.
Greint er frá málinu í Við
skiptablaðinu en þar kom fram
að ráðgert sé að H&M verði
opnað á síðari hluta næsta árs
í Kringlunni. Líkt og DV hef
ur áður greint frá hefur þegar
verið tilkynnt um opnun H&M
í Smáralind og á Hafnartorgi.
Verslunar keðjan hefur notið mik
illa vinsælda hjá Íslendingum
sem hingað til hafa þurft að sækja
verslanirnar heim í verslunar
ferðum erlendis.
F
járfestingafélag í eigu Einars
Arnar Ólafssonar, fyrrverandi
forstjóra Skeljungs, hefur
eignast rúmlega 2% hlut í
Tryggingamiðstöðinni (TM)
og er komið í hóp stærstu hlut
hafa tryggingafélagsins. Miðað
við gengi bréfa TM í lok viðskipta
í gær, fimmtudag, er markaðsvirði
eignarhlutarins um 365 milljónir
króna.
Í samtali við DV segir Einar Örn að
hann hafi byrjað að kaupa bréf í fé
laginu fyrir nokkrum vikum. „Eftir að
hafa skoðað markaðinn leist mér best
á TM af tryggingafélögunum þremur
og ég hef trú á öflugum stjórnendum
fyrirtækisins.“ Aðspurður hvort hann
hyggist byggja upp stærri stöðu í TM
á næstunni, meðal annars í því skyni
að sækjast eftir sæti í stjórn félagsins á
aðalfundi á næsta ári, segir Einar Örn
of snemmt að segja fyrir um það, en
á þessari stundu séu engin slík áform
uppi. Fjárfesting Einars Arnar í TM er
gerð í gegnum félagið Einir ehf., sem
áður hét Einarsmelur, en 2,05% hlutur,
samkvæmt hluthafalista TM í lok síð
ustu viku, gerir félagið að 14. stærsta
hluthafa tryggingafyrirtækisins.
Á sama tímabili og Einar Örn
var að kaupa upp bréf í TM stækk
aði fjárfestingafélagið Helgafell ehf.,
sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger,
Ara Fenger og Kristínar Fenger Ver
mundsdóttur, hlut sinn í TM um ríf
lega 1,3 prósentustig þegar félagið
keypti 9,8 milljón hluti í TM þann
30. september síðastliðinn. Helgafell
og F eignarhaldsfélag, sem eru í eigu
sömu aðila, eru í dag skráð fyrir sam
tals 6,05% hlut í tryggingafélaginu.
Sá sem stýrir fjárfestingum félag
anna er Jón Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri FL Group og eiginmaður
Bjargar, en hann hætti störfum hjá
fjármálafyrirtækinu GAMMA Capi
tal Management fyrr á árinu. Jón var
meðal annars um tíma stjórnarfor
maður TM en sagði sig úr stjórn fé
lagsins árið 2010.
Fjórir stórir einkafjárfestar
Stærstu hluthafar TM eru Lífeyris
sjóður verslunarmanna, Gildi
lífeyris sjóður og hlutabréfasjóður í
rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins
Stefnis. Ríflega 6% hlutur Helgafells
og F eignarhaldsfélags þýðir að fé
lögin eru stærsti einkafjárfestirinn
í hluthafahópi TM. Aðrir umsvifa
miklir einkafjárfestar á meðal
eigenda tryggingafyrirtækisins eru,
fyrir utan fjárfestingafélag Einars
Arnar, félögin Riverside Capital
ehf., sem er í eigu Örvars Kærne
sted fjárfestis, með 2,63% hlut og
Þrír GAP ehf., sem er í eigu Kjartans
Gunnarssonar, fyrrverandi fram
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins,
með 2,15% hlut. Örvar er jafnframt
stjórnarformaður TM.
TM hefur skilað góðri rekstrar
niðurstöðu síðustu misseri og hefur
fyrirtækið skorið sig úr í samanburði
við önnur tryggingafélög á markaði.
Hagnaður félagsins meira en tvö
faldaðist á fyrri árshelmingi og nam
1.174 milljónum króna á meðan af
koma hinna tryggingafélaganna –
VÍS og Sjóvár – versnaði á milli ára.
Þannig voru bæði tekjur TM af fjár
festingar og vátryggingarstarfsemi
betri á tímabilinu en áætlanir höfðu
gert ráð fyrir. Gengi bréfa í félaginu
hefur hækkað um 5,7% frá ársbyrjun
en á sama tíma hefur úrvalsvísitala
Kauphallarinnar lækkað um 7,4%.
Hagnaðist á sölu Skeljungs
Einar Örn var ráðinn forstjóri Skelj
ungs vorið 2009 en hætti þar störf
um fimm árum síðar þegar fyrirtæk
ið var selt til framtakssjóðs í rekstri
Stefnis fyrir samtals átta milljarða.
Við söluna á Skeljungi og færeyska
olíufélaginu P/F Magn, dótturfélagi
Skeljungs, innleysti Einar Örn um
830 milljóna króna hagnað en fé
lag hans hafði átt 22% hlut í Heddu
eignarhaldsfélagi. Það félag átti 66%
hlut í P/F Magn og fjórðungshlut í
Skeljungi. Fjárfestingafélag Einars
Arnar, Einir ehf., á jafnframt enn í
dag 0,6% í Skeljungi.
Eftir að Einar Örn lét af störfum
sem forstjóri Skeljungs hefur hann
komið að ýmsum fjárfestingum,
meðal annars í gegnum félagið Fiski
sund ehf. sem er í jafnri eigu hans,
Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fyrr
verandi stjórnarformanns FME, og
Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis.
Þau tvö síðastnefndu áttu sömuleiðis
22% hlut í Heddu eignarhalds félagi.
Fiskisund kom að kaupum á Fjarða
lax í árslok 2013 og í kjölfarið gerðist
Einar Örn framkvæmdastjóri félags
ins. Fyrr á þessu ári var síðan tilkynnt
um sameiningu félaganna Arnar
lax og Fjarðalax undir nafni Arnar
lax en samhliða því bættist Salmar,
eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi,
í hluthafahópinn ásamt nýjum ís
lenskum fjárfestum. Fiskisund á
núna um 15% hlut í sameinuðu fé
lagi og situr Einar Örn í stjórn þess.
Á síðasta ári skilaði fjárfestinga
félagið Einir 92 milljónum króna
í hagnað. Félagið er nánast skuld
laust og var eigið fé þess um 1.079
milljónir króna í árslok 2015. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
TM Hlutur Einars
Arnar í tryggingafé-
laginu er metinn á
365 milljónir. Fyrrverandi
forstjóri Skeljungs
í hópi stærstu
hluthafa TM
n Einar Örn Ólafsson eignast rúmlega 2% hlut
í tryggingafélaginun Er 14. stærsti hluthafinn
K
ona sem sýknuð var af kyn
ferðisbroti gegn annarri konu
mun þurfa að mæta aftur fyr
ir dóm en Hæstiréttur hefur
ómerkt úrskurð Héraðsdóms Suður
lands í málinu.
Var umræddri konu gefið að sök
að hafa haft munnmök við aðra
konu í ágúst 2014 en sú hafi ekki get
að spornað við verknaðinum sökum
ölvunar og svefndrunga. Fram kom
fyrir dómi að konurnar tvær höfðu
áður átt í kynferðislegu sambandi um
nokkurra mánaða skeið.
Framburður brotaþolans var
talinn trúverðugur fyrir héraðsdómi
og þá þótti framburður vina hennar
styðja hennar mál, auk vitnisburðar
sálfræðings. Á meðan þótti framburð
ur hinnar ákærðu ekki í samræmi við
framburð hennar hjá lögreglu.
Talið var sannað að hún hefði haft
munnmök við brotaþolann en hún
var þó sýknuð á þeim grunni að hana
hefði skort ásetning til að fremja kyn
ferðisbrot, meðal annars vegna fyrri
samskipta þeirra tveggja.
Fram kemur í úrskurði Hæsta
réttar að verulegir annmarkar séu
á meðferð málsins fyrir héraði. Til
að mynda hafi ekki verið stuðst við
ákveðin málsgögn, á borð við rafræn
samskipti brotaþola og ákærðu, og
matsgerð geðlæknis sem tók viðtal
við ákærðu. Hefur málinu því verið
vísað heim í hérað. n
Kona hafði munnmök við svefndrukkna konu
Kynferðisbrot aftur í hérað