Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 26
Helgarblað 14.–17. október 20166 Ljós og tenglar - Kynningarblað
Rafport – Gæðarafbúnaður
free@home fyrir heimilið!
R
afport hefur verið starfandi
frá árinu 1985 og sérhæfir
sig í innflutningi á sérhæfð-
um gæðarafbúnaði til fyrir-
tækja og einstaklinga, ásamt
því að vinna náið með rafverktökum,
rafmagnshönnuðum, byggingarverk-
tökum og arkitektum,“ segir Jón Þór
Guðjónsson, framkvæmdastjóri Raf-
ports. Fyrirtækið flutti í mars á þessu
ári í nýtt húsnæði að Auðbrekku í
Kópavogi og er þar með stórglæsi-
legan sýningarsal, þar sem vörur
fyrir tækisins eru til sýnis. Rafport er
með allt sem tengist rafmagni, hvort
sem um er að ræða rofa, tengla, lýs-
ingu eða stýringu á öllu
sem tengist heimilinu,
fyrir tækinu eða sumar-
bústaðnum. Rafport flytur
meðal annars inn vörur frá
þýska framleiðandanum
ABB Busch Jaeger, sem er
stærsti og virtasti framleið-
andinn í þessum vöruflokki
þegar kemur að því að velja
rofa og tengla eða aðrar snjalllausn-
ir fyrir byggingar, allt eftir því hvað
hæfir hverju verkefni. Einnig selur
fyrirtækið gamaldags tengla og rofa í
retró-útliti frá þýska framleiðandan-
um Thomas Hoof fyrir húsnæði sem
komin eru meira til ára sinna. „Við
erum raunar með allt frá byrjun til
enda, þegar kemur að rafmagni, allt
frá rafmagnsrörinu og þar til þú situr
í hægindastólnum að dimma ljós-
ið hjá þér eða láta vatn renna í heita
pottinn,“ segir Jón Þór.
free@home – aldrei áður eins
hagstætt og auðvelt að stjórna
heimilinu
Nýjasta nýtt er free@home-stýrikerf-
ið frá ABB Busch-Jaeger, sem er al-
hliða lausn í ljósa- og hitastýringu.
Það breytir íbúðinni eða heimilinu
í snjallheimili, hvort sem um ræðir
að stýra lýsingu, hita, gardínum,
gluggum, dyrasíma, heitum potti
eða ljósasenum. free@
home er hægt að
stjórna með veggrofa,
tölvu, spjaldtölvu eða
snjallsíma og er það val hvers og eins
hvað skal nota. Það er meira að segja
hægt að tala við free@home með
raddskipunum eins og Siri, allt á
mjög notendavænan hátt. „Það sem
heillar einnig er að kostnaður við að
fá sér free@home hefur lækkað allt
að 60% þegar allt er til talið, miðað
við framkvæmd á sambærilegri stýr-
ingu. Það er því lítill kostnaður sem
bætist við hefðbundinn frágang á
rafmagni við að fá sér free@home.
Þetta er í raun á verði sem flestir geta
sætt sig við og veitt sér, sem ekki var
áður fyrr. Einnig hentar free@home
bæði í gömlum íbúðum jafnt sem
nýjum húsum,“ segir Jón Þór.
USB/Hleðsla
„Ein vinsælasta varan hjá okkur er
ótrúlega sniðugur rafmagnstengill
með USB-hleðslu. Tenglarnir
koma í staðinn fyrir venjulegan raf-
magnstengil og hægt er að skipta
honum út fyrir hvaða tengil sem er.
Fyrir utan að virka sem venjulegur
tengill/innstunga þá getur þú hlaðið
símann, vasaljósið eða myndavélina
með USB snúru án þess að vera með
spennubreytir eða fylgihluti.“ Þetta
hefur verið afar eftirsótt á heimil-
um, í fyrirtækjum, sumarbústöðum
og hótelum landsins, bendir Jón Þór
á. Rafport selur einnig Philips Hue
litaskipta-lýsingu þar sem hægt er
að stjórna stemningu rýmis með lýs-
ingu. „Þá er hægt að hafa til dæmis
dempaða, hlýja lýsingu eða aðra
liti eftir því hvað hugur þinn girnist
hverju sinni. Hægt er að skapa ótrú-
lega skemmtilega og margvíslega
stemningu með Hue og hún gefur
þér góða stjórn á öllum litablæbrigð-
um,“ greinir Jón Þór frá. n
Rafport er staðsett að Auðbrekku
9–11, 200 Kópavogi. Hægt er að
hafa samband í síma 580-1900
eða með því að senda vefpóst á raf-
port@rafport.is. Nánari upplýs-
ingar má nálgast á vefsíðu Rafports
www.rafport.is.