Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 46
Helgarblað 14.–17. október 201638 Fólk
„Bráðnauðsynlegt til
að halda geðheilsunni“
Eva H. Baldursdóttir er stöðugt að setja sér ný markmið í tengslum við hlaup
Þ
egar fólk hyggst taka lífs-
stílinn í gegn er algengt að
skella sér út að hlaupa. Svo
rifjast það fljótt upp hvað
hlaup geta verið erfið, sér-
staklega þegar formið er slæmt og
veðrið vont. Aftur á móti eru sumir
þrautseigari en aðrir og tekst að
stunda markviss hlaup allan ársins
hring. Eva H. Baldursdóttir tilheyr-
ir hópi þeirra síðarnefndu. Hún
starfar sem lögfræðingur í fjármála-
og efnahagsráðuneytinu auk þess
að vera virk í stjórnmálum og ein-
stæð móðir. Hún hefur því í nægu
að snúast og sérstaklega um þessar
mundir en hún situr í 2. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður. Fyrir nokkrum árum
byrjaði Eva að stunda götuhlaup og
hefur stundað þau markvisst síðan.
Eva segir hlaupin hafa gert ótrúlega
mikið fyrir sig, líkamlega jafnt sem
andlega, og er stöðugt að setja sér ný
markmið í tengslum við þau.
„Ég byrjaði að hlaupa árið 2009.
Hljóp þá fyrstu 10 kílómetrana
í Reykjarvíkurmaraþoninu. Mig
langaði að prófa götuhlaup, fannst
það eftirsóknarverður lífsstíll og
var forvitin. Ég hafði verið ágæt í
íþróttum sem unglingur. Ég man eftir
því að mér fannst það áfangi þegar ég
náði að hlaupa samfleytt rúman einn
kílómetra, svo jókst þetta alltaf viku
frá viku. Svo komst ég að því að hlaup
henta mér ágætlega.“
Mikilvægt að finnast gaman
Eva segist hlaupa mestmegnis ein og
að hún eigi þá stund með sjálfri sér
og góðri tónlist. Hún telur þó góðan
félagsskap alls ekki skemma fyrir.
„Við erum nokkur í vinnunni sem
höfum verið að hlaupa saman og ég
á eina vinkonu sem er metnaðar-
fullur hlaupari og það rekur mig tals-
vert áfram. Félagsskapurinn er mikil-
vægur í þessu, skemmtilegt að ná að
sameina þetta tvennt. Ég er búin að
stefna á það í rúm tvö ár að skrá mig
í hlaupahóp og geri það örugglega í
vetur því ég held að það sé gott til að
ná betri árangri.“
Margir byrja að hlaupa en halda
því svo ekki áfram, hver er munurinn
á þér og þeim?
„Ég hef verið misvirk í hlaupum
síðan ég byrjaði, yfirleitt þannig að
ég hef lagt skóna á hilluna yfir vetur-
inn. Síðustu tvö ár hef ég hins vegar
hlaupið yfir vetrartímann, það er
bara spurning um búnað. Lykilatriði
er að setja sér raunhæf markmið og
finnast gaman að hlaupa. Ef það er
ekki hægt að finna gleðina í þessu þá
mæli ég með því að fólk finni sér aðra
líkamsrækt sem það hefur gaman af.
Mín aðferð er að skrá mig í hlaup í
nálægri framtíð, til að reka mig áfram
í æfingum. Ég tala nú ekki um að skrá
sig í hlaup erlendis. Síðan að setja sér
metnaðarfull en raunhæf tímamark-
mið og fagna smásigrum. Í fyrsta
hlaupinu var áskorun að klára hlaup-
ið og það getur verið markmiðið jafn-
framt fyrir nýja hlaupara. En að vera
búinn að skrá sig í hlaup, það rekur
mann áfram.“
Eva hefur tekið þátt í götuhlaup-
um í tveimur borgum á þessu ári og
stefnir á fleiri hlaup erlendis í nán-
ustu framtíð. Þá tekur Eva fram að
aðrar æfingar samhliða hlaupunum
skili góðum árangri enda geta hlaupin
orðið leiðigjörn ef þau eru einhæf.
„Styrktarþjálfun og „interval“
æfingar í bland styðja mjög vel við
hlaupin. Þá er mikilvægt að æfa í
hófi og gott að hafa t.d. sundlaug og
heita pottinn sem gulrót eftir hlaup-
in. Svo skiptir mjög miklu máli að
borða rétt daginn fyrir keppnishlaup,
góð kolvetni. Eiga orku á tankinum
og ekki borða þungan mat. Tónlist
er síðan algjört lykilatriði, ég get t.d.
ekki hlaupið án hennar. Hún rekur
mig áfram og heldur mér peppaðri.
Þannig að þéttur hlaupalisti er hluti
af gleðinni fyrir mig.“
Að lokum vill Eva taka fram að
þótt hún finni fyrir sterkari líkama
í kjölfar hlaupaáhugans þá sé ár-
angurinn ekki síður mælanlegur á
sálinni.
„Hlaupin hafa gert góða hluti fyrir
mig, líkamann og ekki síður sjálfs-
matið. Sterkur líkami hefur svo góð
áhrif á andlegu hliðina. Eftir hvert
hlaup og góðan tíma, líður mér alltaf
eins og ég hafi sigrað heiminn smá-
vegis. Það er alltaf góð tilfinning. Það
gefur orku, minnkar stressið og held-
ur mér tengdri. Einfaldlega bráð-
nauðsynlegt til að ég haldi geðheils-
unni. Þannig að þó að ég hafi ekki
endilega tíma þá forgangsraða ég í
þágu hreyfingar.“ n
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
„Hlaupin hafa gert góða
hluti fyrir mig, líkamann
og ekki síður sjálfsmatið.
Eva H. Baldursdóttir „Eftir
hvert hlaup og góðan tíma, líður
mér alltaf eins og ég hafi sigrað
heiminn smávegis.“ Mynd SigTryggur Ari
Sérmerktu
persónulegu
gjafavörurnar
ALLT MERKILEGT
GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS
Pantaðu í netversluninni
Hægt er að fá bæði sent heim
eða sækja í nýju versluninni okkar!
Allt
merkilegt
10 árA