Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 48
Helgarblað 14.–17. október 2016 81. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 NEXT, KRINGLUNNI SÍMI 551 3200 next á íslandi Verð kr. 6.490.- Verð kr. 3.990.- Verð kr. 4.990.- Verð kr. 6.990.- Verð kr. 3.990.- Verð kr. 6.990.- Gallabuxur fyrir dömur Gallabuxur fyrir herra Verð kr. 7.490.- Verð kr. 7.990.-Verð kr. 5.990.- Binni bakar bara vandræði! Brynjar Níelsson hæfileikalaus n Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hæfileikalaus með öllu og þá sér- staklega þegar kemur að bakstri. Þetta opinberaði þingmaður- inn á Facebook-síðu sinni í gær, fimmtudag, þegar hann var spurð- ur hvort hann gæti ekki bakað afmælisköku síðar í mánuðin- um. Sagði Brynjar þá að hæfileik- ar Sjálfstæðismanna væru miklir þegar kæmi að bakstri en flokk- urinn hafði þá nokkrum klukku- stundum áðum birt myndband af formanni hans, Bjarna Benedikts- syni, skreyta afmælisköku dóttur sinnar. Sara Heimis komin á fast n Sara Heimisdóttir opinberaði í vikunni að hún væri byrjuð með bandarískum vaxtarræktar manni að nafni Chris Miller. Sara birti mynd af þeim á Instagram-síðu sinni og langa ástarjátningu til Chris. Þakkaði hún honum fyrir að gefa henni ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðar. Sara skildi fyrr á árinu við lík- amsræktartröllið Rich Piana en þau giftu sig fyrir rúmu ári. Starfsfólk Útlendingastofnunar lærði valdbeitingu Námskeiðið fyrir þá sem geta lent í átökum í vinnuumhverfinu – Þingverðir fóru líka á námskeið Á bilinu 10 til 20 starfsmenn Útlendingastofnunar sóttu í vor námskeið til að læra vald- beitingu. Námskeiðið var á vegum ISR – Öryggistök og Neyðar- vörn en um er að ræða „sérhæfða þjálfun fyrir sérsveitarmenn, lög- reglumenn, dyraverði, öryggisverði og þær stofnanir og alla þá einstak- linga sem starfa við hættulegar að- stæður og gætu þurft að beita ör- yggistökum.“ Á Facebook-síðu ISR var þang- að til í gær, fimmtudag, færsla um að haldið hefði verið námskeið fyrir Útlendingastofnun, en stofnun- in annast útgáfu dvalarleyfa fyrir útlendinga. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og einn af stofn- endum klúbbsins, kenndi nám- skeiðið en hann hefur 19 ára reynslu af bardagaíþróttum. Í samtali við DV segir Jón Viðar að færslan hafi verið tekin niður vegna þess að Útlendingastofnun þætti málið við- kvæmt. Hann segir að ranghug- myndir um sjálfsvarnarnámskeið séu algengar og ISR hafi ekki viljað að þetta „færi á flug“. Jón Viðar segir við DV að nám- skeið sem þessi séu haldin fyrir einstaklinga og stofnanir. Á meðal opinberra aðila sem sótt hafi nám- skeið séu slökkviliðið og lögreglan auk þess sem þingverðir Alþingis hafi komið á námskeið. Þá komi reglulega á námskeið öryggis- og dyraverðir, starfsmenn á sambýlum og í raun allir sem geta átt á hættu að lenda í átökum í sínu vinnuumhverfi. Upp- leggið sé að auðvelda fólki að afstýra aðsteðjandi hættu. Á Facebook-síðu ISR kemur fram að undirstöðuatriðin séu þrjú. Í fyrsta lagi að stöðva hætt- una, í öðru lagi að tryggja aðstæður og í þriðja lagi að leysa úr aðstæðum. Í áðurnefndri færslu á síðunni kemur fram að haldið hafi verið nám- skeið fyrir Útlendingastofnun. „Var m.a. farið í hvernig á að verjast högg- um með því að beita hjálminum, taka niður manneskju með því að beita beislinu ásamt fleiru. Ættu starfs- menn Útlendingastofnunar að vera örlítið betur í stakk búnir til að tak- ast á við aðstæður sem kalla á vald- beitingu.“ Jón Viðar segir að í „hjálm- inum“ felist að verja höfuðið með höndunum en þegar „beislinu“ er beitt heldur sá sem verst aftan frá utan um þann sem ógnar. Hann segir að námskeiðið sé alls ekki til að læra að beita nokkurn mann ofbeldi. n baldur@dv.is Útlendingastofnun Starfsmenn ættu nú að vera við öllu búnir. MyNd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.