Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 11.–14. nóvember 20168 Fréttir Atkvæði í Norðvesturkjör- dæmi giltu nærri tvöfalt n Rétt um helmingi fleiri kjósendur að baki þingmönnum Kragans H efðu 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi flust búferlum yfir í Suð- vesturkjördæmi fyrir al- þingiskosningarnar síð- ustu hefði fyrrnefnda kjördæmið misst eitt þingsæti í næstu kosning- um. Langflest atkvæði standa að baki hverjum þingmanni Suðvesturkjör- dæmis, 5.249. Fæst atkvæði standa hins vegar að baki hverjum þing- manni Norðvesturkjördæmis, að- eins 2.685. Í lögum um kosningar til Alþingis, sem og í stjórnarskrá, eru ákvæði um að landskjörstjórn skuli reikna út hvort fjöldi kjósenda að baki hverju þingsæti sé í einhverju kjör- dæmi helmingi lægri en í einhverju öðru kjördæmi. Reynist svo skal landskjörstjórn færa eitt þingsæti frá því kjördæmi þar sem fjöldinn er minnstur til þess kjördæmis þar sem hann er mestur. Slík breyting tekur gildi við næstu alþingiskosningar. 400 kjósenda tilfærsla hefði kostað þingmann Ekki munaði miklu að beita þyrfti þessari reglu nú, að afloknum al- þingiskosningum 29. október síð- astliðinn. Hefðu 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi flust búferlum í Suðurkjördæmi fyrir kosningar hefði fjöldi kjósenda bak við hvern þingmann í fyrrnefnda kjördæm- inu orðið helmingi minni en í því síðarnefnda. Ef svo hefði farið hefði landskjörstjórn þurft að færa eitt kjördæmasæti frá Norðvesturkjör- dæmi til Suðvesturkjördæmis. Við næstu alþingiskosningar hefðu þing- sæti í Norðvesturkjördæmi því orðið sjö, sex kjördæmasæti og eitt jöfn- unarsæti. Að sama skapi hefðu þing- sæti í Suðvesturkjördæmi orðið 14 í næstu þingkosningum, 12 kjör- dæmasæti og 2 jöfnunarsæti. Þingmönnum fækkað í tvígang Við kjördæmabreytinguna sem kosið var eftir í fyrsta sinn árið 2003 urðu kjör- dæmi í landinu sex talsins. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að skipting þingsæta milli kjördæma sé með þeim hætti að 10 þingsæti séu í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmum en 11 þingsæti í Reykjavíkurkjördæmun- um tveimur og Suðvesturkjördæmi. Strax að afloknum kosningunum 2003 var ljóst að hlutföll voru orðin með þeim hætti að færa þurfti eitt kjör- dæmasæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Það gerðist á nýj- an leik eftir kosningarnar 2009. Getur bara fækkað um einn í viðbót Í stjórnarskránni segir að kjör- dæmasæti megi aldrei vera færri en sex í hverju kjördæmi. Haldi mann- fjöldaþróun áfram með sama hætti í kjördæmunum tveimur er ekki ólík- legt að færa þurfi þingsæti milli þeirra í framtíðinni, jafnvel strax eftir næstu reglulegu kosningar sem að óbreyttu fara fram árið 2020. Þá yrði hins vegar botninum náð og ekki hægt að óbreyttum lögum að færa fleiri þing- sæti frá Norðvesturkjördæmi, sama hversu vægi atkvæða yrði misjafnt. Næstfæstir í Norðausturkjördæmi Atkvæði bak við hvern þingmann í öðrum kjördæmum eru með þeim hætti að í Norðausturkjördæmi stóðu 2.956 kjósendur að baki hverjum þingmanni. Í Suðurkjör- dæmi voru kjósendur 3.546 að baki hverjum þingmanni, í Reykjavík norður 4.161 og í Reykjavík suður 4.187. n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Ísafjörður Atkvæði kjósanda á Ísafirði og í Norðvesturkjördæmi gilti nærri tvöfalt á við atkvæði kjósanda í Suðvesturkjördæmi. Þurfti færri atkvæði Teitur Björn Einarsson þurfti aðeins um helming þeirra atkvæða sem þingmenn í Suðvesturkjör- dæmi þurftu til að ná inn sem kjördæmakjörinn í Norðvestur- kjördæmi. MyNd EyÞóR ÁRNasoN Yfir 260 öku- menn eiga von á sekt Hraðakstursbrot 266 ökumanna voru mynduð á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mið- vikudag. Þannig gætu 103 ökumenn sem óku of hratt á Fífuhvammsvegi í hádeginu þann dag átt von á sekt. Vöktun lög- reglu þar stóð yfir í aðeins eina klukkustund og óku 27 prósent ökumanna of hratt eða yfir af- skiptahraða. Sá sem hraðast ók mældist á 74 kílómetra hraða en þarna er 50 kílómetra hámarks- hraði. Brot 38 ökumanna voru mynduð í Ánanaustum eftir há- degi á miðvikudag. Sem fyrr stóð vöktunin yfir í eina klukkustund og sá sem hraðast ók mældist á 77 kílómetra hraða. Líkt og á Fífuhvammsvegi er 50 kílómetra hámarkshraði í Ánanaustum. Þessu til viðbótar voru brot 125 ökumanna mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ fyrir hádegi á miðvikudag. Þarna er 80 kílómetra hámarkshraði en sá sem ók hraðast mældist á 116 kílómetra hraða. Vöktun lögreglu á fyrrnefndum stöðum er liður í umferðareftirliti hennar. Barði konuna sína Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann um miðnætti á miðvikudag sem grunaður er um að hafa beitt maka sinn of- beldi á heimili þeirra. Maðurinn var látinn gista fangageymslur og var hann yfirheyrður á fimmtu- dag. Um klukkustund síðar var maður handtekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Bæði málin komu upp í austari hluta Reykjavíkur. Þessu til viðbótar voru tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ungar mæður fá heimgreiðslur Dagforeldrar fást ekki til starfa í Snæfellsbæ S næfellsbær ákvað á fundi sínum í síðstu viku að samþykkja heim- greiðslur til foreldra vegna skorts á dagvistun eftir að fæðingar orlofi lýkur. Kveikjan að þessari ákvörðun var bréf frá fjórum ungum mæðrum í Snæ- fellsbæ sem tekið var fyrir á fundi bæjar- stjórnar í lok september. Í bréfinu kom fram að foreldrar væru þvingaðir til að vera heima fyrir með börnum sínum vegna skorts á dag- vistun eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólarnir taka við þeim. Þetta útiloki í það minnsta annað foreldrið frá vinnumarkaðinum í þann tíma og hafi í för með sér tekjutap. Í fréttum RÚV á fimmtudag sagði Lilja Ólafardóttir, bæjarritari Snæfells- bæjar, að dagforeldrar í Snæfellsbæ glími við þann vanda að barnafjöldi sveiflast ár frá ári og fáir sýni því áhuga að gerast dagforeldrar. „Stundum eru bara ekki fjárhagslegar forsendur til að vera dagmóðir hér,“ sagði Lilja. Snæfellsbær mun því greiða þá upp- hæð, sem annars færi í að niðurgreiða dagvistun, beint til foreldra þeirra barna sem ekki komast að hjá dagforeldr- um. Þetta eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Í frétt RÚV sagði Lilja að þessar heimgreiðslur væru ekki skammtíma- lausn. Þetta hlyti þó að þýða að eina lausnin til langs tíma væri sú að lengja fæðingarorlof. n Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.