Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 42
Helgarblað 11.–14. nóvember 201626 Skrýtið Sakamál Þ ótt ekki sé ljóst hvað hrjáði hjónaband Guadalupe Ronquillo-Ovalle og Israels Alvarez virðist ljóst að ræt- ur þess kunna að hafa leg- ið djúpt. Þann 19. september, 2013, átti sér stað uppgjör sem kost- aði fimm mannslíf. Guadalupe og Israel bjuggu ásamt þremur sonum sínum í Rice, smábæ 65 kílómetra suðaustur af Dallas í Texas. Hringt í Neyðarlínuna Hvað sem því líður þá hefst þessi saga 11. september, 2013, þegar Guadalupe kom í öngum sínum í grunnskóla sona sinna til að hr- ingja í Neyðarlínuna. Sagði hún farir sínar ekki sléttar; hún hafði verið að ræða við systur sína í sím- anum þegar eiginmaður hennar reif af henni símann með þjósti, fjarlægði rafhlöðuna úr honum og lét síðan hendur skipta. Þennan sama dag var Israel handtekinn og ákærður fyrir heim- ilisofbeldi. Hann andmælti ekki ákærunni, játaði sig sekan um lítilfjörlegt afbrot, greiddi 367 dali í sekt og eyddi tveimur dögum í grjótinu. Uppgjörið Sem fyrr segir átti sér stað blóðugt uppgjör 19. september, rúmri viku eftir handtöku Israels. Daginn þann sendi Guadalupe eiginmann sinn yfir móðuna miklu. Hún lét ekki staðar numið og gerði slíkt hið sama við syni þeirra þrjá, fjögurra, átta og tíu ára. Að því loknu tók hún þá ákvörðun að verða fjöl- skyldu sinni samferða og skaut sig í höfuðið. Það varð hlutskipti föður Israels að finna lík fjölskyldunnar, en hann þurfti að nota stiga til að komast upp á svalir á annarri hæð enda hafði enginn svarað þegar hann knúði dyra á heimili fjöl- skyldunnar. Elmer Tanner, lögreglustjóri Navarro-sýslu sagði að ekkert á vettvangi benti til þess að Israel hefði brugðið vopni. „Einangrað tilvik“ Hafði lögreglustjórinn á orði að lítt væri hægt að álykta af fangelsun Israels „annað en að um hefði ver- ið að ræða einangrað tilvik tengt heimilisofbeldi. Við getum aðeins gert ráð fyrir að einhver vandræði hafi verið til staðar á heimilinu.“ Skýrslur sýndu að í kjölfar handtöku Israels rúmri viku fyrr hafði Guadalupe hvorki farið fram á skilnað né sett fram kröfu um nálgunarbann eða aðrar viðlíka ráðstafanir. Leituðu ráða Vinkona hjónanna, Maria Franco, renndi stoðum undir orð lögreglu- stjórans. Að hennar sögn komu Guadalupe og Israel í heimsókn til hennar 16. september og leituðu hjá henni ráða til að bjarga hjóna- bandinu. Hjónin höfðu á orði að þau glímdu við „venjuleg vanda- mál“. Að hennar sögn var ekkert sem benti til þeirrar vár sem síðar varð ljóst að var yfirvofandi: „Ég heyrði ekkert sem benti til hættu.“ n Morð-SjálfSMorð Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! n Hvað hrjáði hjónaband Guadalupe og Israels er ekki vitað „Eigin- maður hennar reif af henni símann með þjósti, fjarlægði raf- hlöðuna úr honum og lét síðan hendur skipta. Guadalupe Ronquillo- Ovalle Beindi að lokum byssunni að sjálfri sér. Israel Alvarez Heimilisofbeldi kostaði hann tvo daga í steininum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.