Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 45
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Heilsa 29 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd Vatnseitrun, hvað er það? L íkaminn stjórnar vatnsinni­ haldi sínu með nokkuð ná­ kvæmum hætti og lætur okkur vita með því að okkur þyrst­ ir þegar okkur vantar vökva. Þarna er um að ræða samspil nýrna og heila, sérstaklega miðheilans og svokallaðrar undirstúku og heila­ dinguls. Þetta kerfi heldur utan um boðskipti sem fara fram og gef­ ur skipanir með það fyrir augum að láta okkur drekka meira vatn ef okkur vantar vökva eða ákveðið ójafnvægi verður á söltum líkamans. Sömuleið­ is að ef við erum með of mikinn vökva í kerfinu að skola honum út í gegnum nýrun. Getur myndast ójafnvægi Undir venjulegum kringumstæðum er þetta í góðu jafnvægi og við þurf­ um í raun ekkert að hugsa sérstak­ lega um þetta. Þegar við eldumst eru þessi kerfi lélegri og þá þyrstir okkur síður og getur þannig hætt við of­ þornun, það er sérstaklega vel þekkt hjá eldra fólki. Þeir sem hins vegar drekka of mikið af vatni á skömmum tíma eða reglubundið meira magn en talið er ráðlegt geta skolað út söltum sínum og skapað sér talsverða hættu. Dæmi um slíkt eru maraþonhlauparar sem svitna mikið og tapa þannig miklum söltum úr líkamanum, ef þeir drekka mikið af hreinu vatni myndast skjótt ójafnvægi sem líkaminn ræður ekki við. Fyrstu einkenni eru ógleði, haus­ verkur, slappleiki, uppköst, vöðva­ krampar og að lokum jafnvel flog eða dauði. Mikilvægt að innbyrða salt Það er því afar mikilvægt að drekka vökva sem inniheldur einnig salt ef um slíkar kringumstæður er að ræða. Hið sama gildir við svæsinn niður­ gang eða við mikla notkun eða jafnvel ofnotkun á þvagræsilyfjum. Hjarta­ sjúkdómar og einnig breytingar á hormónastarfsemi geta haft þessar afleiðingar svo það er að mörgu að hyggja. Þekkt er að við ofhitnun, til dæmis við vinnu og þá ofneyslu vatns eða við notkun ólöglegra lyfja eins og Ecstasy geti slíkt misræmi átt sér stað. Hvað er eðlileg vatnsneysla og hvað er mikil vatnsneysla? Það er í raun ekki einföld spurning, það hefur aldrei verið sýnt fram á gagn­ semi mikillar vatnsneyslu í raun þótt margir hafi ráðlagt hana. Líklega er rétt að neyta vatns í magni í kringum 1,5 til 2 lítra á dag en ekki mikið meira en svo. Við fáum einnig vökva í gegn­ um fæðu og auðvitað annan vökva en hreint vatn. Svo það er mikil vægt að halda jafnvægi þarna, sé drukkinn mikill vökvi á stuttum tíma og ef nýrun eru eðlileg þá skila þau því vatni fljótlega aftur með þvagi. Engu að síður getur verið ákveðin hætta á vatnseitrun og eru þekkt tilfelli til í sögunni um vatnseitrun sem leiddi til dauða. Við sem erum hraust, förum var­ lega í vatnið, drekkum nóg, en ekki of mikið! n doktor.is Vatnsdrykkja Mikilvægt er að fara hinn gullna meðalveg þegar vatnsdrykkja er annars vegar. Þeir sem hlaupa langar vegalengdir þurfa að gæta þess að innbyrða salt til að halda jafnvægi í líkamanum. Streita hefur áhrif á afköst R annsóknir benda til að streita sé að verða eitt algengasta vinnu­ tengda vandamál hins vestræna heims og að afleiðingarnar varði bæði starfsmenn og vinnuveitendur. Vinnutengd streita er afleiðing þess að ekki er samræmi milli krafna sem gerðar eru til starfsmanna og væntinga og þarfa þeirra, eða getu þeirra til að ráða við viðfangsefni sem þeim eru falin. Langvarandi streita getur haft í för með sér þunglyndi, kvíða, kulnun, truflun á ónæmiskerfi og hjarta­ og æðasjúkdóma. Þá hefur streita áhrif á afköst fólks og starfsemi vinnu­ staða vegna þess að hún dregur úr vinnuframlagi, eykur veikindafjarvistir og starfsmannaveltu. Í Bretlandi var áætlað að streita kostaði vinnuveitendur á milli 4–5 milljarða króna á ári 1996. Áætlaður fjöldi vinnudaga sem glatast vegna streitu hefur síðan þá tvöfaldast og dögunum fer fjölgandi. En hvað geta stjórnendur gert til að hafa áhrif til hins betra? Í grein sinni á vefnum doktor.is birti Anna Björg Aradóttir hjúkrunar­ fræðingur lista sem stjórnendur ættu að leggja áherslu á. n Tileinka sér styðjandi stjórn­ unarhætti. n Veita nýjum starfsmönnum nægi­ legar upplýsingar og þjálfun. n Auka áhrif starfsmanna á vinnu sína. n Stuðla að heilbrigðum lífsháttum starfsmanna. n Umbuna starfsmönnum á ýmsa vegu. n Aðstoða starfsmenn við að ráða við streituvaldandi þætti í vinnunni. n Tryggja markvisst upplýsingaflæði frá stjórnendum til starfsmanna og milli starfsmanna. n Tryggja öruggt vinnuumhverfi. n Styðja endurhæfingu starfsmanna sem þess þurfa og aðlaga vinnu að getu starfsmanna hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.