Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 11.–14. nóvember 201616 Umræða M ér varð hugsað til þess um daginn að líklega hefði enginn maður, utan fjöl- skyldu og vinahóps, haft jafn mikil áhrif á líf mitt og örugglega margra af minni kynslóð, en Halldór Laxness. Við hittumst eigin lega aldrei og ég sá hann bara í svip í eigin persónu, en samt sem áður kenndi hann mér flest og fáum hef ég á sinn hátt kynnst betur. Sjálfur fæddist ég þegar sól hans reis hæst, það var búið að tilkynna að hann fengi nóbelsverðlaunin og hann var að búa sig undir Stokkhólmsferð til að sækja þau, og frá því ég fyrst man var hann eins og sól sem skein yfir landið; hér voru menn í háum stól- um, eins og forseti, ráðherrar og biskup, en allir voru þeir í skugga stórskáldsins. Útvarp var þá bara ein rás í lampatækinu inni í stofu og ég man hve áhrifaríkt það var þegar rödd hans barst þaðan; kannski var það óvenjulegt hljómfall og áhersl- ur sem vöktu athygli, en þó trúlega meir hvað foreldrum mínum þótti greinilega hátíðlegt og merkilegt þegar þessi tiltekni maður heyrðist; ekki var útvarpinu svarað í afgæðingi þegar svo bar undir, þótt pólitíkusar hátt á strái mættu hvenær sem er búast við þannig trakteringum. Það fyrsta sem ég man fyrir víst með Halldóri Laxness var líklega þegar ég var sjö ára og hann las sjálfur Brekkukotsannál sem kvöldsögu í útvarpinu; þá var hátt stillt og það var hlustað og þótt sagan færi auðvitað að miklu leyti ofan garðs og neðan hjá barninu, þá var eitthvað sem hreif mann, og mig minnir að ég hafi feng- ið á heilann og tönnlast á í tíma og ótíma: „Litlafröken Gúðmúndsen!“ með hans rödd og tónfalli, jafnvel svo að sumir hafi orðið leiðir á þess- um tiktúrum í krakkanum. Ég held að aðdáun eins og for- eldra minna á skáldinu hafi verið út- breidd meðal íslenskrar alþýðu, en heimsborgarinn Halldór hafði alltaf verið hennar málsvari. Enda var það alþýða manna sem flykktist niður á kæja þegar Gullfoss kom heim með Halldór og nóbelinn, þótt höfðingj- arnir í ríkisstjórninni hafi látið eins og þeim kæmi þetta ekki við. Það var hins vegar ekki alveg svo, eins og seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós: íslensk yfirvöld unnu beinlínis gegn höfundinum og framgangi hans í ver- öldinni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma; beittu pólitískum sambönd- um við afturhaldsöfl í Bandaríkjun- um og víðar til að koma í veg fyrir að bækur hans fengjust þar út gefnar. Í lestum og flugvélum Það þarf svo auðvitað ekki að orð- lengja það að eftir að maður komst til einhvers vits og þroska var far- ið að drekka í sig bækur skáldsins, og margt af því breytti á sinn hátt lífinu; ég held að Sjálfstætt fólk hafi kannski verið stærri upplifun en fjórtán ára krakki átti gott með að ná Halldór Laxness n Bækurnar hans og bækurnar um hann Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Halldór Laxness „Það fyrsta sem ég man fyrir víst með Halldóri Laxness var líklega þegar ég var sjö ára.“ Mynd LjósMyndasafn REyKjavÍKuR Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.