Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 56
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 89. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 byko.is ÖLL HANDVERKFÆRI -20% ALLAR FLÍSAR OG PARKET -20-40% ALLUR GRÆNN -20% ALLIR STIGAR OG ALLAR TRÖPPUR -20% SKREYTUM SAMAN ALLIR POTTAR, ALLAR PÖNNUR OG ÖLL BÖKUNARFORM -25% ALLAR HÁÞRÝSTIDÆLUR -30% ALLAR BAÐINNRÉTTINGAR -25% ÖLL MÁLNING -20% JÓLIN ERU KOMIN Í BYKO GILDIR TIL 14. NÓVEMBER Frosti selur Melinn n Útvarpsmaðurinn úr Harmageddon, Frosti Logason, hefur sett íbúð sína í Vesturbæ á sölu. Íbúðin er á efstu hæð í fjöl- býlishúsi við Birkimel og er tæp- lega áttatíu fermetrar að stærð. Ásett verð eru rétt tæpar 40 millj- ónir króna enda er íbúðin glæsi- lega innréttuð. Frosti hefur átt íbúðina í áratug en undanfarið hefur hann búið þar ásamt unn- ustu sinni, Helgu Gabríelu Sig- urðardóttur. Í ágúst síðast- liðinn eignuð- ust þau soninn, Loga, sem gert hefur það að verkum að litla fjölskyldan þarf að stækka við sig. Heldur sér við í skreytingunum n „Hann fylgist greinilega vel með mér á Facebook en það er öllu verra ef hann mistúlkar hlutina,“ segir Vigdís Hauks- dóttir í samtali við DV. Tilefnið er frétt Eiríks Jónssonar um að hún sé komin í fullt starf hjá Blómavali við blómaskreytingar. Svo er þó ekki heldur tekur þing- konan fyrrverandi þátt í tveimur blómaskreytingakvöldum fyrir- tækisins í aðdraganda jólanna. „Ég hef tekið þátt undanfarin ár í þessum árlegu blómaskreytinga- kvöldum. Mér finnst þetta rosalega gam- an og svo er gott að halda sér við. Þetta er líka frábær leið til þess að komast í jólaandann,“ segir Vig- dís. Hrafn slapp við tarantúlurnar n Óhætt er að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar hafi verið í hálfgerðu áfalli yfir sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Skynugir menn höfðu þó sumir hverjir séð þenn- an möguleika fyrir og einn þeirra var Hrafn Jökulsson. Hann hafði í heyranda hljóði lofað því að hann myndi éta grillaða tarantúlu ef Hillary Clinton hefði betur. Banda- ríska þjóðin kom í veg fyrir það en miðað við lífs- gildi Hrafns þá er ekki ólíklegt að hann hefði glaður sporð- rennt nokkrum áttfætlum til þess að forða heimin- um frá Trump. Er GÁP að hlaupast undan ábyrgð? Hlaupabrettisdeilunni vísað frá Guðmundur keypti milljón króna hlaupabretti á 0 kr og greiddi sendingarkostnað K ærunefnd lausafjár- og þjón- ustukaupa hefur vísað frá álitsbeiðni Guðmundar Bjarnasonar sem leitaði til nefndarinnar eftir að hann gekk frá 0 krónu kaupum á milljón króna hlaupabretti í vefverslun GÁP sem hann fékk aldrei afhent. DV fjallaði um málið á dögunum en Guðmundur var í ágúst síðastliðn- um í leit að líkamsræktartæki til að notkunar heima við og rakst á ansi ómótstæðilegt tilboð á vef GÁP – glæsilegt Star Trac E-TRx hlaupa- bretti; verð 0 kr. Guðmundur stökk á tilboðið, pantaði brettið, fór í gegn- um söluferlið á síðunni og greiddi síðan 2.900 krónur í sendingarkostn- að. Aldrei kom brettið og taldi Guð- mundur sig svikinn. Síðar kom í ljós að umrætt bretti kostar rúma millj- ón en GÁP bar við galla í vefsíðunni. Eftir að hafa ráðfært sig við Neyt- endastofu ákvað Guðmundur að leita álits kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Nú liggur álit nefndarinnar fyrir en þar kemur fram að nefndin telji að ágreiningur Guðmundar og GÁP falli undir lög um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetningu og reglugerð um verð- merkingar og ein- ingarverð við sölu á vörum. Kærunefndin starfi hins vegar eft- ir öðrum lögum sem ágreiningurinn falli ekki undir. „Af þeim ástæðum verður ágrein- ingi aðila þessa máls ekki skotið til kærunefndar lausafjár og þjónustu- kaup með ósk um að hún gefi álits- gerð um ágreininginn þar sem hann fellur utan valdsviðs nefndarinnar. Verður kærunefndin því að vísa álits- beiðninni frá sér.“ n mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.