Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 56
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016
89. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
byko.is
ÖLL HANDVERKFÆRI
-20%
ALLAR FLÍSAR OG PARKET
-20-40%
ALLUR
GRÆNN
-20%
ALLIR STIGAR OG
ALLAR TRÖPPUR
-20%
SKREYTUM SAMAN
ALLIR POTTAR, ALLAR PÖNNUR
OG ÖLL BÖKUNARFORM
-25%
ALLAR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
-30%
ALLAR
BAÐINNRÉTTINGAR
-25%
ÖLL
MÁLNING
-20%
JÓLIN ERU
KOMIN
Í BYKO
GILDIR TIL
14. NÓVEMBER
Frosti selur Melinn
n Útvarpsmaðurinn úr
Harmageddon, Frosti Logason,
hefur sett íbúð sína í Vesturbæ á
sölu. Íbúðin er á efstu hæð í fjöl-
býlishúsi við Birkimel og er tæp-
lega áttatíu fermetrar að stærð.
Ásett verð eru rétt tæpar 40 millj-
ónir króna enda er íbúðin glæsi-
lega innréttuð. Frosti hefur átt
íbúðina í áratug en undanfarið
hefur hann búið þar ásamt unn-
ustu sinni, Helgu
Gabríelu Sig-
urðardóttur. Í
ágúst síðast-
liðinn eignuð-
ust þau soninn,
Loga, sem gert
hefur það að
verkum að litla
fjölskyldan þarf
að stækka
við sig.
Heldur sér við í
skreytingunum
n „Hann fylgist greinilega vel
með mér á Facebook en það
er öllu verra ef hann mistúlkar
hlutina,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir í samtali við DV. Tilefnið
er frétt Eiríks Jónssonar um að
hún sé komin í fullt starf hjá
Blómavali við blómaskreytingar.
Svo er þó ekki heldur tekur þing-
konan fyrrverandi þátt í tveimur
blómaskreytingakvöldum fyrir-
tækisins í aðdraganda jólanna.
„Ég hef tekið þátt undanfarin
ár í þessum árlegu
blómaskreytinga-
kvöldum. Mér
finnst þetta
rosalega gam-
an og svo er
gott að halda
sér við. Þetta
er líka frábær
leið til þess
að komast í
jólaandann,“
segir Vig-
dís.
Hrafn slapp við
tarantúlurnar
n Óhætt er að fullyrða að
meirihluti þjóðarinnar hafi verið í
hálfgerðu áfalli yfir sigri Donalds
Trump í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum. Skynugir menn
höfðu þó sumir hverjir séð þenn-
an möguleika fyrir og einn þeirra
var Hrafn Jökulsson. Hann hafði í
heyranda hljóði lofað því að hann
myndi éta grillaða tarantúlu ef
Hillary Clinton hefði betur. Banda-
ríska þjóðin kom í
veg fyrir það en
miðað við lífs-
gildi Hrafns þá
er ekki ólíklegt
að hann hefði
glaður sporð-
rennt nokkrum
áttfætlum til
þess að forða
heimin-
um frá
Trump.
Er GÁP að
hlaupast
undan
ábyrgð?
Hlaupabrettisdeilunni vísað frá
Guðmundur keypti milljón króna hlaupabretti á 0 kr og greiddi sendingarkostnað
K
ærunefnd lausafjár- og þjón-
ustukaupa hefur vísað frá
álitsbeiðni Guðmundar
Bjarnasonar sem leitaði til
nefndarinnar eftir að hann gekk frá
0 krónu kaupum á milljón króna
hlaupabretti í vefverslun GÁP
sem hann fékk aldrei afhent. DV
fjallaði um málið á dögunum en
Guðmundur var í ágúst síðastliðn-
um í leit að líkamsræktartæki til að
notkunar heima við og rakst á ansi
ómótstæðilegt tilboð á vef GÁP –
glæsilegt Star Trac E-TRx hlaupa-
bretti; verð 0 kr. Guðmundur stökk á
tilboðið, pantaði brettið, fór í gegn-
um söluferlið á síðunni og greiddi
síðan 2.900 krónur í sendingarkostn-
að. Aldrei kom brettið og taldi Guð-
mundur sig svikinn. Síðar kom í ljós
að umrætt bretti kostar rúma millj-
ón en GÁP bar við galla í vefsíðunni.
Eftir að hafa ráðfært sig við Neyt-
endastofu ákvað Guðmundur að
leita álits kærunefndar lausafjár- og
þjónustukaupa.
Nú liggur álit nefndarinnar fyrir
en þar kemur fram að nefndin telji
að ágreiningur Guðmundar og GÁP
falli undir lög um eftirlit með við-
skiptaháttum og
markaðssetningu og
reglugerð um verð-
merkingar og ein-
ingarverð við sölu á
vörum. Kærunefndin
starfi hins vegar eft-
ir öðrum lögum sem
ágreiningurinn falli
ekki undir.
„Af þeim ástæðum verður ágrein-
ingi aðila þessa máls ekki skotið til
kærunefndar lausafjár og þjónustu-
kaup með ósk um að hún gefi álits-
gerð um ágreininginn þar sem hann
fellur utan valdsviðs nefndarinnar.
Verður kærunefndin því að vísa álits-
beiðninni frá sér.“ n mikael@dv.is