Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 11.–14. október 20166 Bækur Vanþroskasaga Gerður Kristný sendi á dögunum frá sér þriðju skáldsögu sína fyrir full-orðins lesendahóp, Hest-vík. Sú fyrsta hét Bátur með segli og allt og fjallaði um unga konu sem reynir fyrir sér í blaða- mennsku. Önnur hét Regnbogi í póst- inum. Hestvík er einskonar þroska- saga, eða í raun mætti frekar segja að hún sé hálfgerð vanþroskasaga. Sögusviðið er sumarbústaðaland í Grafningnum á Þingvöllum í dimm- um ágústmánuði. Elín fer með Dóra, unglingsson sinn, í bústað sem for- eldrar hennar áttu og gegndi stóru hlutverki í æsku hennar sjálfrar. Til- gangurinn er að tengjast syninum og veita honum álíka upplifun og hennar eigin, þegar hún dvaldi sem barn með foreldrum sínum í Hest- vík. Undirliggjandi er nostalgísk þrá gagnvart æskunni og einfaldleikan- um, en að auki sú þrá að geta unnið úr þeim andlegu sárum sem maður hlaut í æsku. Sonurinn er barn síns tíma, eins og gengur og gerist með fólk, og er því ekki jafn móttækilegur fyrir for- tíðarþrá móðurinnar og best væri á kosið. Í stað þess að lesa bækur og leika sér úti, er leikvöllur nútímaung- lingsins á rafrænu formi, inni í tölvuleik. Á tímapunkti verður svo harla óljóst hvor er foreldrið og hvor er barnið, þar sem stað- urinn virðist hafa tölu- verð áhrif á þroskastig Elínar. Það má jafnvel segja að hún gangi í barndóm um miðbik og seinni part sögunnar, sérstaklega þegar hún rekst á fyrrverandi bekkjar félaga sinn, hrekkjusvínið Hauk. Eins og með margt annað, þá er mikilvægt að taka eitt skref afturábak til þess að geta tekið tvö áfram, en það er tvísýnt hvort söguhetjan í Hestvík nái svo langt þar sem margt virðist halda aftur af henni, bæði í lífinu og á sinninu. Elín og Haukur eru einskonar and- stæður í sögunni. Börn þeirra beggja má einnig líta á sem andstæður foreldra sinna þar sem ein- faldi sveimhuginn, Bergdís, er dóttir hrekkjusvínsins Hauks og grunur leik- ur á að Dóri, sonur Elínar, sé ekki allur þar sem hann er séður. Barnamenning er áberandi í stíl sögunnar, sem og atburðum. Með því að stilla saman myrkrinu á Íslandi í ágúst, barnamenningunni og fullorðins- heiminum nær Gerður, á klassískan hátt, að skapa dularfulla stemningu sem minnir á svarthvít meistara- verk hvíta tjaldsins. Ef gagnrýnanda skjátlast ekki er meira að segja nokkur Kubrick-bragur á sögunni þar sem allmargt kallast á við eitt meistara- verka leikstjórans, The Shining. Má þar fátt eitt nefna svo sem upphafs- senuna: bílferð um sveitaveg, hótel- ið, tvíburana og gamla manninn sem kemur til bjargar á síðustu stundu. Léttleikinn er þó sjaldan langt undan í Hestvík, enda er Gerður sniðug- ur og hnyttinn höfundur sem kann að krydda texta sína með „komik rilíf“, eins og maður segir á vondri ís- lensku. Þess ber þó að geta að Hest- vík er ekki dæmigerð spennusaga, því þótt hún sé spennandi á köflum, þá fellur hún aldrei í þær formúlu- kenndu frásagnargildrur sem svo margir krimmar og hrollvekjur virðast hnepptir í nú til dags. Hestvík er óvenjuleg saga af venjulegu fólki sem stríðir við nokk- uð algeng vandamál. Eina vanda- málið við bókina er að persónurn- ar eru helst til of miklar steríótýpur, eins og títt er hjá kollega Gerðar, Stephen King, að það verður þraut- in þyngri að tengjast þeim. Elín: veika móðirin í afneitun. Haukur: aumkunarverða hrekkjusvínið sem reynir árangurslaust að bæta ráð sitt og Kata, taugaveiklaða konan hans. Dóri: skilnaðarbarnið/mögu- lega siðblindi sonurinn. Loks er það Bergdís: dularfulli sveimhuginn sem virðist svífa yfir allri sögunni, í nútíð sem og fortíð (gagnrýnanda langar helst ekki að minnast á Manic Pixie Dream Girl, en á erfitt með að forð- ast það). Eins og títt er með vel skap- aðar aukapersónur, þá stela þær dá- lítið athyglinni frá aðalpersónunum. Þar eru uppátækjasömu tvíburarnir í forgrunni. Sagan er virkilega vel samin og samsett með ítrustu varkárni. Vel staðsettar vísanir í menningu barna ýfa þannig upp nostalgíuna í okkur öllum, þó með drungalegum undir- tón sem erfitt verður að hrista af sér. n Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Hestvík Höfundur: Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning 163 bls. „Hestvík er óvenju- leg saga af venju- legu fólki sem stríðir við nokkuð algeng vandamál. Harry Potter og bölvun barnsins er leikrit eftir Jack Thorne, byggt á sögu eftir J.K. Rowling, John Tiffany og Jack Thorne. Leikritið er sýnt í London fyrir fullu húsi og hefur fengið skín- andi góða dóma. Það er vitanlega ekki sambærilegt að lesa leikrit og sjá það á sviði. Þó er ljóst við lestur- inn að leikritið býður upp á flugelda- sýningu varðandi tæknibrellur, sem á örugglega sinn þátt í hrifningu leik- húsgesta á verkinu. Leikritið sjálft er líka mjög gott og ætti engan veginn að valda aðdáendum Harry Potter vonbrigðum. Það er ekki ætíð auðvelt að vera barn frægs foreldris og yngri sonur Harry Potters, Albus, á ekki auðvelt með það og áberandi togstreita er á milli feðganna. Í Hogwart- skóla vingast Albus við Scorpius, son Draco sem var keppinautur föður hans, og saman ákveða þeir að breyta fortíðinni. Æsileg at- burðarás upphefst. Verkið er spennandi, viðburðaríkt, haganlega samið og ágætlega hug- myndaríkt. Höfundurinn Jack Thorne er trúr anda bókanna og persónur úr þeim birt- ast hér ein af annarri, þar á meðal hinn elskaði Dumbledore, og stutt endurkoma hans hlýtur að framkalla hlýja strauma frá að- dáendum bókanna. Verkið er á köfl- um mjög tilfinn- ingaríkt og þar á sér stað uppgjör, eins og á milli Harry Potter og Dumbledore, og fjallað er af mikilli alvöru um samband foreldra og barna og erfið- leikana sem fylgja því að vera ungur. Við lestur leik- ritsins getur mað- ur reyndar ekki varist þeirri hugsun hversu gaman hefði verið að fá þykka skáldsögu um þetta sama efni frá Rowling sjálfri. Það næstbesta er þetta vel heppnaða leikrit. n Harry Potter snýr aftur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Harry Potter og bölvun barnsins Höfundur: Jack Thorne Þýðandi: Ingunn Snædal Útgefandi: Bjartur 345 bls. „Verkið er spennandi, viðburðaríkt og haganlega samið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.