Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 47
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Menning 31
hefur snúið textanum yfir á trú
verðugt íslenskt talmál.
Leikritið fjallar í stuttu máli um
ástina í hjónabandi tveggja einstak
linga og samskipti þeirra við sam
bandsslit. Líkt og þeir þekkja sem
reynt hafa, þá er uppgjör hjóna
bands ekki einfalt mál og endur
speglar verkið það vel. Þau Unnur
Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors
fara með hlutverk hjónanna. Þau
eru ólíkir leikarar en njóta sín bæði
vel í sýningunni. Björn á auðvelt
með að vekja hlátur áhorfenda með
einlægri sjálfselsku eiginmannsins,
á meðan Unnur miðlar sársauka
hinnar sviknu eiginkonu með
eftirminnilegum hætti. Bæði hafa
þau augljóslega lagt mikla hugsun
í handritið, afstaða þeirra er alltaf
skýr, undirtexta verksins er vel skil
að og leikur þeirra beggja í einu
orði sagt frábær.
Ólafur Egill Egilsson er fjölhæfur
listamaður, bæði afbragðsleikari,
handritasmiður og leikstjóri.
Hann hefur einstaklega næmt
auga fyrir óþægindum og skilar
þeim af mikilli natni til áhorf
enda. Allar sviðshreyfingar eru út
hugsaðar, ástæða er fyrir sérhverju
skrefi. Ólafur Egill er líka óhrædd
ur að taka áhættu og skapa óvænta
spennu, eins og þegar eiginkonan
skellti sér allt í einu á bakið á miðju
sviði og aðeins munaði hársbreidd
að opin koníaks flaska ylti um koll.
Fyrir þá sem þekkja verðskrá ÁTVR
var þetta verulega taugatrekkj
andi stund. Seinni hluta verksins
hefði aðeins mátt stytta og vinna
betur úr lokasenu verksins. Mynd
bandið vann þar bókstaflega gegn
leikurunum og virkaði eins og
samkeppni um athygli áhorfenda.
Myndbönd í leiksýningum eru að
verða einhvers konar einkennis
merki Borgarleikhússins. Í þessari
sýningu virkuðu þau upp og ofan,
þó betur því meira sem þau voru
abstrakt, svona frekar eins og hluti
af lýsingunni, sem var mjög fín.
Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur
er falleg og þróast skemmtilega
með verkinu. Húsgögnin voru þó
ekki eins vel heppnuð. Hvíta dún
úlpan var hins vegar djarft og
skemmtilegt búningatromp, hlut
verk eiginmannsins undir mið
bik verksins hefði ekki verið samt
án hennar. Þetta er mögnuð sýn
ing þar sem hjónabandið er keyrt
í gegnum miskunnarlaust þolpróf
ástin tekur á sig ýmsar myndir. Tví
mælalaust ein áhugaverðasta sýn
ing leikársins. n
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus
„Ólafur
Egill
hefur einstak-
lega næmt auga
fyrir óþægindum
og skilar þeim af
mikilli natni til
áhorfenda
upp merkinguna og lögðu áherslu á
hljóminn. Þarna komu fram hljóð
ljóðin sem urðu mjög áberandi,
ljóð sem unnu fyrst og fremst með
ákveðin hljóð en voru í raun merk
ingarlaus.“
Benedikt segir að þótt ákveðin
fagurfræðileg einkenni hafi smám
saman komið fram í listsköpun
dadaistanna þá hafi það fyrst og
fremst verið afstaðan og lífsviðhorf
ið sem sameinaði þá. „Þetta er í raun
hreyfing sem leggur til ákveðinn
vettvang til að gera ákveðna tegund
af tilraunum. Frekar en að hugsa
um dadaismann sem stíl, eða list
ræna stefnu með skýrar hugmyndir,
myndi ég frekar hugsa um þetta sem
vettvang og rými sem einstaklingar
geta komið inn í og unnið með
ákveðna hluti.“
Helgimyndabrjótar
Upprunalegi dadahópurinn í
Zürich var starfandi í um þrjú ár
áður en meðlimir fluttu einn af öðr
um úr landinu eftir að stríðinu lauk.
Með þeim dreifðust hins vegar hug
myndirnar um álfuna og urðu aðr
ar stórborgir Evrópu þungamiðja
hreyfingarinnar næstu árin. Áhrifa
mestu hóparnir voru í Berlín og
París en fjölbreyttar dadahreyf
ingar og hópar spruttu upp mun
víðar, bæði innan Evrópu og utan,
meðal annars Tókýó og New York.
Dadaistar gáfu út tímarit, skrifuðu
ljóð, fluttu leikrit, máluðu mynd
ir, gerðu kvikmyndir og fjölmargt
fleira. Um miðjan þriðja áratuginn
fór hins vegar drifkraftur dada
ismans, eins og margra annarra
framúrstefnuhreyfinga, að minnka,
en nýjar hreyfingar tóku við keflinu.
„Það er í raun eftir seinna stríð
sem áhuginn fer svo aftur að vakna
og menn fara að sækja aftur í þess
ar hefðir. Áhuginn á dadaismanum
verður sérstaklega sterkur þegar
kemur fram á sjöunda áratuginn,
ekki síst í framsæknum listhreyfing
um þess tíma. Þá fundu menn hluti í
dadaismanum sem mátti nýta í þeirri
uppreisn sem var að eiga sér stað gegn
listhefðinni og uppgjörinu við seinni
heimsstyrjöldina. Þarna má segja
að dadaisminn hafi komist á kortið
og orðið þessi þungavigtarhreyfing í
evrópskri menningarsögu, sveipuð
ákveðnum goðsagnakenndum blæ,“
segir Benedikt.
Benedikt segir að rætt hafi verið
um dadaismann í íslenskri menn
ingarumræðu strax á upphafsárun
um en engir Íslendingar hafi opin
berlega samsamað sig hreyfingunni.
Áhuginn hafi hins vegar kviknað í
meira mæli eftir stríð og hafi fyrstu
þýðingar á verkum dadaista birst
í Birtingi. Síðan þá hafi ungir lista
menn oft horft aftur til dadaist
anna, til að mynda SÚMhópurinn
í myndlist og Medúsuhópurinn í
skáldskap.
„Alls staðar þar sem lögð er
áhersla á að ástand sé komið í
stöðnun og það þurfi að brjóta upp
ríkjandi hefðir þá líta menn oft til
dadaistanna – gildi dadaismans frá
sjónarhorni seinni tíma liggur því
kannski helst í helgimyndabrotinu,
íkónóklasmanum.“
Íslenski dansflokkurinn frum
flytur Dada dans í Borgarleikhús
inu á laugardag. Á sunnudag mun
Benedikt Hjartarson svo ræða um
dada og tengsl ýmissa framúrstefnu
hreyfinga og fyrri heimsstyrjaldar,
í Hafnarhúsi, Listasafni Reykjavík
ur. n
Að dansa dada
Íslenski dansflokkurinn frumflytur dada dans
Dada dans er nýtt dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem
verður frumflutt um helgina, en sérstök dada-veisla er haldin í forsal leikhússins fyrir
sýninguna.
„Það er margt í nútímanum sem er svolítið svipað og þegar dadaisminn kom fram,
miklar öfgar í pólitík, uppgangur hægriafla, og ýmislegt fleira. Því er við hæfi að minnast
þess hvernig fólk tókst á við slíkar aðstæður fyrir hundrað árum,“ segir Inga Huld.
Hún segir að þær hafi einnig fundið til skyldleika við aðferðafræði og afstöðu
dadaistanna. „Það er ýmislegt í dadaismanum sem við tengjum við í okkar vinnu.
Þeir notuðu margir tilviljanir og tilviljanakenndar aðferðir til að setja hluti saman og
skapa verk sem eru frekar súrrealísk – enda spratt súrrealisminn upp úr dadaismanum.
Okkur finnst líka mjög áhugavert hvernig listamenn unnu, myndlistarmenn, dansar-
ar, tónlistar menn voru ekki að greina sig frá hver öðrum heldur blönduðu þessu öllu
saman,“ segir Inga Rós og útskýrir að verkið hafi verið unnið í náinni samvinnu við Svein-
björn „Hermigervil“ Thorarensen tónlistarmann og Þórdísi Erlu Zöega myndlistarkonu.
Inga Huld segir að í hefðbundnum danssögubókum leiki dadaisminn lítið hlutverk,
en þrátt fyrir það hafi dansinn verið mikilvægur, að minnsta kosti á upphafsárum hreyf-
ingarinnar. „Það voru margar danslistakonur sem tóku þátt í Cabaret Voltaire, það er til
dæmis talað um að Emma Hennings, mynd- og danslistakona, hafi verið ein af þeim sem
hafi fengið hugmyndina af því að setja upp kabarett. Kabarett er náttúrlega allt í senn
dans, performans, tónlist, hljóðljóð, allt í bland. Dansinn sem fór þarna fram virðist hafa
haft áhrif í myndlistar- og gjörningalistaheiminn, en það virðist ekki hafa gengið jafn
mikið í hina áttina. Þess vegna fannst okkur áhugavert að skoða hvað dada gæti verið í
dansi,“ segir Inga Huld.
Heimurinn er á heljarþröm, hvað er til ráða? DADA!„Gildi dada
ismans frá sjón
arhorni seinni tíma ligg
ur því kannski helst í
helgimyndabrotinu,
íkónóklasmanum
Klippimynd Dadaistar blönduðu saman
ólíkum miðlum og klipptu saman fundnar
myndir og texta. Mynd eftir Raoul Hausmann.