Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 23
Helgarblað 11.–14. október 2016 Bækur 3 Mamma af hverju vita Margrét og Linda svona mikið um Ís­land.“ Þetta heyrðist kallað úr herbergi sjö ára sonar míns um helgina, löngu eftir að hann var sendur upp í rúm að sofa. Ég brosti út í annað en drengurinn, sem er spjaldtölvusjúkur og les lítið annað en ævintýri Tinna, Kaftein Ofur­ brók og Skúla Skelfi sér til skemmtun­ ar, varð algjörlega hugfanginn af fjöl­ skyldubókinni Íslandsbók barnanna sem ég laumaði inn í herbergi til hans nokkrum dögum áður. Höfundur bókarinnar, fyrrverandi þingmaðurinn Margrét Tryggva­ dóttir, kann svo sannarlega að sníða efnismikinn texta að hugarheimi barna, á öllum aldri. Þrátt fyrir að bókin sé stútfull af fróðleik þá er hún aldrei leiðinleg og flæðið og lengdin á textanum er til fyrirmyndar – sem er gríðarlega mikilvægt þegar skrifað er fyrir börn. Í Íslandsbók barnanna er meðal annars útskýrt hvað náttúra Íslands hefur að geyma og sagt frá dýra­ og mannlífi. Þá hefur hver opna sitt þema og á henni er fjallað um ákveðið efni í máli og mynd­ um. Þar er til að mynda útskýrt, í stuttu máli, hvað skiptir mestu í tengsl­ um við efnið. Þá eru til dæmis norðurljósin, lífið í fjörunni og íslensku húsdýrin tekin fyrir í bland við sérstakari fyrirbrigði á borð við Geysi og Snæfellsjökul. Margrét hefur aldeilis dottið í lukkupottinn þegar hún fékk Lindu Ólafsdóttur til liðs við sig. Linda myndskreytti bókina einkar fal­ lega. Litavalið lýsir íslenskri náttúru og dýralífi mjög vel og hún dettur aldrei í klisjur í túlkun sinni á text­ anum. Falleg málverkin eiga vel við textann og sóma sér einstaklega vel á þykkum og veglegum pappírnum. Þá er bókin, sem ætti að vera til á öllum heimilum, skemmtilegt uppflettirit sem hægt er að grípa í við ólíkar að­ stæður og námsstig. Bókin er augljóslega mjög vel heppnuð fjölskyldubók sem á líklega eftir að fylgja eiganda sínum, ólíkt Kafteini Ofurbrók og Skúla Skelfi, fram á fullorðinsár. n Vel heppnuð fjölskyldubók Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Íslandsbók barnanna Höfundur: Margrét Tryggvadóttir Myndir: Linda Ólafsdóttir Útgefandi: Iðunn 97 bls. Margrét Tryggvadóttir Kann svo sannarlega að sníða efnismikinn texta að hugarheimi barna, á öllum aldri. Mynd SigTryggur Ari Þegar raunveruleikinn verður óraunverulegur Veruleikinn getur orðið mjög undarlegur ef hann er skoðaður í nýju sam­hengi. Hið hversdags­legasta umhverfi verður skyndilega framandi og súrrealískt ef vanahugsunin er rofin og það skoð­ að á nýjan hátt. Hugtakið firring er upprunnið úr marxískri hagfræði og lýsir hlutskipti verkafólks í kapítal­ ísku samfélagi, þar sem verkalýð­ urinn á ekki framleiðslutækin og neyðist til að selja vinnuafl sitt til að brauðfæða sig, en starfið sjálft er tilgangslaust, felur ekki í sér neina sköpun eða lífsfyllingu. Orðið firring táknar aftengingu við raunveruleik­ ann. Í nær heila öld hefur firringin verið viðfangsefni listanna og hér birtist hún alveg prýðilega uppfærð í splunkunýju verki. Smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita inniheldur 13 smásögur eftir óþekktan höfund, Friðgeir Einarsson, sem mér vitan­ lega hefur ekki gefið út bók áður en hefur lengi fengist við auglýsinga­ gerð og eitthvað skrifað fyrir leikhús. Sögurnar fjalla flestar um vel mennt­ að fólk á fertugsaldri sem þrátt fyrir gjörvileika virðist vera leiksoppar tilverunnar í undarlegum og marg­ brotnum heimi samtímans. Stund­ um birtist þessi framandleiki í dag­ legu umhverfi persónanna, stundum á ferðalögum um framandi slóðir en stundum þegar gamalla heimkynna er vitjað á ný eftir langan tíma. Hér stígur ekki bara fram nýr höfundur heldur er bókin líka af­ urð nýs forlags sem ber heitið Bene­ dikt og mætti víst kalla klofning úr Bjartur/Veröld samsteypunni. Það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir þessi nýja forlagi fyrir að tefla fram svo ferskum nýliða sem Frið­ geir Einarsson er. Hann hefur til að bera einstaka hnyttni, hugmynda­ ríkan og beittan ritstíl, og stundum óviðjafnanlega fundvísi á smáatriði. Hann minnir mig stundum á danska höfundinn Naja Marie Aidt sem fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda­ ráðs fyrir smásagnasafnið Bavíani. Auk þess á hann það sameiginlegt með höfundum á borð við Gyrði Elíasson og Braga Ólafsson að hafa óhefðbundna nálgun á hvað telst frá­ sagnarvert. Nánast engin saga í bók­ inni er með risi eða eiginlegri fléttu og átök milli sögupersóna koma aldrei upp á yfirborðið. Allt „drama“ er vandlega falið, stundum blas­ ir það við undir gegnsæju yfirborði textans, stundum virðist það vart til staðar, jafnvel ekki í sálarlífi persón­ anna. Sögurnar eru misgóðar, sumar nálgast flatneskju, einna helst upp­ hafssagan, Staðsetningartæki, sem nær aldrei að vekja mikinn áhuga þó að hún gerist í heillandi um­ hverfi. Sögurnar Heilagir staðir og Einhyrningur eru hins vegar fram­ úrskarandi, önnur lýsir því hvernig virðist vera að molna undan sam­ bandi ungs par sem er á ferðalagi í Indlandi; sú síðarnefnda segir frá því er dauðvona maður kaupir jóla­ gjöf handa barnabarni sínu fram í tí­ mann en er látinn þegar barnið fær gjöfina. Stílgáfa höfundar rís hátt í sögunni Mjólkin sem ég kaupi sem lýsir firringu ungs fjölskylduföður og sambandi hans við ungan son sinn. Sagan Hlutverk lýsir síð­ an kostulegri vinnustaðafirringu þar sem harðstjórn jákvæðninnar ræður ríkjum. Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum afar lengi. Stíll hans er alls ekki of­ hlaðinn heldur í senn látlaus og hugvitsamlegur. Takk fyrir að láta mig vita er bók fyrir alla sem hafa gaman af að upplifa veruleikann á nýjan hátt. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Takk fyrir að láta mig vita Höfundur: Friðgeir Einarsson Útgefandi: Benedikt 144 bls. „Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bók- menntum afar lengi. Friðgeir Einarsson Það er ýmislegt sem dást má að í þessum þáttum. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.