Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 11.–14. nóvember 201610 Fréttir Auðmenn fjárfestu í sólarkísilveri Silicor Í slenskir einkafjárfestar tryggðu sér í fyrra 3,5 prósenta hlut í sólar­ kísilverksmiðjunni sem Silicor Materials vill byggja á Grundar­ tanga. Auðmennirnir Jón Árni Ágústsson, Sigurður Sigurgeirsson og hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir eru umsvifa­ mest í þeim hópi en þau tóku öll þátt í fjórtán milljarða króna hlutafjár­ söfnun bandaríska fyrirtækisins. Það gerðu einnig þau Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og fyrrverandi hlut­ hafi spænska lyfjafyrirtækisins Invent Farma, Berglind Björk Jóns dóttir, fjár­ festir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Snæból í hópnum Fyrri hluta fjármögnunar kísilvers Sil­ icor Materials lauk í september í fyrra en núverandi eigendahópur verkefn­ isins lagði þá fram jafnvirði fjórtán milljarða króna í hlutafé. Bandaríska fyrirtækið sendi þá fréttatilkynningu um að íslenskir lífeyrissjóðir og fag­ fjárfestar hefðu skráð sig fyrir tæplega sex milljörðum en erlendir hluthafar átta milljörðum. Greint var frá þátt­ töku Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Festu­lífeyrissjóðs, Sameinaða líf­ eyrissjóðsins (nú Birtu), Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og einnig trygginga­ félagsins Sjóvár og Íslandsbanka. Fjárfestu þessir sjóðir og fyrirtæki í gegnum félagið Sunnuvellir slhf. Ekki var tekið fram að íslenskir einkafjárfestar hefðu einnig tryggt sér 3,5% hlut í verkefninu. Félögin Foss­ hús ehf. og Dalaþing ehf. eiga aftur á móti 0,8 og 0,83 prósenta hluti í Sili­ cor Materials Iceland Holding hf. Fosshús er í eigu Jóns Árna Ágústs­ sonar, fyrrverandi hluthafa í Invent Farma og skattakóngs Íslands árið 2014. Jón var um tíma næststærsti eigandi spænska lyfjafyrirtækisins og kom að stofnun þess árið 2005 þegar íslenskir fjárfestar keyptu lyfjaverk­ smiðjur á Spáni. Framtakssjóður Ís­ lands keypti 13,3 prósenta hlut Jóns í Invent Farma í ágúst 2013. Sigurður Sigurgeirsson, byggingarverktaki í Kópavogi, er eig­ andi Dalaþings. Árið 2007 seldi hann verktakafyrirtæki sitt JB byggingafé­ lag fyrir um 3,5 milljarða króna, sam­ kvæmt frétt DV frá júlí 2011. Sigurður hafði þá rekið fyrirtækið í um 20 ár og, ásamt BYGG, Byggingafélagi Gunnars og Gylfa, verið umsvifamesti verktak­ inn í uppbyggingu Kópavogs. Fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, Snæból ehf., tók einnig þátt í hlutafjársöfnun Sili cor og á 0,62 prósenta hlut. Snæból á 7,1 prósent í Sjóvá, sem gerir það að þriðja stærsta n Fjárfestar sem hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi eiga 3,5% í kísilveri Silicor Materials Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eigendur Silicor Materials Sunnuvellir slhf.: 32,44% Hudson Silicor Iceland Holdings SARL: 20,02% Silicor Materials Inc: 18,02% SMS Investment S.A.: 16,02% FMAO corp.: 10,01% Dalaþing ehf.: 0,83% Fosshús ehf.: 0,8% Snæból ehf.: 0,62% Líra ehf.: 0,46% Kaskur ehf.: 0,46% Miranda ehf.: 0,31%. „Við bíðum enn. Fjármögnunin er ekki klár en dagsetningin í samningunum stendur. Sigurður Sigurgeirsson Berglind Björk Jónsdóttir Finnur Reyr Stefánsson Ingi Guðjónsson Jón Árni Ágústsson Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.