Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 11.–14. október 2016 Bækur 5 Þriðji hluti hins löngu boðaða þríleiks Sjón, sem hlotið hefur nafnið CoDex 1962, er loksins kominn út og það með þó nokkrum látum. Liðin eru 15 ár síðan annar hlutinn kom út, Með titrandi tár, en hann hlaut Bók- menntaverðlaun DV fyrir árið 2001, rétt eins og fyrsti hlutinn Augu þín sáu mig sex árum fyrr. Ég er sof- andi hurð mun aldrei verða slitin frá fyrrnefndum sögum og er því eðli- legt að nú, þegar hún lítur loks dags- ins ljós, þá sé það í formi „heildar- verksins“. Það er raunar vandkvæðum bundið að rýna í bókina eina og sér, ef satt skal segja, því þótt hin- ar tvær standi algjörlega fyrir sínu hvor fyrir sig þá gerir þriðji hluti þrí- leiksins það ekki. Ekki á sama hátt og hinar. Að lestrinum og nokkurri rýni lokinni í fyrri bækurnar þá má aftur á móti segja að Ég er sofandi hurð sé stórbrotin og djörf tilraun til að ljúka heildarverkinu með syn- fónískum hætti. Brotakenndur lokakafli Verkið er brotakennt og á köflum svo hástemmt að án innsýnar í sagna- vefinn í heild væri lesandinn algjör- lega villtur. Í „Hurðinni“ ægir saman textabrotum og margradda kór í margræðri merkingu; bókstaflegri og bókmenntalegri. Verkið er flókinn vefnaður; þar rakst ég til að mynda á texta úr sýningarskrá fyrir myndlist- arsýningu sem haldin var í Reykja- vík árið 2011 (Blóð Guðs bls. 402) sem endurnýttur er í þágu verksins auk þess sem uppá- halds „vísindaskáld- sagnapersónu-fyr- irmynd íslenskra fantasíuhöfunda“ bregður fyrir, Kára Stefánssyni ( í líki Hrólfs Z Magn- ússonar). Miklir bálkar af fæðingar- ártölum og dánar- dægrum gegna ákveðnu taktísku hlutverki auk þess sem raunveru- legt viðtal úr gömlu dagblaði fær sinn sess. Það er ekkert athugavert við „efnið í vefnaðinn“ ef svo má segja, en útkoman er ekki hin fín- lega og konunglega refils-epík sem maður gerir ósjálfrátt ráð fyrir að leggja í þegar hinn mikli prentgripur er kominn í hendur manns, CoDex 1962. Sjónhverfingamaðurinn Sjón er vissulega sjónhverfinga- maður og hefur kynnt sagna- hlutann, Ég er sofandi hurð sem hina eiginlegu sögu Jósefs Löwe, leirdrengsins sem öðlast lífmagn í lokahluta Með titrandi tár. Í upp- hafi 8. kafla segir; „Við erum ekki mörg á þessari jörð sem getum lýst því hvernig tilfinning það var að koma í heiminn. Flestir eiga erfitt með að muna hvað þeir gerðu í gær, hvað þá fyrir viku, þremur mánuð- um eða þrettán árum. En frá þeirri stundu að ég vaknaði til lífs- ins á eldhúsborðinu í kjallaranum að Ing- ólfsstræti 10a og fram til þessa dags man ég allt sem fyrir mig hef- ur borið, hvert augna- blik vökunnar, hverja einustu hugsun, hvern einasta draum.“ (435) Þó að „Hurðin“ feli í sér sögu Jósefs, að því leyti að við þekkjum örlög hans á endanum, þá er lífsfrásaga hans enn á huldu, og aðeins ínáanleg á nokkrum snældum sem við fáum lítillega innsýn í og skreyta arinhillu Hrólfs erfðafræðings. Ekki að það sé eftirsjá í að söguhetjan verði aðeins að einum þræði eða þætti í verkinu heldur hverfa svo margir fleiri þættir úr heildarvefn- aðinum úr forgrunni og verða að stefjum og tónateppum í því pólý- fóníska verki sem Sjón ætlar aug- ljóslega að enda sitt Magnum Opus á. Nú ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig hefði mátt loka verkinu öðruvísi; Augu þín sáu mig og Með titrandi tár eru harla ólík verk og ekkert sjálfsagt um það hvaða þráð hefði mátt spinna til að snara þeim saman með ógleymanlegum hætti. „Augun“ hafa hingað til átt fleiri fylgismenn, en „Tárið“ var að mínu viti meistaraverk sem lét lítið yfir sér (undirtitluð sem glæpasaga, kápan í stíl reyfara frá sjötta áratugnum og stútfull af gamansemi og fantasíu). Pólýfónísk heterópía eða kakófónía með skýringum? Ljóðræna „Augnanna“ og gassa- gangur „Társins“ eiga sína spretti í „Hurðinni“, hin myrka Reykjavík hrollvekjunnar og siðferðisbrest- anna birtist ljóslifandi í þeim köfl- um sem ég hef mest gaman af; á meðan samtími sögunnar er á ein- hvern hátt ekki gegnsýrður þeim frjóva galdri sem sjónhverfinga- maðurinn Sjón lumar svo oft á, með óvæntum snúningum. Þeirri heterópísku mystík og víðlendum bjuggu „Augun“ og „Tárið“ yfir. Vís- indaskáldsagna-undirtitillinn sem hann velur „Hurðinni“ réttlætir vissulega nokkuð af þeim leikstíl sem höfundur velur framvindunni en að einhverju leyti má velta því fyrir sér hvers vegna „lokakafli“ kakófóníunnar fær yfirskriftina eftir máli. Þar útskýrir höfundur vissulega vegferðina; sýn sína á skáldskapinn og texta, sögu mannsandans og óumflýjanleg örlög – og er það vissu- lega lesning sem á erindi við alla unnendur bókmennta (og mætti vera skyldulesefni í menntaskólum landsins) – en kannski er þar einmitt farið fram úr því að „leyfa lesandan- um að túlka verkið“ líkt og við hefð- um þurft að gera ef um tónverk væri að ræða. Höfundurinn „má“ eigin- lega ekki koma sér svona að í endann með útskýringu í eftirmála – heldur hefði hann bara átt að vera rödd í verkinu sjálfu yfirskriftarlaust – þar sem smásagnarlegri lokamynd af örlögum mannkyns er að auki skeytt við, spámannlegri röddu. Þessir kaflar hefðu sómt sér betur í vefnaðinum sjálfum – hvar sem er annars staðar en í lokadráttunum – enda fela þeir í sér alltof freistandi tilboð um að þar sé lyklana að finna að verkinu. Ofurtölvan Andria (S) er vissulega gylliboð um túlkun; að hin manngerða vél sem innihaldi allan texta og alla hugsun mannsandans, skapi ógnarjafnvægi í samvinnu við hin saklausu dýr án aðkomu „hinnar illu mannskepnu“ sem verði til þess að líf á jörðinni deyr ekki út. Slík „dyggðahugsun“ (lat. Virtus) er vart samboðin jafn miklum andsiða- meistara og Sjón er, nema ef vera skyldi að hann sé orðinn jafn ofur- borgaralegur og tvíd-föt Tonís, „hús- negra guðfræðideildarinnar“ gefa í skyn. n Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Ég er sofandi hurð (Codex 1962) Höfundur: Sjón Útgefandi: JPV 563 bls. Margbrotinn lokakafli pólýfónískrar hljómkviðu „Ég er sofandi hurð er stórbrotin og djörf tilraun til að ljúka heildarverkinu með syn- fónískum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.