Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 11.–14. október 20168 Bækur Mál og menning hefur á undanförn­um árum gefið út klassísk meistara­verk, innbundin og myndskreytt. Þar má nefna Reisu­ bók Gúllívers eftir Jonathan Swift og Ummyndanir Ovidiusar, svo einhverjir titlar séu nefndir. Nú bætist við Fjársjóðseyja Roberts Louis Stevenson. Flestir þekkja söguna, sem margoft hefur verið kvikmynduð, og margir hafa lesið íslensku þýðinguna frá árinu 2001, sem var allnokkuð stytt. Nú kem­ ur sagan út í fullri lengd í sérlega góðri þýðingu Árna Óskarssonar sem einnig skrifar fróðlegan eftir­ mála við verkið. Í Fjársjóðseyjunni kynnumst við hinum knáa og unga Jim Hawkins sem fer í fjársjóðsleit og kemst í kynni við sjóræningja. Þetta er ævintýrasaga með öllu tilheyrandi. Þarna eru skrautlegir skálkar, talandi páfagaukur, falinn fjársjóður og beinagrindur. Það er ekki hægt að biðja um það betra! Sagan státar svo af eftirminnilegri hetju, ungum dreng, Jim Hawkins, sem er bæði ráðagóður og hug­ rakkur og ekki veitir af þeim eigin­ leikum í öllum þeim miklu hætt­ um sem hann lendir í. Þessi ungi drengur fangar hug lesandans sem gengur inn í hugarheim hans, eins og í magnaðri lýsingu á martröð­ um sem hann fær um hinn ein­ fætta sæfara sem hann hefur verið varaður við. Þegar sá mætir svo á sviðið er ekki laust við að fari um lesandann, eins og hina geðugu söguhetju. Andrúmsloft sögunnar er drungalegt og ógnir virðast ætíð bíða handan við hornið. Þarna verða viðbjóðsleg dráp og voðaverk eru unnin fyrir framan augun á drengnum. Það er erfitt að sjá fyrir sér barna bókarhöfund í nútímanum leggja upp í jafn svakalegan leiðangur og hér er gert. Stílgáfa höfund­ ar er aðdáunarverð, hann dregur upp sterkar og kröftugar myndir þannig að sögusviðið verður ljóslifandi fyrir lesandanum. Þetta er krassandi frásögn og þeim fullorðna lesanda sem breytist ekki í spennt barn við lesturinn er ekki viðbjargandi. Þessi ævintýralega saga er einfald­ lega dýrðleg skemmtun fyrir jafnt unga sem aldna. Þorparar sögunnar eru litríkir persónuleikar sem þrátt fyrir illmennsku ná að kalla fram vissa samúð hjá lesendum, kannski vegna þess að þeir eru stórskemmtilegir og sjálfir full­ komlega meðvitaðir um sína miklu og stóru bresti. Það fer notalegur hrollur um lesandann þegar fúl­ menni kyrjar: Á dauðs manns kistu … Ó-hó og romm- flaska ein! Aðal­ skúrkurinn er hinn einfætti langi­John Silver og ekki er hægt annað en að heillast af honum, það er ein­ faldlega ekkert hvers­ dagslegt við hann. Hið sama má segja um Ben Gunn sem hafði dúsað á fjársjóðs­ eyjunni í óratíma, hann er eftirminnileg tragi­kómísk týpa. Bókina prýða myndir eftir George Roux (1850– 1929), listilega vel gerðar og þjóna sögunni einkar vel. Það er ekki al­ veg hægt að taka undir með Lísu í Undralandi sem spurði hvaða gagn væri að myndalausum bókum, en þegar maður skoðar þessa þá veit maður samt hvað hún átti við. Þetta eru myndir sem fanga augað og ekki er annað hægt en að staldra við þær. Máli og menningu ber að þakka fyrir þá alúð sem lögð hefur verið í útgáfu þessarar bókar. Vonandi sér forlagið sér kleift að halda áfram að gefa út perlur heimsbókmennt­ anna í þessu sama formi, og þá algjörlegar óstyttar. n Tímalaus fjársjóður Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Fjársjóðseyjan Höfundur: Robert Louis Stevenson Þýðandi: Árni Óskarsson Útgefandi: Mál og menning 287 bls. „Þeim fullorðna lesanda sem breytist ekki í spennt barn við lesturinn er ekki viðbjargandi. Robert Louis Stevenson Hann var 31 árs gamall þegar hann skrifaði Fjársjóðseyjuna fyrir 12 ára stjúpson sinn. Á forsíðu sögunnar um hundinn sem enginn sá er Hafsteinn Haf­steinsson tilgreindur sem höfundur verks­ ins. Á baksíðu kemur aftur á móti fram að auki að skáldið Bjarki Karls­ son yrki vísurnar sem leiða okkur um hina myndrænu frásögn. Maður hef­ ur á tilfinningunni eftir smá lestur að um sögu og hugmynd sé að ræða sem unnin sé af myndahöfundinum en að Bjarki hafi verið fenginn til að yrkja hnyttið kvæði í stað uppruna­ legs texta. Höfundurinn er nýútskrifaður frá myndskreytingarskóla Willem de Koonig akademíunnar í Hollandi og má segja að myndasaga hans sé fagleg og virkilega skemmtileg á köflum. Aftur á móti þá þarf að leggja sig virkilega fram við að lesa texta Bjarka með tilþrifum til að skemmtun sé að. Erfið­ ast er að sætta sig við íslenskun hans á enska orðinu „pad“ (stundum þýtt sem bretti eða bara skjár) sem verður að bakka. Tilgangurinn er vissulega sá að margt rímar við bakka en þetta er kannski athugasemd sem á rætur í „fullorðinsviðhorfi“. Eldri börn sem eru farin að þekkja veruleika „ipadismans“ hrífast af hugmyndinni sem sagan rekur og finnst þetta fyndið og skemmtilegt ævintýri, en yngri börn hafa líka gaman af hinni skýru sjónrænu frásögn þótt þau fylgi ekki endi­ lega söguþræði kvæðis­ ins, enda verður það ansi snúið á köflum. Bjarki yrkir hratt og mikið og knúsar orðmyndir oft svo að þótt þær hljómi vel verða þær illskiljan­ legar. Verkið hefði væntanlega orðið brúklegra með hefðbundnari yrking­ um, þótt maður geti auðvitað ekkert sagt um það hvernig æska lands sem elst upp við rapp taki texta sem ætlað er að flæða og æða í kyngi og svingi. Ef svo má segja. Raunasaga hundsins sem engin sá er þegar öllu er á botninn hvolft mjög skemmtileg hugmynd og lumar á dálaglegum boðskap sem vert er að brýna fyrir börnum; áminning um að halda tengslum við raunveruleikann og njóta líðandi stundar. Því er full ástæða til að óska Hafsteini til ham­ ingju með sitt fyrsta verk. n Nútímaleg frumraun Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Enginn sá hundinn Höfundur: Hafsteinn Hafsteinsson Útgefandi: Mál og menning 40 bls. Svissneski rithöfundurinn Joël Dicker sló víða í gegn með bók sinni Sann­leikurinn um mál Harry Quebert. Aðalpersónan í þriðju skáldsögu hans, Bókin um Baltimore­fjölskylduna, er sú sama og í metsölubókinni, rithöfund­ urinn Marcus Goldman sem rifjar hér upp samskipti sín við frænd­ fólk sitt í Baltimore sem gekk allt í haginn og virtist lifa hinu full­ komna lífi. Lesandinn veit allt frá byrjun að harmleikur hefur átt sér stað, enda er óspart vísað til hans, leyndardómur­ inn er hins vegar sá hvað gerðist. Þar liggur spenna sögunnar og hún vex eftir því sem lesandinn tengist persónum verksins sterk­ ari böndum og þar eru Hill og Woody fyrirferðar­ mestir en þeir tengjast sem drengir svo sterkum böndum að ekkert virðist geta rof­ ið þau. Bestu hlutar verksins snúa að lýsingum á þessum sérstöku drengjum, ofbeldinu sem Hill verður að þola frá skólafélögum og ein­ manakennd hins for­ eldralausa Woodys sem gerist verndari Hills og hluti af fjölskyldu hans. Þegar líða fer á sögu dvínar spennan og við tekur löng og fremur klisjukennd ástarsaga. Um leið verður sagan hversdagsleg og of dauf. Þar sem sagan spannar nokkur ár eldast Hill og Woody og því miður verða þeir ekki jafn eftirtektar verðir persónuleikar og þeir voru sem börn og unglingar. Verkið dalar og verður að meló­ drama sem á köflum er ansi ótrú­ verðugt. Þetta er synd því höfund­ ur byrjaði afar vel. Bókin er rúmar 500 síður og allt of löng. Niðurstaðan er miðlungs afþreying. Höfundur Sannleikans um Harry Quebert á að geta gert miklu betur en hann gerir hér. n Sagan af Hill og Woody Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Bókin um Baltimore- fjölskylduna Höfundur: Joël Dicker Þýðandi: Friðrik Rafnsson Útgefandi: Bjartur 537 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.