Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 11.–14. nóvember 201632 Menning E ftirtektarverðasta bókar- kápa jólabókaflóðsins hing- að til er sú sem hylur nýjustu spennusögu Stefáns Mána, Svartigaldur, en það er fjórða bókin um lögreglumanninn tröll- vaxna Hörð Grímsson sem nú þarf að rannsaka dulmagnað morð á al- þingismanni. Kápuhönnunin minnir meira á hefðbundna Biblíu en spennu- sögu. Þetta er naumhyggjuleg, svört, leður bundin bók með gylltum stöf- um og krossi framan á og bandi til að merkja hvert maður er kominn í lestrinum. Reyndar mun mörgum finnast hún ólíkt óhugnanlegri en „hin helga bók“ enda eru hliðarnar rauðlitaðar og gyllti krossinn öfugur. Á lúmskan hátt er snúið upp á tákn- myndir hins algóða til að kalla fram algjöra andstæðu þess. Hönnuður kápunnar er Sigrún Gylfadóttir, hönnunarstjóri og annar eigandi Kontor Reykjavík, nýrrar auglýsingastofu sem var stofnuð fyrir tveimur árum af Sigrúnu og manni hennar Alex Jónssyni, en áður voru þau hluthafar á einni af stærri auglýsingastofu landsins. Kontor Reykjavík hefur strax fest sig í sessi og hlaut tvo lúðra á íslensku aug- lýsingaverðlaununum í ár, meðal annars fyrir prentauglýsingu fyrir lyfja fyrirtækið Alvogen. Nú hefur bókaútgáfan Sögur feng- ið Kontor til að sjá um kápuhönnun fyrir sig og af bókum jólaflóðsins hefur stofan meðal annars hannað endurminningabók Bjartmars Guð- laugssonar Þannig týnist tíminn, Ljósin á Dettifossi eftir Davíð Loga Sigurðsson, Vögguvísur Jóns Ólafs- sonar, Fjötra Söndru B. Classen, Fánýtan fróðleik, og svo auðvitað Svarta- galdur eftir Stefán Mána. Óhugur og ónotatilfinning „Ég hef í raun ekki gert mikið af bókar- kápum í gegnum tíð- ina, en aðallega verið í herferðum og hug- myndavinnu. Kannski varð þessi kápa svona einmitt vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að vinna með konsept og hug- mynd,“ segir Sigrún. „Þegar ég byrjaði að lesa bókina fyllt- ist ég óhug og mikilli ónotatilfinningu. Þá hugsaði ég strax að það gæti verið áhuga- vert að nota trúna og það góða til að sýna andstæðuna. Mig langaði að fólk fylltist strax óhug við að sjá bókarkápuna og kalla þannig fram sömu til- finningu og ég fékk við að lesa bókina,“ segir hún. Sigrún segir að hún hafi lagst í nokkrar rannsóknir á útliti Biblía og minni kápan meira á klassíska Biblíu en nútímalega. „Biblían er reyndar yfirleitt með gylltum kanti frekar en rauðum. Við ákváðum hins vegar að fara þessa leið, enda rauður tákn blóðs og hryllings.“ Ekki þessi týpíska spennubókarkápa „Þetta er allt svolítið óvenjulegt fyrir þessa gerð skáldsögu, að nota gyll- ingu, leður, lit á kantinn og band inn í hana. Þótt þær séu oft flottar langaði mig ekki að vinna með ein- hverja týpíska hauskúpu-spennu- bókarkápu, heldur vinna með góða hugmynd og gera eitthvað sem hefði áhrif, kápu sem myndi kveikja sterkar tilfinningar,“ útskýrir Sigrún. Höfundurinn virðist sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Þessi kápa segir allt sem segja þarf. Svartigaldur er Biblía unnenda spennubóka,“ segir hann í samtali við DV. „Það var mjög gaman og mikill heiður að vinna með Stefáni Mána og hann var mjög til í þetta. Sögur Bókaútgáfa stökk líka strax á þetta og var til í að fara alla leið, meira að segja að sleppa strikamerkinu á káp- unni til að skemma ekki útlitið – það verður bara á plastinu,“ segir Sigrún. „Það var hins vegar svolítið erfitt að finna einhvern sem gat prent- að hliðina rauða, á endanum þurfti að gera það erlendis, í prentsmiðju í Lettlandi.“ n Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði Ískyggileg kápa Kápan hentar óhugnanlegu innihaldi Svartagaldurs vel. „Mig langaði að fólk fylltist strax óhug við að sjá bókarkápuna og kalla þannig fram sömu til­ finningu og ég fékk við að lesa bókina. Bókarkápa sem vekur óhug Sigrún Gylfadóttir hannaði útlit Svartagaldurs Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Hönnuðir Sigrún Gylfadóttir og félagar á kontórnum, en þau sjá um hönnun Svartagaldurs eftir Stefán Mána og fleiri bóka frá Sögum útgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.