Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 11.–14. nóvember 20162 Bestu pítsur bæjarins - Kynningarblað
F
latbökurnar á XO njóta gríðar-
legra vinsælda enda hrikalega
góðar og hollar í ofanálag sem
gerir upplifunina ein staka,
bæði fyrir bragðlaukana og
líkamann. Súrdeigsbotnarnir í flat-
bökunum eru sérþróaðir úr heil-
kornum enda er hvorki hvítt hveiti
né hvítur sykur notaður í mat sem
XO framreiðir. Flatbökusósan er
einnig sérþróuð af XO.
„Það er í tísku að borða hollan mat
og Íslendingar eru framarlega hvað
varðar heilsu og hollustu. Viðskipta-
vinir XO vita að hverju þeir ganga og
við munum aldrei draga úr gæðum, XO
mun ávallt bjóða upp á fyrsta flokks mat
úr hágæða hráefni. Án viðskiptavin-
anna væri XO ekki til og þeir skipta okk-
ur öllu máli,“ segir Gunnar Örn Jónsson,
einn eigenda XO veitingastaðar.
„Vinsælustu flatbökurnar á XO
eru Kjúklingaflatbaka Italiano og
Humar flatbaka en margir af okkar
frábæru viðskiptavinum hafa haft
á orði að þessar flatbökur séu þær
bestu og jafnvel langbestu flatbökur
sem þeir hafi smakkað og hafa þeir
margir hverjir ferðast víða,“ segir
Gunnar enn fremur.
Kjúklingaflatbaka Italiano inni-
heldur kjúkling, parmaskinku,
mozzarella, kryddolíu, flatbökusósu
og ost og er þetta hættulega góð
blanda að mati blaðamanns.
Humar flatbakan er líklega ein
besta humarflatbaka landsins en
á henni eru hvítlaukskryddaðir
humarhalar, sveppir, klettasalat, hvít-
laukskrem, flatbökusósa og ostur.
Grænmetisflatbakan hef-
ur einnig notið mikilla vinsælda
en grænmetisætum hefur fjölgað
mikið undanfarin ár.
Hollur skyndibiti í fusion-stíl
XO er hollustuskyndibitastaður
sem framreiðir mat í fusion-stíl þar
sem asísk og evrópsk matreiðsla
renna saman. Maturinn er eldað-
ur frá grunni og XO kappkostar að
gera bragðið einstakt. XO styðst ein-
göngu við topphráefni og er hvorki
hvítur sykur né hvítt hveiti notað við
matreiðsluna.
Hugmyndin að XO var í mótun
í yfir 10 ár en það var ekki fyrr en
snemma á síðasta ári sem hún fór
að taka á sig mynd. Eigendur XO
hafa mikla ástríðu fyrir hollum mat
en þeir segja það miður skemmti-
lega staðreynd að óhollur skyndi-
biti sé mjög algengur í mataræði
fólks. Þeir vildu því bjóða fólki upp
á hollan og góðan valkost á sann-
gjörnu verði.
Einkunnarorð XO eru Fun, Fast,
Fusion sem lýsir staðnum og hug-
myndafræðinni að baki staðnum
vel. XO er í senn skyndibitastað-
ur og veitingastaður. Fólk á jafnt að
geta stokkið inn til þess að taka með
sér rétti af matseðli eða sest niður í
rólegheitunum og notið veitinganna
í skemmtilegu og frísklegu um-
hverfi. „Við seljum yfir 60 prósent í
„take away“ og því ljóst að tíminn er
af skornum skammti á Íslandi í dag,“
segir Gunnar léttur í bragði.
XO hefur áunnið sér gott orð-
spor og á í dag mörg hundruð
fastakúnna, jafnt einstaklinga sem
fyrirtæki, en sá hópur stækkar ört.
Erlendir ferðamenn hafa í síauknum
mæli komið við á XO enda fær stað-
urinn lofsamlega dóma frá sínum
viðskiptavinum, m.a. á Tripadvisor
og Facebook.
„Húsnæðið er orðið of lítið fyrir
okkur og við eigum í viðræðum
við fasteignafélög varðandi stað-
setningu fyrir annan XO veitinga-
stað. Þar er ýmislegt að gerast,“ seg-
ir Gunnar að lokum. XO er til húsa
á Hringbraut 119, við JL húsið og
Grandagarðinn. n
Íslendingar vilja
hollan skyndibita
XO: Gómsætar og hollar flatbökur
„There are very
unique items to
order on the menu. I highly
recommend the lobster
pizza, it was incredible!
– Tripadvisor, október 2016.