Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 11.–14. nóvember 20166 Fréttir A lgjört hrun hefur orðið á fjölda þeirra nýrna sem ís- lenskir nýrnasjúklingar hafa fengið til ígræðslu á árinu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir. Átta nýrna- ígræðslur voru framkvæmdar í fyrra í tengslum við verkefnið en aðeins ein það sem af er þessu ári. Það var nú í byrjun mánaðarins sem sjúklingur fór út til Svíþjóðar. Sjúklingar sem bíða eftir ígræðslu eru uggandi og aðstandendur verk- efnisins hér á landi eru áhyggjufullir yfir þróuninni. Boðað hefur verið til fundar með fulltrúum Sahlgrenska- háskólasjúkrahússins í Gautaborg síðar í þessum mánuði þar sem skýr- inga á þessu verður leitað. Tólf Ís- lendingar eru nú formlega á biðlista eftir nýrnaígræðslu. Úr átta niður í einn „Við viljum fá skýringar,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteym- is Landspítalans, um fundinn. Runólfur segir að nýrnaígræðslur hafi gengið mjög vel undanfarin ár og Íslendingar séu með mjög hátt hlut- fall nýrnabilaðra sem hafa ígrætt nýra. Það sé fyrst og fremst því að þakka að við séum með mikið af lifandi gjöfum. En ígræðslur fyrir þá sem ekki hafa völ á lifandi gjafa fara fram erlendis. Um er að ræða samstarf milli Norðurland- anna undir merkjum ígræðslustofn- unarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líffærabanka. Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska- háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð sem er samstarfssjúkrahús verkefnisins. Þannig hefur það verið frá árinu 2010, en í ár hefur myndast einhver flöskuháls varðandi nýru. „Það voru átta tilfelli í fyrra og fimm til sex á ári að meðaltali árin þar á undan síðan þetta færðist til Gauta- borgar frá Kaupmannahöfn. En í ár fór sá fyrsti út núna í þessum mánuði. Það er mjög sláandi samanborið við fjölda síðustu ára,“ segir Runólfur. „Byggt á því þá fer að myndast órói meðal þeirra sem bíða. Aðgengið hef- ur verið gott en það breyttist núna.“ Hann segir þó að þetta eigi ekki við um önnur líffæri, en eftirspurnin eftir nýrum er langmest. Höfum gefið mikið í samstarfið „Þetta er sérstök staða, ekki síst í ljósi þess að við höfum verið að gefa mik- ið af líffærum síðastliðin tvö ár í þetta samstarf.“ Runólfur bendir á að í sumum til- vikum geti líffæri sem komi héðan til dæmis hentað best sjúklingum í Danmörku eða Finnlandi og fara til Sahlgrenska, þar sem ígræðslurnar eru gerðar í langflestum tilvikum. „Það hefur verið mikill vilji til að gefa líffæri meðal fólks hér sem hefur verið í þeirri aðstöðu. Þess vegna finnst fólki sláandi þegar ígræðslu- tíðnin dettur svona niður,“ segir Runólfur. Hann bendir á að fyrir liggi samstarfssamningur vegna verkefnis- ins en þar sé ekki kveðið nákvæmlega á um fjölda líffæra sem Íslendingar eigi að fá úthlutað á ári hverju. „En það er búið að boða til fundar með þeim. Samningsaðilinn hér er Sjúkratryggingar Íslands og það verður fundur með fulltrúum Sahlgrenska í lok þessa mánaðar þar sem farið verður yfir þetta mál.“ Vilja svör Sem stendur hafa menn því engar skýringar fengið á þessari niðursveiflu. „Í sumum tilfellum geta verið skýr- ingar. Það er þannig með nýru að sum- ir einstaklingar geta staðið höllum fæti því þeir eru með mótefni í blóði sem beinist gegn þeim líffærum sem völ er á. Þá fá þeir ekki þennan valkost og bíða lengur. Við viljum fara vel yfir málið og fá skýringar á því hvað hef- ur gert það að verkum að þetta hefur dottið svona niður. Við erum búin að senda þeim erindi út af því og það tek- ur þá tíma að fara yfir þessi mál síð- ustu mánuði til að geta gefið viðhlít- andi svör og það er stefnt að því síðar í mánuðinum. Það eru enn tæpir tveir mánuðir eftir af árinu en okkur fannst rétt að leita eftir því að fara yfir stöðu mála eins og mikilvægt er í samstarfi þjóða um svona mikilvægt mál. Verk- efnið hefur gengið vel síðan við flutt- um okkur til Gautaborgar árið 2010, en svo kemur þetta skeið núna sem við erum ekki alveg ánægð með. Við telj- um að það þurfi að skoða hverju sætir.“ Tólf á biðlista Eins og sakir standa eru tólf nýrna- sjúklingar nú á formlegum biðlista eftir nýrnaígræðslu á Íslandi en nokkrir til viðbótar á undirbúnings- stigi sem felur í sér viðamiklar undir- búningsrannsóknir. „Það er misskilningur margra að halda að nú þegar þeir séu komnir með nýrnabilun þurfi bara eitt sím- tal til Svíþjóðar og þeir séu komnir á lista. Það er ekki svo. Það er þung meðferð og undirbúningsrannsóknir sem tengjast ígræðslum.“ n Vissir þú þetta um líffæraígræðslu? n Líffæri sem Íslendingar gefa fara í líffærabanka Scandiatransplant en ígræðsla þeirra fer oftast fram Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. n Árangur af líffæraígræðslum er orðinn afar góður. n Stærsta vandamálið er enn skortur á líffærum til ígræðslu. n Nýru eru þau líffæri sem oftast eru grædd í Íslendinga, eins og aðra. n Hlutfall lifandi gjafa sem gefa nýra er mjög hátt hér á landi og undanfarna tvo áratugi hafa þeir verið um 70% af öllum nýragjöfum. n Önnur líffæri en nýru koma nær eingöngu frá látnum líffæragjöfum. n Frá einum látnum gjafa hafa komið líffæri sem hjálpað hafa sex einstaklingum. Einn látinn einstaklingur getur mögulega gefið SJÖ einstaklingum nýtt og betra líf. n Andlát vegna heiladauða er forsenda þess að unnt sé að nýta líffæri látinna einstak- linga til ígræðslu. n Læknar koma frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu og framkvæma brottnám og fara með líffærin til Gautaborgar. n 80% einstaklinga segjast myndu samþykkja að líffæri þeirra yrðu notuð til ígræðslu ef sú staða kæmi upp, samkvæmt könnunum. n Fæstir hafa fyrir því að skrá þann vilja sinn og ræða hann við nána ættingja. Það leiðir til þess að aðstandendur eru spurðir og þeim finnst erfitt að taka slíka ákvörðun. n Allt að 40% aðstandenda látins ættingja hafna brottnámi líffæra til ígræðslu hér á landi, sem er svipað hlutfall og þekkist annars staðar. n Víða er kveðið á um ætlað samþykki sem merkir að gengið er út frá því að einstak- lingur sem lætur lífið vilji að líffæri hans séu notuð til ígræðslu nema hann hafi áður gefið skriflega yfirlýsingu um annað. n Hér á landi er hins vegar gengið út frá ætlaðri neitun. Ítrekað hafa framlögð frum- vörp að lögum um ætlað samþykki dagað uppi á Alþingi. Sífellt fleiri lönd hafa breytt lögum sínum og gera nú ráð fyrir ætluðu samþykki. n Þú getur skráð þig sem líffæragjafa á vefsíðu Landlæknis: www.donor.landlaeknir.is Heimild: Félag nýrnasjÚkra, www.nyra.is sigurður mikael jónsson mikael@dv.is „ Í ár fór sá fyrsti út núna í þessum mánuði. Það er mjög sláandi samanborið við fjölda síðustu ára. Einn fEngið nýrA þAð sEm Af Er ári n Íslendingum gengur illa að fá ígræðslu í gegnum norrænt samstarf Vill svör Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga og umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans, segir fækkunina sláandi og vill fá svör. Óútskýrð fækkun Í fyrra gengust átta Íslendingar undir nýrna- ígræðslu á Sahlgrenska-há- skólasjúkrahúsinu í Gautaborg og nutu þar góðs af hinu norræna samstarfi. Það sem af er ári hefur aðeins einn farið til Svíþjóðar í þeim erindagjörðum. mynd 123rF.com Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.