Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 11.–14. nóvember 201622 Fólk Viðtal Tók mikið á andlegu hliðina Í upphafi vinnunnar við sýninguna tóku þau nokkrar vikur í að lesa öll viðtölin en þau voru með yfir 200 klukkustundir af efni. Guðrún segir að það hafi tekið mikið á þau and- lega að lesa allar þessar ofbeldissögur með það að markmiði að fiska út það sem átti að vera með í sýningunni. „Maður áttar sig samt ekki á því fyrr en eftir á. Það er svo auðvelt að verða samdauna efninu. Á einum tímapunkti vorum við öll orðin and- lega uppgefin. Charlotte, leikstjórinn okkar, sá þó hvað var í gangi og greip í taumana. Hún hélt svo vel utan um okkur og það er henni að þakka hvað við erum samheldinn og flottur hóp- ur.“ Guðrún segir að langflestir sem sögðu meðlimum RaTaTam sögu sína hafi verið að segja sögu sína í fyrsta skipti. „Það sýnir kannski hversu al- gengt heimilisofbeldi er,“ segir Guð- rún og bætir við að það hafi verið mjög sláandi að þrátt fyrir að sögurn- ar væru margar hverjar ólíkar væru þær í grunninn allar eins, ofbeldi er alltaf ofbeldi. „Það er ógnvekjandi að sjá mynstrið. Hvernig samböndin byrja og hvernig gerandinn nær smátt og smátt að brjóta þolandann niður.“ Konur ekkert minni gerendur Líkt og áður segir byggir leikverkið á sönnum frásögnum Íslendinga. Þar kemur til dæmis í ljós í rannsóknum sem hópurinn lagðist yfir að kynin beita ofbeldi jafnt og að karlmenn eigi mun erfiðara en konur með að viður- kenna ofbeldið. „Það er oft hugsunarháttur karl- manna að þeir láti ekki konu berja sig. Og ef hún gerir það þá ertu ekki mað- ur með mönnum ef þú viðurkennir það. Því er það látið liggja í þagnar- gildi.“ Guðrún bendir með þessu á að konur séu ekkert minni gerendur en karlmenn þegar kemur að heimilis- ofbeldi, þó svo að birtingarmyndin sé oft önnur. „Það er sárt að horfa upp á kynsystur mínar beita ofbeldi þannig að barnsfeður þeirra fái ekki að um- gangast börnin sín.“ Þó svo að leikverkið sé með alvar- legan undirtón er einnig að finna mikinn húmor í sýningunni. Guðrún segir það bráðnauðsynlegt að geta hlegið að erfiðri lífsreynslu eftir á. Eða að minnsta kosti að einhverjum hluta hennar. Þakklát fyrir lífsreynsluna Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Guðrún þakklát fyrir lífsreynsluna sem hefur kennt henni að sjá lífið frá allt öðru sjónarhorni. Hún hefur í dag mun meiri trú á sjálfri sér og því sem hún tekur sér fyrir hendur en áður en hún kynntist ofbeldismanninum. Reynsluna tekur hún, til dæmis, með sér á svið í Tjarnarbíói og miðl- ar henni áfram með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi fyrir fullt og allt. „Ofbeldi er gríðarlegt mein í ís- lensku samfélagi en ég hef fulla trú á að við getum í sameiningu gert betur. Bæði sem einstaklingar og sem sam- félag.“ n PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler 2/1 Tveir fyrir einn MARGSKIPT SJÓNGLER Tilboð: tveir fyrir einn www.plusminus.is „Það er erfitt fyrir gerendur að horf- ast í augu við sjálfa sig og viðurkenna að þeir beiti ofbeldi. Heimilisofbeldi Best varðveitta leyndarmál fjölskyldunnar Ofbeldi á heimilum í einhverri mynd er tiltölulega algengt fyrirbæri, því miður. Ofbeldið getur tekið á sig margvíslegar myndir bæði andlegar og lík- amlegar, og er ekki einskorðað við ákveðna þjóðfélagshópa eða stéttir. Þeir sem búa við ofbeldi af einhverju tagi reyna oftast að fela það út á við. Ofbeldið verður þannig gjarnan best varðveitta leyndarmál fjölskyldunnar. Það er því erfitt að meta umfang þess nákvæmlega eða hversu margir einstaklingar, börn og fullorðnir, búa við ofbeldi. Einu marktæku ábendingarnar um fjölda fórnarlamba heimilisofbeldis eru þær sem fást frá samtökum er reyna að aðstoða þau sem fyrir ofbeldinu verða. Þó er þar aðeins um toppinn á ísjakanum að ræða því allt of margir láta ofbeldið yfir sig ganga án þess að leita sér hjálpar og geta margar ástæður l egið þar að baki. Gjarnan tengist ofbeldi innan fjölskyldunnar áfengismisnotkun eða mis- notkun á vímuefnum af einhverju tagi. Það þarf þó alls ekki að fara saman þótt oft valdi langvarandi misnotkun áfengis og vímuefna ofbeldishneigð. Margir nota vímuna sem afsökun fyrir ofbeldishneigð sinni, en sú afsökun er í raun marklaus. Víman kallar aðeins fram ofbeldistilhneigingar sem búa undir niðri. Ofbeldi í hjónabandi eða sambúð fylgir oft ákveðnu ferli. Áður en ofbeldið brýst fram á sér stað eins konar spennuhleðsla. Parið veit að brátt verður grip- ið til ofbeldisins, hver svo sem ástæðan er. Konan, sem oftast er fórnarlambið ásamt börnunum, gerir allt sem hún getur til þess að blíðka manninn og koma í veg fyrir árás á sig eða börnin. Maðurinn svarar með auknum yfirgangi sem endar með ofbeldi. Eftir að ofbeldið hefur átt sér stað segist maðurinn sjá eftir öllu saman og gerir allt sem hann getur til þess að sannfæra konuna um að þetta muni aldrei gerast aftur. Konan reynir þá gjarnan að gleyma því sem gerðist en eftir ákveðinn tíma endurtekur allt þetta ferli sig. Ef áfengis- og vímuefnanotkun eru með í spilinu hjá öðrum eða báðum aðilunum, fórnarlambinu og ofsækj- andanum, er afneitun gjarnan fylgifiskur ofbeldisins. Eitt af því sem einkennir þann sem beitir ofbeldi innan veggja heimilis- ins er, að hann kemur fram sem tvær gersamlega óskyldar mannverur. Á það við bæði um karla og konur, þótt oftast séu það karlar sem beita ofbeldi eins og fyrr segir. Utan veggja heimilisins kemur sá er fyrir ofbeldinu stendur fram eins og hinn fullkomni heimilisfaðir en um leið og heim er komið vill hann öllu ráða og kúgar heimilisfólkið. Allir verða að lúta vilja hans. Með öðrum, t.d. á vinnustað, er hann gjarnan elskulegur og viðfelldinn en innst inni þráir hann vald í einhverri óljósri mynd. Sá er beitir ofbeldi á heimili sínu þjáist gjarnan af einhvers konar minnimáttarkennd sem aftur verður kveikja ofbeldisins t.d. þegar áfengi er haft um hönd. Fórnarlambinu er þá kennt um allt í lífinu sem ekki hefur gengið eins og ofbeldismaðurinn vildi, jafnvel það að hann skuli beita ofbeldi. Reynslan sýnir því miður að litlar líkur eru á því að sá sem beitir maka sinn og börn ofbeldi bæti ráð sitt eða taki upp nýja lifnaðarhætti. Þvert á móti eru meiri líkur á því að ofbeldið aukist með tímanum. Ofbeldismaðurinn leitar sér líka ógjarnan hjálpar að fyrra bragði. Öll þau sem búa við slíkt ofbeldi innan heimilisins í einni eða annarri mynd ættu því að leita sér aðstoðar til að losna úr sambandinu. Mörg samtök bjóða upp á hjálp þegar í slíkt óefni er komið. Og þótt erfitt geti verið að horf- ast í augu við sjálfan sig og viðurkenna að sambúðin sé komin í óefni, þá er sú viðurkenning gjarnan fyrsta skrefið burt úr aðstæðum sem til lengdar brjóta einstaklinginn niður. Heimild: Doktor.is Ofbeldið er oft best varðveitta leyndarmál fjölskyldunnar Ger- andinn kúgar heimilisfólkið. Mynd ShuTTerSTOcK Leiksýningin hefur fengið góðar mót- tökur Guðrún segir konur ekkert minni gerendur. Mynd Tjarnarbíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.