Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Fréttir 11 Fjármögnun hefur dregist Vantar enn raforku frá Landsvirkjun Hlutafjáröflunin, sem lauk í september í fyrra, var eins og áður segir fyrri hluti fjármögnunar 121 þúsund fermetra kísilvers sem á að fram- leiða sólarkísil fyrir sólarhlöð og fullklárað að kosta um 900 milljónir Bandaríkjadala eða 100 milljarða króna. Áætlað var að seinni hluta hennar lyki um mitt þetta ár með lánsfjár- mögnun Þróunarbanka Þýskalands KfW og annarri umferð hlutafjársöfnunar. Fjármögnunin hefur hins vegar dregist og í apríl sömdu forsvarsmenn Silicor Materials við Faxaflóahafnir, sem eiga lóðina sem bandaríska fyrirtækið vill byggja á á Grundartanga, um að seinka gildistöku samninga um lóð og hafnar- aðstöðu og þar af leiðandi verklegum framkvæmdum lóðareigandans á svæðinu. Áttu þeir að taka gildi 1. apríl en nú er miðað við 15. desember næstkomandi. DV greindi frá því að Silicor hefði einnig átt í viðræðum um seinkun á fyrstu greiðslu lóðargjalda, sem er á gjalddaga í janúar 2017, en að fyrirtækið hefði fallið frá þeirri hugmynd. „Við bíðum enn. Fjármögnunin er ekki klár en dagsetningin í samningunum stendur. Ég á von á að heyra í þeim áður en nóvember er úti,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við DV. Aðspurður hvort fyrirtækinu hafi tekist að tryggja verksmiðjunni raforku svarar Gísli að hann viti ekki til þess að samningar við Lands- virkjun séu í höfn. Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að viðræður við Landsvirkjun um þau 20 til 25 megavött (MW) sem fyrirtækið vantar gengju illa. Silicor hefur samið við Orku náttúrunnar um 40 MW. Ekki náðist í Davíð Stefánsson við vinnslu fréttarinnar. hluthafa tryggingafyrirtækisins, og er í hópi stærstu eigenda Kviku fjár­ festingarbanka. Eignir félagsins voru í árslok 2015 metnar á 7,5 milljarða króna. Finnur og Steinunn hafa ver­ ið áberandi í íslensku viðskipta­ lífi síðustu ár en Finnur gegndi um tíma framkvæmdastjórastöðum hjá Íslandsbanka og síðar Glitni. DV greindi nýverið frá því að Finnur hefði tekið þátt í fjármögnun lúxus­ hótelsins Marriott Edition við Hörpu. Hluthafi í kísilveri Thorsil Kaskur ehf. á 0,46 prósenta hlut í Sili­ cor Materials. Félagið er í eigu Inga Guðjónssonar, eins stofnenda og fyrr­ verandi forstjóra Lyfju og fyrrverandi meðeiganda og viðskiptafélaga Jóns Árna í Invent Farma. Árin eftir hrun var hann, líkt og Sigurður Sigurgeirs­ son, ítrekað á lista Ríkisskattstjóra yfir þá sem greiddu hæstan skatt á Ís­ landi. Þá er hann hluthafi í Skeljungi og hefur komið að ýmsum fasteigna­ verkefnum í Reykjavík og vill, eins og DV fjallaði um í ágúst síðastliðnum, byggja 75 námsmannaíbúðir á lóð Tækniskólans í Hafnarfirði. Eigendur Málningar hf. halda einnig á 0,46 prósenta hlut í kísil­ verinu í gegnum félag sitt Líru ehf. Hópurinn samanstendur af Baldvin Valdimarssyni, framkvæmdastjóra málningarframleiðandans, Valdi­ mari Bergstað, stjórnarformanni hans, og tveimur öðrum stjórnar­ mönnum; Halldóru Baldvinsdóttur og Hirti Bergstað. Einkahlutafélagið Miranda, sem er í eigu tónlistarkennarans og fjár­ festisins Berglindar Bjarkar Jóns­ dóttur á síðan 0,31 prósent. Berg­ lind og eiginmaður hennar, Sigurður Örn Eiríksson, tannlæknir í Hafnar­ firði, voru í sjöunda sæti auðmanna­ lista Viðskiptablaðsins árið 2012. Samkvæmt honum námu þá hrein­ ar eignir þeirra tæpum fjórum millj­ örðum króna. Berglind er dóttir Jóns Guðmundssonar heitins, útgerðar­ manns í Hafnarfirði, og er fjölskylda hennar kennd við útgerðina Sjóla­ skip. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur samkvæmt frétt Fréttatímans í síðustu viku kært viðskipti eigenda fjölskyldufyrirtækisins á Tortola til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom ekki fram gegn hverjum kæran beinist en Berglind var hluthafi í út­ gerð fjölskyldunnar í Afríku þegar hún var seld Samherja árið 2007. Miranda á einnig tæpt eitt prósent í félaginu Northsil ehf. sem á 61 prósents hlut í kísilverkefni Thorsil í Helguvík. Taka ber fram að Miranda á einnig helmingshlut í Guðbergi ehf. sem aftur á 7,1 prósent í DV ehf. n Lóðin á Grundartanga Sjúklingar nýti orlofsíbúðir Starfsgreinasambandið segir það ótækt S téttarfélögin standa við bakið á sínum félagsmönnum en það er algerlega ófært að treyst sé á að stéttarfélögin bæti fyrir versnandi heilbrigðisþjónustu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta segir í ályktun sem Starfs­ greinasamband Íslands sendi frá sér á fimmtudag. Þar segir að stéttar­ félögum um allt land hafi borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofs íbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur eða foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. „Stéttarfélög hafa byggt upp orlofs íbúðir af miklum metnaði síð­ ustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið. Eftir því sem heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hrakar og fólk þarf í auknum mæli að leita sér lækninga til höfuð­ borgarsvæðisins hafa þessar íbúðir verið nýttar fyrir veikt fólk og þungað­ ar konur,“ segir í ályktuninni. Sem fyrr segir er það ófært að mati Starfsgreinasambandsins að treyst sé á að stéttarfélögin geti hlaupið undir bagga. „Það kemur til viðbótar því vinnutapi sem sífellt lengri vegalengdir og fjarvistir vegna læknisaðstoðar kalla á. Hið opinbera á að sinna skyldum við fólk alls stað­ ar af landinu og ekki treysta á sjóði sem félagsmenn stéttarfélaga hafa byggt upp í áratugi. Það er skýr krafa aðildarfélaga Starfsgreinasambands­ ins að hið opinbera tryggi jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgar­ svæðis og sinni skyldum sínum gagn­ vart veiku fólki og þunguðum konum sem ekki geta lengur sótt þjónustu í heimabyggð.“ n einar@dv.is Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Fæst í öllum helstu apótekum. Þurr augu? Augnheilbrigði Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Nýtt Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við nátt- úrulegu efnin trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar, og hýalúronsýru, sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. án rotvarnarefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.