Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 37
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Fólk Viðtal 21 V ið lítum heimilisofbeldi í dag sömu augum og við lit­ um alkóhólisma fyrir 60 árum.“ Þetta segir leikkonan Guðrún Bjarnadóttir sem hefur hrottalega reynslu af heimilis­ ofbeldi. Guðrún sem opinberaði sögu sína árið 2014 hefur um langa hríð unnið mikla sjálfsvinnu. Í dag hefur hún þó alfarið sagt skilið við fyrra líf og lítur framtíðina björtum augum. Nýverið frumsýndi Guðrún, ásamt leikhópnum RaTaTam, leikverkið SUSS! sem byggir á reynslusögum gerenda, þolenda og aðstandenda þeirra af ofbeldi sem er alla jafna falið innan veggja heimilisins. Þetta er svo lúmskt Í október 2014 birtist á vef Kvenna­ blaðsins grein Guðrúnar sem bar yfir­ skriftina Minningar um ofbeldissam­ band. Þar fer hún ítarlega í saumana á sínu „fyrra lífi“. Lífinu með ofbeldis­ manninum sem rændi hana sjálfs­ traustinu, beitti hana grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi og hótaði henni lífláti. Í greininni lýsir Guðrún því, meðal annars, hvernig hún og ofbeldismað­ urinn kynntust. „Ég hitti hann á einu af ölkelduhúsum bæjarins og heillað­ ist af því hversu öruggur hann virtist í eigin skinni og ákveðinn á sínu. Hann leit út fyrir að vera með það á hreinu hvað hann vildi og það heillaði óöruggu stelpuna í mér. Hann breytti oft gráti í hlátur og við náðum djúpri og einstakri tengingu.“ Guðrún, sem er 35 ára, segir að lýsingin hér að ofan sé dæmigerð fyrir byrjun á ofbeldissambandi rétt eins og heilbrigðu ástarsambandi þar sem gagnkvæm virðing ræður ríkjum. „Þetta er svo lúmskt. Þú kýlir ekki manneskju á fyrsta „deiti“ og hún heldur áfram að vera með þér. Heimilis ofbeldi lýsir sér allt öðruvísi. Byrjar með smá niðurbroti og svo vindur það upp á sig.“ Ofbeldismenn haldnir hugsanaskekkju Að mati Guðrúnar er ofbeldi hrotta­ legt samfélagsmein. Hún líkir með­ virkninni og fordómunum sem þríf­ ast, oft og tíðum, þegar ofbeldismál koma upp við það hvernig samfélagið leit á alkóhólisma fyrir 60 árum. „Þeir sem beita ofbeldi eru í raun litnir sömu augum og alkar áður en alkóhólismi varð samfélagslega viðurkenndur sjúkdómur.“ Guðrún segir að við sem samfélag berum ábyrgð í þessum málaflokki og þurfum að geta tekist á við heimilis­ ofbeldi á þann hátt að við gefum of­ beldismanneskjunni tækifæri til að viðurkenna að hún eigi við vanda að stríða og færi á að takast á við vanda­ málið. „Það er erfitt fyrir gerendur að horfast í augu við sjálfa sig og viður­ kenna að þeir beiti ofbeldi, þegar for­ dæming og aðgerðarleysi samfélags­ ins í heild er jafn mikil. Með þessu er ég samt á engan hátt að draga úr ábyrgð þeirra sem beita ofbeldi, hún liggur að sjálfsögðu þeirra megin.“ Þá segir Guðrún að þeir sem beita ofbeldi séu oftar en ekki haldnir hugsanaskekkju en hún liggur mikið til í feðraveldinu. „Gerendurnir fela sig yfirleitt á bak við eitthvað. Til dæmis að þeir sjálfir hafi verið beittir ofbeldi í æsku eða jafnvel horft upp á það, komi frá heimili þar sem var mikil drykkja, hafi verið undir miklu álagi eða hreinlega muni ekki eftir of­ beldinu.“ Hún ítrekar að ekkert af fram­ an nefndu sé haldbær ástæða fyrir að beita aðra manneskju ofbeldi af neinu tagi. Það sem skipti mestu máli er að gerandinn viðurkenni hugsana­ skekkjuna, taki ábyrgð og vinni í sín­ um málum. „Við sem samfélag þurf­ um líka að leyfa þessum hópi að bæta sig. Ekki detta í að fordæma eða falla í meðvirknina sem er svo rík á meðal okkar Íslendinga.“ Óttaðist um líf sitt Guðrún segir að samkvæmt þeim rannsóknum sem leikhópurinn fór yfir séu 20–25 prósent af ofbeldis­ fólki siðblindir einstaklingar. Það sé flókið að hjálpa þeim hópi en öðrum sé vel hægt að hjálpa við að leiðrétta hugsanaskekkjuna. Þá sérstaklega ef hjálpin berst snemma. Við byrjum á börnunum okkar. Í grein Guðrúnar sem birtist í Kvennablaðinu útskýrir hún tilfinn­ ingar sínar þegar ofbeldið, í henn­ ar eigin sambandi, var búið að yfir­ taka líf hennar og hún var orðin of hrædd við kærasta sinn til að koma sér í burtu. „Mér var farið að líða eins og ruslinu sem hann talaði um að henda. Ég velti stundum fyrir mér á þessum tíma hvort ekki væri best að ég gengi yfir stóru umferðargötuna og léti bílana taka mig í burt frá sársauk­ anum sem var innra með mér.“ Þegar spjallið berst að því hvað hindraði hana, á þessum tímapunkti, frá því að slíta sambandinu segir Guð­ rún að hún hreinlega viti það ekki ná­ kvæmlega. Hræðslan við ofbeldis­ manninn í bland við lágt sjálfsmat, eftir áralanga niðurlægingu, gerði að verkum að Guðrún forðaði sér ekki úr sambandinu fyrr en óttinn við að hann myndi drepa hana var nánast orðinn að bláköldum veruleika. Skiptu þér af Við höldum áfram að ræða mögu­ legar ástæður þess að fórnarlömb of­ beldismanna sitja, oftar en ekki sem fastast, í lengri tíma og sumir alla ævi. Fjölmargir bíða þess að sambandið lagist eða að ofbeldismaðurinn sjái að sér. Þá hafa einhverjir fjárhags­ lega áhyggjur, eru orðnir samdauna ofbeldinu eða hafa einfaldlega ekki andlega burði til að forða sér. Flestir láta þó stjórnast af ótta við ofbeldis­ manninn og þora einfaldlega ekki að setja sig upp á móti honum. Erlendar rannsóknir sýna fram á að konur sem þolendur eru í meiri lífshættu eftir að þær yfirgefa maka sinn heldur en í sambandinu. Í öllum framangreindum tilfellum skiptir félagslegur stuðningur gríðar­ lega miklu máli. Guðrún bendir líka á mikilvægi þess að fólk skipti sér af þegar það grunar að manneskja sé beitt ofbeldi. Ofbeldi á ekki að vera falið innan veggja heimilisins „Meðvirkni er hrikalega rík í fari okkar Íslendinga og þessi hugsunar­ háttur að það sem gerist innan veggja heimilisins megi haldast þar þótt það teljist brotlegt. Halldóra Rut sem er með mér í verkinu varð fyrir þeirri reynslu að heyra hávaða vegna heim­ ilisofbeldis. Það fyrsta sem hún hugs­ aði var „þetta kemur mér ekki við.“ Hún var þó fljót að ranka við sér úr þessari hugsanavillu, stökk á fætur og bankaði á hurðina þar sem öskrin heyrðust og hringdi á lögregluna.“ Andlegt ofbeldi verra Guðrún vill meina að af tvennu illu sé andlegt ofbeldi verra en líkamlegt. Það sé vel hægt að drepa manneskju andlega. „Öll spilaborgin fellur þegar þú hættir að hafa trú á sjálfri þér og finnst þú einskis virði. Það krefst líka gríðarlega mikillar staðfestu að leita sér aðstoðar eftir svona áfall. En það er nauðsynlegur hluti í bataferlinu sem og að tala við og kynnast fólki sem hefur gengið í gegnum sambæri­ lega reynslu.“ Þegar hún sjálf komst loksins und­ an ofbeldismanninum, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir, var Guðrún greind með áfallastreituröskun. Hún var hrædd um að sinn fyrrverandi myndi dúkka upp hvert sem hún fór og fannst hún sjaldnast örugg nema innan um ástvini sína. Með tímanum náði Guðrún þó bata en að sama skapi viðurkenn­ ir hún að þessi reynsla sé mögulega ástæða þess að hún sé einhleyp enn þann dag í dag. „Ég hef oft hugsað út í það hvort ég hræðist að verða ástfangin aftur. En að sama skapi hef­ ur sjálfsvinnan skilað mér miklu og hver veit hvað gerist seinna. Eins og staðan er í dag á ég hvorki mann né börn en ég á fimm systkini og góðan vinahóp.“ Margar birtingarmyndir Guðrún tilheyrir leikhópnum RaTa­ Tam en nýverið frumsýndi hópurinn, sem samanstendur af fimm leikur­ um, leikverkið SUSS! í Tjarnarbíói. Leikritið sýnir hinar ýmsu birtingar­ myndir ofbeldis innan veggja heim­ ilisins. Auk Guðrúnar eru í hópnum Hall­ dóra Rut Baldursdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hildur Magnús­ dóttir og Laufey Elíasdóttir. Charlotte Boving leikstýrir verkinu. Þórunn María Jónsdóttir sér um leikmynd og búninga. Tónlist er í höndum Helga Svavars Helgasonar. Arnar Ingvars­ son og Kristinn Ágústsson sjá um ljósahönnun og tæknikeyrslu og list­ ræna ráðgjöf veitti Heiðrik á Heygum. Allir sem koma að verkinu eiga það sameiginlegt að hafa kynnst of­ beldi í einhverri mynd. Gríðarleg vinna liggur að baki sýningunni sem byggir á 50 viðtölum við þolendur, gerendur og aðstandendur. „Við auglýstum eftir fólki til að taka viðtöl við á Facebook í janúar. Viðtökurnar voru framar öllum von­ um og við tókum tugi viðtala við alls konar fólk úr öllum kimum samfé­ lagsins.“ aðeins í dag í netversluninni: föstudaginn 11. nóv. af dr. Bronner sápunum 15% afsláttur mammaveitbest.is Guðrún Bjarnadóttir miðlar reynslu sinni af heimilsisofbeldi á sviði Tjarnarbíós með leik hópnum RaTaTam í leikverkinu Suss! „Þetta er svo lúmskt. Þú kýlir ekkert manneskju á fyrsta „deiti“ og hún held- ur áfram að vera með þér. Leikhópurinn RaTaTam Auk Guðrúnar eru í hópnum Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Guðrún segir vinnuna við Suss! hafa tekið mikið á Hér er hún á sviði. Mynd TjARnARBíÓ Kristín Clausen kristin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.