Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Kynningarblað - Bestu pítsur bæjarins 3
Gómsætar pítsur – glæsilegur
og fjölskylduvænn veitingasalur
Italiano Pizzeria, Hlíðasmára 15, beint fyrir ofan Smáralind
H
inn vinsæli veitingastaður
Italiano Pizzeria var stofn-
aður árið 2010. Eigandi
staðarins í dag, Atli
Þór Albertsson,
hefur verið viðloðandi
pítsugerð og veitinga-
rekstur allt frá ár-
inu 1989, er hann
hóf störf á pítsu-
stað föður síns
á Seltjarnarnesi.
Á Italiano eiga
margir gæða-
stundir við að
snæða gómsætar,
steinbakaðar, þunn-
botna pítsur – í ljúfu
og þægilegu umhverfi.
Fjölskyldustaður
– hópar – hlaðborð
Veitingasalurinn á Italiano er glæsi-
legur og tekur 70 manns í sæti.
Hægt er að borða á staðnum, taka með heim eða fá sent
heim. Ávallt eru í gangi
tilboð í sal og til að taka
með heim.
Italiano er einstaklega
fjölskylduvænn staður
enda er þar flott barna-
horn og barnamáltíðir á
matseðlinum. Frí barna-
máltíð ásamt glaðningi
er í boði alla sunnudaga
þegar snætt er í sal og
foreldrar kaupa sér mál-
tíð. Það er líka tilvalið
fyrir hópa að snæða
á Italiano enda getur
staðurinn tekið á móti allt að 70
manna hópum. Í boði er pítsuhlað-
borð fyrir 10 og fleiri. Þetta er til-
valið fyrir íþróttafélög, vinnustaða-
hópa, afmæli eða aðra hópa
sem vilja gera sér glaðan
dag.
Vinsælustu pítsurnar
Sósur og deig eru gerð á
staðnum og ferskleiki hrá-
efnis í hávegum hafður. Vin-
sælustu pítsurnar á matseðli
staðarins eru Toscana með
sósu, osti, pepperóní, svepp-
um, ananas, svörtum ólífum, hvít-
lauki, rjómaosti, svörtum pipar og
óreganó, Calzone (hálfmáni) með
sósu, osti, skinku, sveppum, pip-
arosti og svörtum pipar, Parma með
sósu, osti, parmaskinku, klettasal-
ati og parmesanosti, og Como með
sósu, osti, maríneruðum humri,
hvítlauk og chili. n
Italiano Pizzeria er að Hlíða-
smára 15, Kópavogi, beint fyrir ofan
Smáralind. Upplýsingar í síma 55
12345.