Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Síða 10
Helgarblað 11.–14. nóvember 201610 Fréttir Auðmenn fjárfestu í sólarkísilveri Silicor Í slenskir einkafjárfestar tryggðu sér í fyrra 3,5 prósenta hlut í sólar­ kísilverksmiðjunni sem Silicor Materials vill byggja á Grundar­ tanga. Auðmennirnir Jón Árni Ágústsson, Sigurður Sigurgeirsson og hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir eru umsvifa­ mest í þeim hópi en þau tóku öll þátt í fjórtán milljarða króna hlutafjár­ söfnun bandaríska fyrirtækisins. Það gerðu einnig þau Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og fyrrverandi hlut­ hafi spænska lyfjafyrirtækisins Invent Farma, Berglind Björk Jóns dóttir, fjár­ festir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Snæból í hópnum Fyrri hluta fjármögnunar kísilvers Sil­ icor Materials lauk í september í fyrra en núverandi eigendahópur verkefn­ isins lagði þá fram jafnvirði fjórtán milljarða króna í hlutafé. Bandaríska fyrirtækið sendi þá fréttatilkynningu um að íslenskir lífeyrissjóðir og fag­ fjárfestar hefðu skráð sig fyrir tæplega sex milljörðum en erlendir hluthafar átta milljörðum. Greint var frá þátt­ töku Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Festu­lífeyrissjóðs, Sameinaða líf­ eyrissjóðsins (nú Birtu), Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og einnig trygginga­ félagsins Sjóvár og Íslandsbanka. Fjárfestu þessir sjóðir og fyrirtæki í gegnum félagið Sunnuvellir slhf. Ekki var tekið fram að íslenskir einkafjárfestar hefðu einnig tryggt sér 3,5% hlut í verkefninu. Félögin Foss­ hús ehf. og Dalaþing ehf. eiga aftur á móti 0,8 og 0,83 prósenta hluti í Sili­ cor Materials Iceland Holding hf. Fosshús er í eigu Jóns Árna Ágústs­ sonar, fyrrverandi hluthafa í Invent Farma og skattakóngs Íslands árið 2014. Jón var um tíma næststærsti eigandi spænska lyfjafyrirtækisins og kom að stofnun þess árið 2005 þegar íslenskir fjárfestar keyptu lyfjaverk­ smiðjur á Spáni. Framtakssjóður Ís­ lands keypti 13,3 prósenta hlut Jóns í Invent Farma í ágúst 2013. Sigurður Sigurgeirsson, byggingarverktaki í Kópavogi, er eig­ andi Dalaþings. Árið 2007 seldi hann verktakafyrirtæki sitt JB byggingafé­ lag fyrir um 3,5 milljarða króna, sam­ kvæmt frétt DV frá júlí 2011. Sigurður hafði þá rekið fyrirtækið í um 20 ár og, ásamt BYGG, Byggingafélagi Gunnars og Gylfa, verið umsvifamesti verktak­ inn í uppbyggingu Kópavogs. Fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, Snæból ehf., tók einnig þátt í hlutafjársöfnun Sili cor og á 0,62 prósenta hlut. Snæból á 7,1 prósent í Sjóvá, sem gerir það að þriðja stærsta n Fjárfestar sem hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi eiga 3,5% í kísilveri Silicor Materials Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eigendur Silicor Materials Sunnuvellir slhf.: 32,44% Hudson Silicor Iceland Holdings SARL: 20,02% Silicor Materials Inc: 18,02% SMS Investment S.A.: 16,02% FMAO corp.: 10,01% Dalaþing ehf.: 0,83% Fosshús ehf.: 0,8% Snæból ehf.: 0,62% Líra ehf.: 0,46% Kaskur ehf.: 0,46% Miranda ehf.: 0,31%. „Við bíðum enn. Fjármögnunin er ekki klár en dagsetningin í samningunum stendur. Sigurður Sigurgeirsson Berglind Björk Jónsdóttir Finnur Reyr Stefánsson Ingi Guðjónsson Jón Árni Ágústsson Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.