Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 23
Helgarblað 11.–14. október 2016 Bækur 3 Mamma af hverju vita Margrét og Linda svona mikið um Ís­land.“ Þetta heyrðist kallað úr herbergi sjö ára sonar míns um helgina, löngu eftir að hann var sendur upp í rúm að sofa. Ég brosti út í annað en drengurinn, sem er spjaldtölvusjúkur og les lítið annað en ævintýri Tinna, Kaftein Ofur­ brók og Skúla Skelfi sér til skemmtun­ ar, varð algjörlega hugfanginn af fjöl­ skyldubókinni Íslandsbók barnanna sem ég laumaði inn í herbergi til hans nokkrum dögum áður. Höfundur bókarinnar, fyrrverandi þingmaðurinn Margrét Tryggva­ dóttir, kann svo sannarlega að sníða efnismikinn texta að hugarheimi barna, á öllum aldri. Þrátt fyrir að bókin sé stútfull af fróðleik þá er hún aldrei leiðinleg og flæðið og lengdin á textanum er til fyrirmyndar – sem er gríðarlega mikilvægt þegar skrifað er fyrir börn. Í Íslandsbók barnanna er meðal annars útskýrt hvað náttúra Íslands hefur að geyma og sagt frá dýra­ og mannlífi. Þá hefur hver opna sitt þema og á henni er fjallað um ákveðið efni í máli og mynd­ um. Þar er til að mynda útskýrt, í stuttu máli, hvað skiptir mestu í tengsl­ um við efnið. Þá eru til dæmis norðurljósin, lífið í fjörunni og íslensku húsdýrin tekin fyrir í bland við sérstakari fyrirbrigði á borð við Geysi og Snæfellsjökul. Margrét hefur aldeilis dottið í lukkupottinn þegar hún fékk Lindu Ólafsdóttur til liðs við sig. Linda myndskreytti bókina einkar fal­ lega. Litavalið lýsir íslenskri náttúru og dýralífi mjög vel og hún dettur aldrei í klisjur í túlkun sinni á text­ anum. Falleg málverkin eiga vel við textann og sóma sér einstaklega vel á þykkum og veglegum pappírnum. Þá er bókin, sem ætti að vera til á öllum heimilum, skemmtilegt uppflettirit sem hægt er að grípa í við ólíkar að­ stæður og námsstig. Bókin er augljóslega mjög vel heppnuð fjölskyldubók sem á líklega eftir að fylgja eiganda sínum, ólíkt Kafteini Ofurbrók og Skúla Skelfi, fram á fullorðinsár. n Vel heppnuð fjölskyldubók Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Íslandsbók barnanna Höfundur: Margrét Tryggvadóttir Myndir: Linda Ólafsdóttir Útgefandi: Iðunn 97 bls. Margrét Tryggvadóttir Kann svo sannarlega að sníða efnismikinn texta að hugarheimi barna, á öllum aldri. Mynd SigTryggur Ari Þegar raunveruleikinn verður óraunverulegur Veruleikinn getur orðið mjög undarlegur ef hann er skoðaður í nýju sam­hengi. Hið hversdags­legasta umhverfi verður skyndilega framandi og súrrealískt ef vanahugsunin er rofin og það skoð­ að á nýjan hátt. Hugtakið firring er upprunnið úr marxískri hagfræði og lýsir hlutskipti verkafólks í kapítal­ ísku samfélagi, þar sem verkalýð­ urinn á ekki framleiðslutækin og neyðist til að selja vinnuafl sitt til að brauðfæða sig, en starfið sjálft er tilgangslaust, felur ekki í sér neina sköpun eða lífsfyllingu. Orðið firring táknar aftengingu við raunveruleik­ ann. Í nær heila öld hefur firringin verið viðfangsefni listanna og hér birtist hún alveg prýðilega uppfærð í splunkunýju verki. Smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita inniheldur 13 smásögur eftir óþekktan höfund, Friðgeir Einarsson, sem mér vitan­ lega hefur ekki gefið út bók áður en hefur lengi fengist við auglýsinga­ gerð og eitthvað skrifað fyrir leikhús. Sögurnar fjalla flestar um vel mennt­ að fólk á fertugsaldri sem þrátt fyrir gjörvileika virðist vera leiksoppar tilverunnar í undarlegum og marg­ brotnum heimi samtímans. Stund­ um birtist þessi framandleiki í dag­ legu umhverfi persónanna, stundum á ferðalögum um framandi slóðir en stundum þegar gamalla heimkynna er vitjað á ný eftir langan tíma. Hér stígur ekki bara fram nýr höfundur heldur er bókin líka af­ urð nýs forlags sem ber heitið Bene­ dikt og mætti víst kalla klofning úr Bjartur/Veröld samsteypunni. Það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir þessi nýja forlagi fyrir að tefla fram svo ferskum nýliða sem Frið­ geir Einarsson er. Hann hefur til að bera einstaka hnyttni, hugmynda­ ríkan og beittan ritstíl, og stundum óviðjafnanlega fundvísi á smáatriði. Hann minnir mig stundum á danska höfundinn Naja Marie Aidt sem fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda­ ráðs fyrir smásagnasafnið Bavíani. Auk þess á hann það sameiginlegt með höfundum á borð við Gyrði Elíasson og Braga Ólafsson að hafa óhefðbundna nálgun á hvað telst frá­ sagnarvert. Nánast engin saga í bók­ inni er með risi eða eiginlegri fléttu og átök milli sögupersóna koma aldrei upp á yfirborðið. Allt „drama“ er vandlega falið, stundum blas­ ir það við undir gegnsæju yfirborði textans, stundum virðist það vart til staðar, jafnvel ekki í sálarlífi persón­ anna. Sögurnar eru misgóðar, sumar nálgast flatneskju, einna helst upp­ hafssagan, Staðsetningartæki, sem nær aldrei að vekja mikinn áhuga þó að hún gerist í heillandi um­ hverfi. Sögurnar Heilagir staðir og Einhyrningur eru hins vegar fram­ úrskarandi, önnur lýsir því hvernig virðist vera að molna undan sam­ bandi ungs par sem er á ferðalagi í Indlandi; sú síðarnefnda segir frá því er dauðvona maður kaupir jóla­ gjöf handa barnabarni sínu fram í tí­ mann en er látinn þegar barnið fær gjöfina. Stílgáfa höfundar rís hátt í sögunni Mjólkin sem ég kaupi sem lýsir firringu ungs fjölskylduföður og sambandi hans við ungan son sinn. Sagan Hlutverk lýsir síð­ an kostulegri vinnustaðafirringu þar sem harðstjórn jákvæðninnar ræður ríkjum. Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum afar lengi. Stíll hans er alls ekki of­ hlaðinn heldur í senn látlaus og hugvitsamlegur. Takk fyrir að láta mig vita er bók fyrir alla sem hafa gaman af að upplifa veruleikann á nýjan hátt. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Takk fyrir að láta mig vita Höfundur: Friðgeir Einarsson Útgefandi: Benedikt 144 bls. „Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bók- menntum afar lengi. Friðgeir Einarsson Það er ýmislegt sem dást má að í þessum þáttum. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.