Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 6
6 Bókasafnið
anum fær fólk vinnu. Það getur stundum tekið tíma en við
vitum að það er atvinnuleysi hjá háskólamenntuðu fólki í
ýmsum greinum. Mér sýnist vera betra ástand hjá okkur en
víða annars staðar. En, bæði við kennararnir og nemendurn-
ir þurfum að markaðssetja námsgreinina betur og benda á
hversu mikilvæg upplýsingafræðin er, bæði fyrir bókasöfnin
og skjalastjórn hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hún er
brýnn þáttur hvað varðar upplýsingaöryggi í dag í öllu þessu
upplýsingaflóði, samfélagsmiðlum, vinnu á hinum ýmsu
tækjum utan vinnustaðar og svo framvegis.
Hvað telur þú að fari miður í náminu?
Það er ýmislegt sem mætti gera betur eins og við segjum í
gæðastjórnun. Ég vildi nefna að á þessum tímapunkti höf-
um við ekki nógu skýra stefnu varðandi námið í heild. Við
vildum svo gjarnan hafa meira af æfingar- og dæmatímum
svo og umræðutímum og þá minna af fyrirlestrartímum. En
þetta byggist allt á fjárhagnum. Því miður er það þannig að
við Háskólann, ekki einungis í okkar grein heldur hjá fjöl-
mörgum öðrum greinum, að þurft hefur að draga nokkuð úr
verklegum tímum og umræðutímum, hafa meira um fyrir-
lestra, það ku vera ódýrara kennslufyrirkomulag.
Svo er annað sem mér finnst standa okkar grein, og yfirleitt
Háskóla Íslands, fyrir þrifum en það er þessi mórall sem
er á milli deilda. Það byggist á því að hafa sem flesta nem-
endur í eigin námsgrein vegna þess að greinin fær greitt
fyrir nemendafjölda í námskeiðum og fyrir þreyttar ein-
ingar. Það fyrirkomulag er heftandi bæði fyrir nemendur og
kennara, það er að segja að geta ekki farið um Háskólann
og tekið námskeið hér og þar sem henta námi og rann-
sóknum hvers og eins, valnámskeið þá. Ég hugsa ekki sjálf
um það þegar ég bendi nemendum á hvað hægt sé að taka.
Mörg námskeið henta til dæmis með skjalastjórnarnáminu
ef fólk fer til starfa í stofnunum og fyrirtækjum; námskeið
í mannauðsstjórnun, lögfræði, tölvunarfræði, gæðastjórnun,
verkefnisstjórnun svo að eitthvað sé nefnt. Það er hins vegar
verið að endurskoða þetta kerfi núna í Háskólanum þannig
að vonandi verður það sanngjarnara með tilliti til mismun-
andi námsgreina. Námsgreinar eins og okkar, svo og aðrar
námsgreinar í félags- og hugvísindum, fá minna fé á hvern
nemanda heldur en ýmsar aðrar og óskandi er að hægt verði
að gera þetta á sanngjarnari hátt.
Mér finnst það líka miður að stundum hafa sömu hlutir
verið kenndir í mismunandi námskeiðum. Það kom líka
fyrir þegar ég var í náminu. Þegar námstíminn er svo
knappur og dýrmætur er mikilvægt að stöðugt sé vaktað að
ekki sé verið að kenna sama hlutinn víða. Þetta er hluti af
gæðastarfinu sem hefur átt sér stað við Háskólann. Ég er nú
í gæðanefnd, sem er nefnd á vegum háskólaráðs, og það er
einmitt þetta sem háskólaráð, rektor og gæðanefndin vilja
meðal annars að unnið sé að – að takmarka skörun. Jafnvel
þegar verið er að kenna svipuð námskeið í ýmsum deildum.
Þetta held ég að standi til bóta þar sem verið er að skoða
þetta í Háskólanum í heild og niður í námsbrautir.
Hvað er það sem vantar í námið?
Ef ég mætti ráða og við værum með nægilegt fé myndi ég
vilja hafa fleiri dæma- og verklagstíma. Einnig að nem-
endum væri gefið meira færi á að kynna verkefni sín. Þegar
nemendur gera verkefni sem einstaklingar eða í hópum
finnst mér vanta tíma í námskeiðum til þess að gefa þeim
kost á að kynna verkefni sín vel og eins að fá álit, athuga-
semdir og umræður um verkefnin í tímum.
Ég myndi einnig vilja sjá meira í náminu kennslu á tækni-
legu þættina. Við erum með valnámskeið sem fólk getur
tekið í tölvunarfræði, það er gagnasafnsfræði, forritun og
samskipti manns og tölvu, sem er auðvitað hægt að nýta.
En, það væri gott að fá námskeið inn í námsbrautina sem
tengdist beint upplýsingakerfum og skipulagningu upp-
lýsinga í þess háttar kerfum – það sem tengdist beint við
þau kerfi sem upplýsingafræðin notast við. En þetta snýst
um fjarhaginn, okkur eru settar skorður þar um fjölda nám-
skeiða sem við getum kennt. Þetta er þó sjálfsagt að endur-
skoða á næstunni.
Mér finnst vanta að nemendur læri meira í verkefna- og
gæðastjórnun. Framtíðarstörf þeirra munu snúast mikið um
rekstur, bæði safna og upplýsingamiðstöðva og svo rekstur
skjalastjórnardeilda hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hins
vegar, ef við værum að bjóða upp á þessar tvær síðastnefndu
greinar hjá okkur, værum við að ganga á þau grunnnám-
skeið sem allir í upplýsingafræði þurfa að taka til þess að
öðlast fagþekkinguna. Þá höfum við lítið svigrúm þar sem
námið er aðeins 120 einingar og þar af er meistararitgerð,
þannig að valið í MIS-náminu er svo lítið. Aftur á móti
í MA-náminu, þar geta nemendur tekið þessi námskeið
annars staðar í þessum þverfræðilega háskóla okkar og það
hafa þeir verið að gera. Þeir hafa verið að taka námskeið í
safnafræði, stjórnun, mannauðstjórnun, verkefnisstjórnun,
gæðastjórnun, upplýsingalögum og persónuverndarlögum
svo að dæmi séu tekin.
Er eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri?
Ég hefði viljað sjá skýra stefnumörkun varðandi námið í
heild. Vonandi verður unnið að því hið fyrsta. Þá finnst mér
mjög mikilvægt að við höldum fjarnáminu áfram og bjóð-
um jafnframt upp á staðbundið nám því samhliða, auðvitað.
Það þyrfti þó að styrkja fjarnámið til muna, gera meira úr
því þannig að ekki sé einungis um að ræða upptökur og það
að setja kennsluefni inn á heimasíður námskeiða í Uglunni.
Kennslan þyrfti að byggjast mun meira á samvinnu kennara
og nemenda í gagnvirku rafrænu kennsluumhverfi. Ég bind
vonir við að í framtíðinni verði þar framfarir. Það er ofarlega
á baugi hjá Háskólanum í dag að styrkja fjarnámið. Þá er
mikilvægt að efla doktorsnámið en við erum með nokkra
doktorsnema í námsbrautinni. Sem betur fer eru bjartari
tímar framundan hvað það varðar á Félagsvísindasviði, sem
við erum hluti af, enda hefur sviðsforseti ráðið sérstakan
starfsmann til þess að vinna að samræmingu reglna um
doktorsnámið og efla inniviði þess á sviðinu. Við munum
njóta góðs af því. Ég er bara tiltölulega bjartsýn.