Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 7

Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 7
Bókasafnið 41. árg – 2017 7 Hvað virkar vel í náminu að þínu mati? Ég kem inn í námið með BA gráðu í einhverju allt öðru og bókasafnsfræðingar af eldri kyn- slóðinni sem ég hef rætt við hafa sagt mér að þeim fi nnist leiðinlegt að það sé ekki lengur verið að bjóða upp á námið á BA stigi. Hins vegar held ég að þetta sé mjög gott fyrir fagið og stéttin a í heild að fólk sé að koma úr mörgum áttum inn í það. Mér fi nnst frábært að geta farið í þetta nám ofan á hvaða BA gráðu sem er, því það opnar fullt af möguleikum og mér fi nnst það alveg æðislegt. Námið er mjög fj ölbreytt og skemmtilegt. Þannig séð vissi ég ekki mjög mikið hvað ég var að fara út í þegar ég skráði mig í námið og ég er ekki viss um að ég hefði endilega skráð mig í það ef það hefði heitið bókasafnsfræði þó að núna langi mig langmest að vinna á bókasafni. Ég er ekki viss um að ég hefði gefi ð því jafn mikinn gaum ef það hefði ennþá heitið bókasafns- og upplýsingafræði. Mér fi nnst námið mjög skemmtilegt og maður hittir mikið af fj ölbreyttu fólki. Ég sé fyrir mér að maður geti unnið á svo mörgum stöðum í samfélaginu með þessa menntun á bakinu. Ég held alla vega að ég sé alveg á réttri hillu að hafa valið þetta. Hvað telur þú að fari miður í náminu? Ég veit að það er rosalega mikið efni sem er verið að troða á tvö ár og er nátturulega mikið af því það sem var í BA nám- inu áður fyrr. Þegar ég skráði mig í námið valdi ég eina línu af þremur. Þegar ég byrjaði í náminu þá sá ég svolítinn mun á línunum. Mér fi nnst að fyrst það er verið að bjóða upp á línur mætti vera meiri aðgreining þar á milli. Ég er ekki á skjalastjóralínunni og hef alveg bölvað því að þurfa að taka skjalastjórnunarkúrsana þó ég sé samt rosalega ánægð að hafa tekið þá, því ég hef lært alveg helling og margir fl etir þar inni sem mér fannst mjög áhugaverðir. Ég hefði búist við að taka meira á þeirri línu sem ég valdi og hafði áhuga á, en kannski er ég ótrúlega góðu vön af hugvísindasviði þar sem ég fékk að taka næstum því bara valnámskeið og velja rosa mikið sjálf eftir því sem ég hafði áhuga á. Ég hefði viljað taka fl eiri valnámskeið í upplýsingafræðinni en svo hefur maður bara átta einingar í það. Mér fi nnst smá aftur á bak að þurfa að læra svona mikið af kenningum, eins og öll þessi módel og ISO staðla. Að læra þetta fyrir próf, þar sem maður lærir utan að fyrir eitt próf og síðan er ekki séns að ég gæti sagt þér frá því sem ég lærði fyrir próf í vor, fi nnst mér vera nokkuð aftur á bak. Mér fi nnst frekar að þetta sé eitt- hvað sem ætti að vera metið með heimaprófum eða verkefnum svo að það sé augljóst að þú vitir hvar þú átt að leita að viðkomandi upplýsingum, ekki að þú getir munað þær allar utan að. En ég held að þetta sé ekki bara upplýsingafræðin heldur er þetta svona í háskólasamfélaginu í dag og þetta fyrirkomulag er, að mínu mati, að verða úrelt. Hvað er það sem vantar í námið? Mér fi nnst kannski ekki beint vanta en mér fi nnst rosalega gaman þegar við förum í heimsóknir eða fáum heimsóknir til okkar til að sjá hvað upplýsingafræðingar eru að gera úti á vinnumarkaðinum og ég held að það sé ágætis tenging við atvinnulífi ð. Ég fann það svo mikið þegar ég byrjaði að vinna á bókasafni í haust með skóla hvað mér fannst það gott að vera að vinna á bókasafni og náminu á sama tíma. Út af því að það er allt að festast betur í hausnum á mér það sem ég er að læra meðan maður er að nota það á sama tíma. Ég veit að það er mikilvægt að læra kenningarnar en það er mun betra þegar maður fær verklega kennslu, sérstaklega þegar maður fær verkefni þegar það eru minni heimildarit- gerðir og meira að gera eitthvað, svo sem að búa til færslur í MARCið eða búa til skjalafl okkunarkerfi . Maður lærir langmest á þannig verkefnum fi nnst mér. Ég veit að það er einhver millivegur sem þarf að fara og veit að það er ekki hægt að gera bara verkleg verkefni en mér fi nnst þau hafa mest áhrif hvernig maður tengir námið saman í hausnum. Er eitthvað fl eira sem þú vilt koma á framfæri? Bara að ég er ótrúlega ánægð með að hafa valið námið og er mjög ánægð með þá ákvörðun hjá mér að hafa skellt mér í þetta nám og það mun bara hafa góð áhrif á framhaldið hjá mér. Ég hlakka mjög mikið til að geta kallað mig upplýs- ingafræðing í framtíðinni. Nám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands frá sjónarhóli nemanda Kristín Lilja Th orlacius Björnsdóttir hefur lokið BA í kvikmyndafræði með bókmenntafræði sem aukafag, og stundar MIS-nám við Háskóla Íslands. Hún starfar í bókasafni Tækniskólans og á Gljúfrasteini.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.