Bókasafnið

Útgáva

Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 14

Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 14
14 Bókasafnið Með tilkomu internetsins opnuðust nýir mögu-leikar í miðlun upplýsinga. Internetið er tæki þar sem allar mögulegar upplýsingar, til að mynda fræðigreinar, geta verið ókeypis og aðgengilegar almenningi. Einhvern vegin hefur þró- unin samt sem áður verið sú að mikið af upplýsingum eru lokaðar á internetinu nema gegn himinháu gjaldi. Rannsóknir sem gerðar eru við íslenska háskóla eru að hluta eða öllu leyti styrktar af opinberu fé og ættu rann- sóknaniðurstöðurnar þar af leiðandi að vera aðgengilegar almenningi. Í mörgum tilvikum er svo ekki, heldur er þeim haldið í rándýrri gíslingu útgáfufyrirtækja. Þetta er ástæðan fyrir því að fl eiri og fl eiri háskólar um allan heim hafa mótað stefnu þar sem starfsmenn þeirra eru hvattir til að birta í greinar í tímaritum sem eru í opnum aðgangi. Markmið opins aðgangs er að útgefnar greinar fræða- fólks og annað fræðiefni séu aðgengilegar óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi gegnum Internetið. Stefna Háskóla Íslands um um opinn aðgang að rannsóknaniður- stöðum og lokaverkefnum var samþykkt í háskólaráði þann 6. febrúar 20141.  Einnig voru útbúnar verklagsreglur um birtingar vísindagreina í opnum aðgangi sem tóku gildi 1. september 2015. Í kjölfarið ræddu aðilar frá Vísinda- og nýsköpunarsviði HÍ og frá Landsbókasafni Ís- lands - Háskólabókasafni um mögulegt varðveislusafn fyrir vísinda- greinar skólans í opnum aðgangi.  Settur var saman hópur sem hittist reglulega veturinn 2015 - 2016. Ákveðið var að Landsbókasafn myndi sjá um rekstur varðveislusafnsins og að notaður yrði opni hugbúnaður- inn Dspace, sem er sami hugbúnaður og er notaður fyrir Skemmuna. Ástæðan fyrir því að Skemman var ekki notuð fyrir þetta efni var að Opin vísindi: nýtt varðveislusafn Sigurgeir Finnsson hefur lokið MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hann starfar sem verkefnastjóri Opinna vísinda á Landsbókasafni Íslands – Háskólabóksafni. 1. http://www.hi.is/adalvefur/stefna_um_opinn_adgang 2. Evrópsku rannsóknasjóðirnir FP7 og H2020 gera kröfu um að niðurstöður rannsókna styrktar af þeim birtist í varðveislusafni sem er OpenAIRE samhæft. hugbúnaði hennar hefur verið breytt umtalsvert, of mikið til að hún standist kröfur sem evrópskir rannsóknasjóðir gera, eða sé OpenAIRE samhæfð2. Fleiri aðilar fj ölluðu um málið og má þar nefna samstarfsnet opinberu háskólanna og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið. Sumarið 2016 var ákveðið að opna varðveislusafnið Opin vísindi með málþingi 15. septem- ber. Hinum háskólunum sex var boðið að vera aðilar að varðveislusafninu og verkefnisstjórn mynduð. Í henni eru aðilar frá öllum háskólunum og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Málþingið var vel sótt, og er það til marks um auk- inn áhuga um þetta málefni. Meðal ræðumanna var Dr. Kenneth D. Crews sem talaði um höfundarrétt í tengslum við opin varðveislusöfn. Varðveislusafnið er eins og er einungis hugsað fyrir efni sem hefur verið birt í opnum aðgangi. Hugsanlegt er að safnið verði í framtíðinni gagnasafn allra útgefi nna verka háskólanna. Þau úrlausnarefni sem bíða verkefnisstjórnarinnar eru margs konar. Hópurinn er enn að læra á safnið og hvernig skráningum skal háttað. Ritstjórnarstefna er enn í mótun og verklag um innsendingu efnis á eftir að þróast. Á döfi nni eru kynningar fyrir starfsmenn háskólanna þar sem opin aðgangur verður kynntur, sem og varð- veislusafnið sjálft. Búnar hafa verið til leiðbeiningar um innsendingu efnis og eru þær aðgengilegar á vef Lands- bókasafns http://libguides. landsbokasafn.is/opinvisindi. Efni sem vistað er í Opin vísindi verður varðveitt varanlega. Safnið er því kjörinn vettvangur til að þess að safna saman á einn stað öllum fræðilegum skrifum starfsmanna íslensku háskól- anna og verða um leið öfl ugt gagnasafn sem almenningur getur notað í þekkingarleit sinni.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar: 41. árgangur (01.07.2017)
https://timarit.is/issue/394851

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

41. árgangur (01.07.2017)

Gongd: