Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Page 15

Bókasafnið - 01.07.2017, Page 15
Bókasafnið 41. árg – 2017 15 IFLA (Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana) héldu sína árlegu heimsráðstefnu um bókasafna- og upplýsingamál (World Library and Information Congress) dagana 13. – 19. ágúst 2016 í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum. Á ráðstefnuna mættu rúmlega þrjú þúsund manns frá 137 löndum og fórum við undirritaðar á ráðstefnuna fyrir hönd Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Yfi rskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Connections, Collaboration, Community, og var þar vísað í mikilvægi sambands og samvinnu upplýsingafræðinga og bókasafna við að sinna sínu samfélagslega hlutverki. Ís- lendingar voru ekki margir á ráðstefnunni í þetta skiptið en í heildina vorum við 4. Ferðin hófst að morgni föstudagsins 12. ágúst þar sem fl ogið var fyrst til Boston og svo þaðan til Columbus. Ferðalagið tók 19 klukkustundir í heildina vegna seinkunar á fl uginu til Columbus. Ráðstefnan sjálf hófst svo morgun- inn eftir þar sem ráðstefnugestir byrjuðu á því að skrá sig og fá afhent nafnspjöld ásamt ráðstefnutösku sem var yfi rfull af upplýsingum tengdum ráðstefnunni. Þar á meðal var tæplega 250 blaðsíðna bók með öllum þeim upplýsingum sem maður gat mögulega þurft á að halda. Einnig var hægt að hlaða niður smáforriti um ráðstefnuna í snjallsíma og var það mjög gagnlegt. Þó undirbúningur hefði verið ágætur áður en fl ogið var út var samt nauðsynlegt að setjast niður, fara yfi r dagskrá fyrirlestra og skipuleggja vel hvaða fyrir- lestra var áhugavert og gagnlegt að sjá enda voru fyrirlestrar frá kl. 8 til 18 alla ráðstefnudagana. Ráðstefnuhöllin sjálf var mjög stór og því var gott að rölta um og kortleggja hvar fyrirlestrarnir væru því vegalengdin á milli staðsetninga sumra þeirra var slík að það gat haft áhrif á hvort hægt væri að ná ákveðnum fyrirlestrum ef rölta átti á milli. Þar sem við vorum báðar að fara í fyrsta sinn á IFLA ráð- stefnu lá beinast við að mæta á nýliðafyrirlestur þar sem boðið var uppá stutta kynningu á IFLA, ráðstefnunni sjálfri og nokkur heilræði gefi n um ráðstefnuna og Columbus. Strax á eftir nýliðafyrirlestrinum hófst opnunarhátíðin og það er óhætt að segja að hún hafi verið stórkostleg sýning Heimsráðstefna IFLA 2016 – ævintýraleg og fræðandi upplifun Kristjana Mjöll J. Hjörvar, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og formaður Upplýsingar Jóna Guðmundsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Bókasafni Mosfellsbæjar og ritari Upplýsingar Norrænir kollegar spjalla saman eftir svæðisfund Norrænu bókavarðafélaganna (Nordic Caucus)

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.