Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 15
Bókasafnið 41. árg – 2017 15 IFLA (Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana) héldu sína árlegu heimsráðstefnu um bókasafna- og upplýsingamál (World Library and Information Congress) dagana 13. – 19. ágúst 2016 í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum. Á ráðstefnuna mættu rúmlega þrjú þúsund manns frá 137 löndum og fórum við undirritaðar á ráðstefnuna fyrir hönd Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Yfi rskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Connections, Collaboration, Community, og var þar vísað í mikilvægi sambands og samvinnu upplýsingafræðinga og bókasafna við að sinna sínu samfélagslega hlutverki. Ís- lendingar voru ekki margir á ráðstefnunni í þetta skiptið en í heildina vorum við 4. Ferðin hófst að morgni föstudagsins 12. ágúst þar sem fl ogið var fyrst til Boston og svo þaðan til Columbus. Ferðalagið tók 19 klukkustundir í heildina vegna seinkunar á fl uginu til Columbus. Ráðstefnan sjálf hófst svo morgun- inn eftir þar sem ráðstefnugestir byrjuðu á því að skrá sig og fá afhent nafnspjöld ásamt ráðstefnutösku sem var yfi rfull af upplýsingum tengdum ráðstefnunni. Þar á meðal var tæplega 250 blaðsíðna bók með öllum þeim upplýsingum sem maður gat mögulega þurft á að halda. Einnig var hægt að hlaða niður smáforriti um ráðstefnuna í snjallsíma og var það mjög gagnlegt. Þó undirbúningur hefði verið ágætur áður en fl ogið var út var samt nauðsynlegt að setjast niður, fara yfi r dagskrá fyrirlestra og skipuleggja vel hvaða fyrir- lestra var áhugavert og gagnlegt að sjá enda voru fyrirlestrar frá kl. 8 til 18 alla ráðstefnudagana. Ráðstefnuhöllin sjálf var mjög stór og því var gott að rölta um og kortleggja hvar fyrirlestrarnir væru því vegalengdin á milli staðsetninga sumra þeirra var slík að það gat haft áhrif á hvort hægt væri að ná ákveðnum fyrirlestrum ef rölta átti á milli. Þar sem við vorum báðar að fara í fyrsta sinn á IFLA ráð- stefnu lá beinast við að mæta á nýliðafyrirlestur þar sem boðið var uppá stutta kynningu á IFLA, ráðstefnunni sjálfri og nokkur heilræði gefi n um ráðstefnuna og Columbus. Strax á eftir nýliðafyrirlestrinum hófst opnunarhátíðin og það er óhætt að segja að hún hafi verið stórkostleg sýning Heimsráðstefna IFLA 2016 – ævintýraleg og fræðandi upplifun Kristjana Mjöll J. Hjörvar, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og formaður Upplýsingar Jóna Guðmundsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Bókasafni Mosfellsbæjar og ritari Upplýsingar Norrænir kollegar spjalla saman eftir svæðisfund Norrænu bókavarðafélaganna (Nordic Caucus)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.