Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 20
20 Bókasafnið Ekki var allt búið eftir þennan undirbúning. Hundahald er bannað í opinberum stofnunum og því þurfti að fá leyfi . Um- hverfi smálaráðuneytið veitir það að undangenginni umsögn Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Umhverfi sstofn- unar. Heilbrigðisnefndin gaf jákvæða umsögn en Um- hverfi sstofnun neikvæða. Umhverfi sráðuneytið ákvað þó að veita leyfi ð enda fordæmi fyrir því að hundar megi til dæmis heimsækja elliheimili. Ýmis ákvæði fylgdu leyfi s- veitingunni svo sem að hundurinn skildi vera hreinn, heilbrigður og ormahreinsaður og hafa tilskilin leyfi . Einnig var okkur gert skylt að auglýsa vel og vandlega innanhúss að það væri hundur í húsinu ef ske kynni að einhver væri með ofnæmi. Borgarbókasafn býr svo „vel“ að vera á þremur hæðum. Það auðveldaði okkur líklega að fá leyfi ð að fi mmta hæðin er lokuð frá öðrum hæðum þannig að ef svo illa vill til að einhver sem á erindi þangað er með ofnæmi þá er hægt að sinna því fyrir viðkomandi og sækja bækur eða annað fyrir hann. Í byrjun var lesið einu sinni í mánuði en síðan var lesstundunum fj ölgað og boðið var upp á lestur tvisvar í mánuði. Það reyndist þó of mikið, ekki nógu margir sjálfboðaliðar og of mikið fyrir okkur. Eftir áramót var ákveðið að fækka skiptunum aftur niður í eitt skipti í mánuði. Á undanförnum árum hefur börnum víða um heim staðið til boða að koma í almenn- ingabóksöfn og lesa fyrir hunda. Borgar- bókasafnið hafði áhuga á að bjóða upp á slíkar stundir. Við fréttum af félaginu Vigdísi – Vinir gæludýra á Íslandi en þau höfðu gert tilraun til að bjóða upp á lestur í bókabúðum og á einu frístundaheimili. Þau höfðu áhuga á samstarfi og var fyrsti lesturinn í janúar 2016. Markmiðið með verkefninu er að efl a læsi barna, lestrarstund með hundi þykir vera góð fyrir börn ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki þótt upplesturinn sé ófull- kominn, hann hjálpar barninu að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Vigdís er aðili að R.E.A.D. Reading Education Assistance Dogs og sú aðild krefst þess að starfað sé eftir ákveðnum reglum. Til dæmis verða hundarnir og eigendur þeirra sem eru sjálfboðaliðar að fara á undirbúningsnámskeið. Sjálfboðaliðarnir þurfa að sjálfsögðu að vera áhugasamir, þeir þurfa að hafa hreina sakaskrá og muna að barnið er að lesa fyrir hundinn en ekki eigandann. Hundurinn þarf að vera eldri en tveggja ára, vera heilbrigður og standast atferlismat og vottun frá Vigdísi. Ekki er hægt að lesa hvar sem er í safninu. Rýmið má ekki vera lokað, en þarf samt að vera afmarkað og ekki má vera mikil trufl un vegna annarra gesta. Heppilegt pláss fannst á fi mmtu hæðinni í Grófar- húsi, inni á milli ljóðabókanna. Lesið fyrir hunda í Borgarbókasafninu, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barna og unglingastarfs Borgarbókasafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.