Bókasafnið - 01.07.2017, Qupperneq 28
28 Bókasafnið
Það er eitthvað heillandi við sendibréf og dagbækur sem hafa að geyma frásagnir af lífi , aðstæðum, vonum og þrám þeirra sem slíkt hafa ritað. Ætla
mætti að í sendibréfum sé sumt skrifað berum
orðum, annað kannski undir rós en samt svo
að viðtakandi skilji við hvað er átt. Dagbækur
geta virst óskiljanlegar fyrir þann sem ekki
lifi r í sömu aðstæðum og dagbókarritari
enda eru þær oft öruggur staður til að fá
útrás fyrir líðan og tilfi nningar. Hvert svo
sem eiginlegt efni dagbóka og sendibréfa er,
er ljóst að slík skjöl eru ómetanlegar persónu-
legar heimildir.
Aðferðafræði
Grein þessi er unnin upp úr meistararitgerð höfundar,
„Til þess að það færi ekki í glatkistuna“: Viðhorf og reynsla
þeirra sem afhenda einkaskjalasöfn til varðveislu á opinberum
skjalasöfnum. Ritgerðina í heild má fi nna á Skemmunni.
Rannsóknin var framkvæmd veturinn 2015-2016 undir
handleiðslu dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Markmið rann-
sóknarinnar var að kanna reynslu og viðhorf einstaklinga til
afhendingar einkaskjalasafna á opinber skjalasöfn. Rann-
sóknarspurningarnar voru tvær:
1. Hvert er viðhorf og reynsla aðstandenda, sem hafa
afhent opinberu skjalasafni einkaskjalasafn látinna
ástvina, til slíkrar varðveislu?
2. Hvert er viðhorf og reynsla skjalamyndara, sem hafa
afhent eigið skjalasafn til opinberra skjalasafna, til
slíkrar varðveislu?
Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlega að-
ferðafræði. Tekin voru hálf-opin viðtöl (e. semi-structured
interviews) sem greind voru með aðferðum grundaðrar
kenningar (e. grounded theory). Grunduð kenning felur
í sér kerfi sbundin viðmið við söfnun og greiningu rann-
sóknargagna með það að markmiði að mynda kenningar
sem eru grundaðar í gögnunum sjálfum (Charmaz, 2006;
Glaser og Strauss, 1967; Schwandt, 2007). Þegar aðferðum
grundaðrar kenningar er beitt er farið vandlega yfi r gögnin
með tilliti til innihalds og greining framkvæmd með
fl okkun og kóðun (e. coding) gagnanna (Hennink, Hutter
og Bailey, 2011; Unnur Guðrún Óttarsdóttir, 2013).
Níu viðmælendur voru valdir kerfi sbundið (e. purposive
sampling). Leitast var við að fi nna viðmælendur sem mættu
þörfum rannsóknarinnar (Katrín Blöndal og Sigríður
Halldórsdóttir, 2013; Palys, 2008) og þá sem líklegt væri að
hefðu góðan skilning á viðfangsefninu (Þórólfur Þórlinds-
son og Þorlákur Karlsson, 2003). Að viðtölunum loknum
voru þau afrituð, persónugreinanlegar upplýsingar afmáð-
ar og viðmælendum gefi n gervinöfn til þess að virða
trúnað (Gorman G.E. og Clayton, 2005).
Viðmælendur voru, eins og áður sagði, níu tals-
ins; fj órir aðstandendur, fj órir skjalamyndarar
og einn sérfræðingur á skjalasafni. Þeir að-
standendur sem rætt var við voru allt konur sem
afhent höfðu skjalasöfn foreldra sinna, annars
eða beggja. Skjalamyndarar voru tvær konur og
tveir karlar. Yngsti viðmælandinn var rétt rúmlega
fertugur og sá elsti tæplega níræður (Berglind Inga
Guðmundsdóttir, 2016).
Persónulegar heimildir
Á opinberum skjalasöfnum á Íslandi eru einkaskjalasöfn
um 10-20% af umfangi safnanna. Önnur skjalasöfn, eins og
Kvennasögusafn og handritadeild Landsbókasafns, safna
einnig einkaskjölum til varðveislu (Svanhildur Bogadóttir,
2013). Einkaskjöl eru „þau skjöl sem verða til hjá ein-
staklingum, hjónum, fj ölskyldum eða jafnvel mörgum
ættliðum. Einnig skjöl félaga og fyrirtækja sem ekki falla
undir afhendingarskyldu“ (Björk Ingimundardóttir, 1996).
Einkaskjöl eru af ýmsum toga og má þar nefna fæðingar-
og hjónavígsluvottorð, eignaskjöl, einkabréf og handrit að
ritsmíðum (Þjóðskjalasafn Íslands, 2016).
Dagbækur og sendibréf eru einkaskjöl og tilheyra fl okki
persónulegra heimilda. Slíkar heimildir geta bætt ýmsu
við hina opinberlega skráðu sögu, einna helst vegna ná-
lægðar sinnar við atburðina sem þær lýsa (Sigurður Gylfi
Magnússon, 2004) en þó eru þetta töluvert ólíkar heimildir
(Sigurður Gylfi Magnússon, 1997). Líkindin felast í tím-
anum; frá því að atburður gerist og þar til hann er skráður í
dagbók eða skrifað um hann í sendibréfi líður oftast stuttur
tími (Sigurður Gylfi Magnússon, 2004). Sendibréf eru ólík
dagbókum að því leyti að skrifað er til viðtakanda og þannig
reiknað með að einhver lesi efnið (Sigurður Gylfi Magnús-
son, 1997). Samband bréfritara og viðtakanda hefur þannig
áhrif á hversu persónuleg tjáningin er í bréfi nu (Sigurður
Gylfi Magnússon, 2004).
Dagbækur
Dagbækur segja sögu um ritmenningu, sjálfsmynd fólks og
mikilvægi bóklegrar menningar (Davíð Ólafsson, 1998) og
þegar best lætur nær dagbókin „að opinbera stöðugt samspil
hversdagslífs, einstaklinga, samfélags og stofnana á sérlega
„Því þetta eru ástarbréf“
Berglind Inga Guðmundsdóttir hefur lokið BA í þjóðfræði og B.Ed. gráðu í kennslufræði auk MIS
í upplýsingafræði. Hún er safnstjóri bókasafnsins í Alvdal í Noregi.