Bókasafnið - 01.07.2017, Qupperneq 44
44 Bókasafnið
Árið 2014 höfðu þær breytingar orðið á dreifingu starfs-
manna og stöðugilda á safnategundir að hlutur starfsmanna
og stöðugilda þriggja efstu safnategundanna í töflum 2 og
4 (almennings-, grunnskóla- og framhaldsskólabókasafna)
hafði lækkað sem hlutfall af heild starfsmanna og stöðugilda
frá því sem var 1989. Samtímis hækkaði hlutfall starfsmanna
og stöðugilda safnategundanna í neðri hluta töflunnar: í
þjóðbókasafni og safnategundum fyrir neðan það. Meðal
þriggja efstu safnategundanna munar mestu um lægra hlut-
fall stöðugilda í grunnskólabókasöfnum, en í neðri hlutanum
um hærra hlutfall stöðugilda í skjalasöfnum og við skjala-
stjórn árið 2014 en árið 2001.
Þjónustueiningum, starfsmönnum og stöðugildum í neðri
hluta töflu 2, 3 og 4 hefur fjölgað og atvinnutengt mikilvægi
þeirra aukist vegna þess að æ hærra hlutfall þjónustueininga,
starfsfólks og stöðugilda er þar.
Tafla 5. Mannafli. Fjöldi launaðs starfsfólks og stöðugilda. Sjálfboðaliðar og meðalstarfshlutfall launaðs starfsfólks.
Ár Launað starfsfólk Stöðugildi Sjálfboðaliðar Starfsfólk alls
Hlutfall
sjálfboðaliða
af starfsfólki
Hlutfall
sjálfboðaliða
af starfsfólki
almennings-
bókasafna
Meðalstarfs-
hlutfall launaðs
starfsfólks
1989 664 335.5 95 759 12.5% 24.5% 50.5%
2001 954 644.8 79 1033 7.6% 19.0% 67.6%
2014 954 718.9 9 963 0.9% 1.9% 75.4%
Heildarfjöldi launaðs starfsfólks jókst frá 1989-2014 um
43.7%. Samtímis fjölgaði stöðugildum um 114.3%, og sjálf-
boðaliðum fækkaði um 90.5%. Ljóst er að hlutur launafólks
jókst eftir því sem sjálfboðaliðum fækkaði og stöðugildum
fjölgaði. Þar af leiddi að starfshlutfall launafólks jókst að
meðaltali í flestöllum menntunarflokkum. Það var 50.5%
árið 1989, 67.6% árið 2001 og 75.4% árið 2014 (sjá töflu 5)
(Stefanía Júlíusdóttir, 1994; 2007; 2008; 2013a, bls. 177-201;
2013b; 2014).
Tafla 6. Meðalstarfshlutfall eftir menntun
1989-2014
Hlutfall
stöðugilda á
starfsmann
Bókasafns- og
upplýsinga-
fræðingur
Skjalastjórnar-
menntun
Annað
háskólapróf
Háskólanámi
ólokið
Kennaraskóli
Íslands
Bókasafns-
tæknir Bókavarðanám Ófaglærðir
Önnur
menntun
1989 78.1% EV 43.8% 56% 35.3% EV 55.4% 42.7% EV
2001 87.7% 60.8% 65.3% 63.3% 39.6% EV 61.3% 62.4% 46.4%
2014 86.3% 88.5% 79% 59.7% 50.2% 64.8% 58% 63.9% 73.7%
Á tímabilinu frá 1989 til 2014 jókst meðalstarfshlutfall
starfsfólks í öllum menntunarflokkum. Á tímabilinu 2001-
2014 lækkaði hins vegar starfshlutfall bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga, háskólanemenda og bókavarða lítillega. Hlutur
háskólamenntaðra hefur aukist jafnt og þétt á rannsókna-
tímabilinu (sjá töflu 6 og 7). Meðal þeirra var starfshlutfall
skjalastjórnarmenntaðra starfsmanna hæst að meðaltali árið
2014. Hin rannsóknarárin var starfshlutfall bókasafns- og
upplýsingafræðinga hæst að meðaltali.
Tafla 7. Meðalstarfshlutfall eftir menntunarflokkum
Ár Háskólamenntun Önnur menntun Ófaglærðir
1989 45.9% 20.6% 33.5%
2001 57.3% 18.4% 24.3%
2014 66.6% 13.5% 19.9%
Á rannsóknatíma jókst hlutur háskólamenntaðra en hlutur annarra minnkaði að meðaltali (sjá töflu 7).
Aldur, kyn og menntun starfsmanna
Upplýsinga var aflað um aldur og kyn starfsmanna öll árin.
Svarhlutfall var um og yfir 90%.
Aldur
Upplýsingum um aldur starfsmanna var safnað á sama hátt í
öllum könnununum. Miðað var við 16-20 ára og síðan á tíu
ára aldursbilum: 21-30, 31-40, ... 71-80. Árið 1989, voru um
60% eldri en 40 ára, 2001 hafði þetta hlutfall hækkað í 67%
(Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 177-201) og árið 2014 var
75% starfsmanna yfir fertugu, þar af voru 51.7% yfir fimm-
tugu og 22% yfir sextugu.