Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 45
Bókasafnið 41. árg – 2017 45 Kyn Árið 1989 voru 77% starfsmanna konur, 2001 hafði hlutfall kvenna hækkað i 86.4% (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 177-201) og 2014 voru rúm 80% starfsfólks konur. Menntun og forgangur til starfa Frá 1956 þegar nám í bókasafnsfræði hófst við Háskóla Íslands hefur orðið mikil breyting á menntunarmöguleikum bæði hérlendis og erlendis meðal annars með fjarnámi á Netinu. Einnig hefur orðið mikil breyting á þeirri menntun sem sóst er eftir, sérstaklega fyrir stjórnendur á almennings- bókasöfnum. Í fyrri grein höfundar (Stefanía Júlíusdóttir, 2014) var fjallað um átök sem urðu við endurskoðun laga um almenningsbókasöfn 1962-1963. Þá vildu starfsmenn almenningsbókasafna tryggja þeim – sem háskólamenntun höfðu í bókasafnsfræði (eins og greinin hét þá), Cand. Mag. próf í íslenskum fræðum eða höfðu verið bókaverðir í að minnsta kosti þrjú ár fyrir gildistöku laganna – rétt til for- stöðumannsstarfa á almenningsbókasöfnum. Það tókst ekki. Þá var algengt að forstöðumenn almenningsbókasafna væru bókmenntafólk, skáld og rithöfundar6. Liður í baráttu bókasafnsfræðinga fyrir forgangi til starfa var stofnun fagfélags á sviði bókasafnsfræði, Félagi bóka- safnsfræðinga árið 1973. Tilgangurinn var meðal annars að „berjast fyrir viðurkenningu náms í bókasafnsfræði og rétti félagsmanna til sérfræðistarfa á bókasöfnum umfram aðra“. Rétt til inngöngu í félagið höfðu þeir sem lokið höfðu prófi í bókasafnsfræði sem aðalgrein (með þrjú stig í greininni). Áður hafði Bókavarðafélag Íslands, ásamt aðildarfélögum, verið eina félagið á rannsóknarsviðinu. Rétt til þátttöku í því höfðu allir sem störfuðu við bókavörslu á bóka- og skjalasöfnum, sem kostuð voru af almannafé, án tillits til menntunar (Friðrik G. Olgeirsson, 2004, bls. 35-97). Fyrsta skrefið í átt til réttinda bókasafnsfræðimenntaðra til yfirmannsstarfa umfram alla aðra, var setning laga um almenningsbókasöfn 1976 og reglugerðar um almennings- bókasöfn 1978. Síðan tryggðu lög um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984 fólki með próf í bókasafnsfræði sem aðalgrein rétt til þess að kalla sig bókasafnsfræðinga og áttu þeir for- gang til starfa í almenningsbókasöfnum, svo framarlega sem völ var á þeim. Þar með voru þeir sem starfað höfðu sem yfirmenn almenningsbókasafna í þrjú ár, fólk með há- skólamenntun í öðrum greinum og jafnvel þeir sem höfðu tekið bókasafnsfræði sem aukagrein ekki lengur gjald- gengir til yfirmannsstarfa á almenningsbókasöfnun (Friðrik G. Olgeirsson, 2004, bls. 121-123). Jafnvel ekki þeir sem höfðu bókasafnsfræði sem aukagrein og byggt höfðu upp nám, þróað handbækur greinarinnar (dæmi: Bókavarða- félag Íslands. Skráningarnefnd, 1970; Dewey, M., 1970). og kennt í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands, en í fyrstu var aðeins hægt að taka greinina sem aukafag til tveggja stiga (um þróun námsins sjá Háskóli Íslands, 1957/1958 – 2016/2017). Með lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 brá svo við að forgangur bókasafnsfræðinga til yfirmannsstarfa á almenningsbókasöfnum virtist í raun felldur niður, þar sem segir í 8. grein laganna: „Við mannaráðningar skal tryggja eftir föngum að almenningsbókasöfn hafi á að skipa starfs- fólki með sérmenntun sem hæfir verksviði safnanna. For- stöðumaður almenningsbókasafns skal, ef þess er kostur, hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði eða jafngildu prófi“. Vandséð er hvaða nám getur talist jafn- gilt bókasafns- og upplýsingafræði. Í bókasafnalögum nr. 150/2012 var þessu atriði breytt þar sem segir í 11. grein: „Forstöðumaður bókasafns skal, ef þess er kostur, hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði. Tryggja skal eftir föngum að bókasöfn hafi á að skipa starfsfólki með sér- menntun sem hæfir verksviði safnanna“. Jafngilt próf er ekki nefnt. Verksvið almenningsbókasafna er, samkvæmt lög- unum, að vera menningar-, upplýsinga- og menntastofnanir, reknar af sveitarfélögum (Bókasafnalög nr. 150/2012). Sam- kvæmt orðanna hljóðan mætti ætla að ráða megi forstöðu- menn í samræmi við þjónustuáherslur safnanna. Svo er þó ekki. Dómur féll í máli um þetta atriði í mars 2015. Sam- kvæmt honum á að ráða „fólk með menntun í bókasafns- og upplýsingafræði í störf forstöðumanna bókasafna ef slíkur aðili hefur sótt um starfið“ (Sveinn Ólafsson, 2016). Stefna Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem telja má for- ystusafn meðal íslenskra almenningsbókasafna, árið 2015 virðist stinga nokkuð í stúf við dómsúrskurðinn. Samkvæmt henni telur borgarbókavörður „þörf á að þvinga notendur og jafnvel starfsfólk líka, til að hætta að líta á bækur sem eina vörumerki safnsins“ (Pálína Magnúsdóttir, 2016). Auglýs- ingar eftir starfsfólki bera merki nýju stefnunnar. Þær gætu gefið til kynna að verksvið safnsins kalli á annars konar háskólamenntun en bókasafns- og upplýsingafræði, þar sem auglýst er eftir safnstjórum með menntun við hæfi, án þess að bókasafns- og upplýsingafræði sé nefnd og ráðningarnar eru í samræmi við það. Sú spurning hlýtur að vakna hvert verksvið almennings- bókasafna ætti að vera að dómi almennings, sem kostar rekstur þeirra? Þeirri spurningu er leitast við að svara í kafl- anum Könnun á óskum almennings um þjónustu almenn- ingsbókasafna 2015, hér fyrir neðan. 6. Dæmi: Eiríkur Hreinn Finnbogason Cand. Mag. í íslenskum fræðum var borgarbókavörður í Reykjavík; Jón úr Vör var bókavörður í Bókasafni Kópavogs og hjá honum unnu um skeið Þorsteinn frá Hamri og Jón Óskar, allir skáld; í Keflavík var Hilmar Jónsson rithöfundur, bókavörður; Davíð Stefánsson skáld og rithöfundur var bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri og Guðmundur G. Hagalín rithöfundur var bókavörður á Bæjarbókasafninu á Ísafirði. Fyrsti bókafulltrúi ríkisins í menntamálaráðuneytinu var Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur, Stefán Júlíusson rithöfundur tók við af honum en eftir það gegndu bókasafnsfræðingar því starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.