Bókasafnið - 01.07.2017, Qupperneq 45
Bókasafnið 41. árg – 2017 45
Kyn
Árið 1989 voru 77% starfsmanna konur, 2001 hafði hlutfall
kvenna hækkað i 86.4% (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls.
177-201) og 2014 voru rúm 80% starfsfólks konur.
Menntun og forgangur til starfa
Frá 1956 þegar nám í bókasafnsfræði hófst við Háskóla
Íslands hefur orðið mikil breyting á menntunarmöguleikum
bæði hérlendis og erlendis meðal annars með fjarnámi á
Netinu. Einnig hefur orðið mikil breyting á þeirri menntun
sem sóst er eftir, sérstaklega fyrir stjórnendur á almennings-
bókasöfnum. Í fyrri grein höfundar (Stefanía Júlíusdóttir,
2014) var fjallað um átök sem urðu við endurskoðun laga
um almenningsbókasöfn 1962-1963. Þá vildu starfsmenn
almenningsbókasafna tryggja þeim – sem háskólamenntun
höfðu í bókasafnsfræði (eins og greinin hét þá), Cand. Mag.
próf í íslenskum fræðum eða höfðu verið bókaverðir í að
minnsta kosti þrjú ár fyrir gildistöku laganna – rétt til for-
stöðumannsstarfa á almenningsbókasöfnum. Það tókst ekki.
Þá var algengt að forstöðumenn almenningsbókasafna væru
bókmenntafólk, skáld og rithöfundar6.
Liður í baráttu bókasafnsfræðinga fyrir forgangi til starfa
var stofnun fagfélags á sviði bókasafnsfræði, Félagi bóka-
safnsfræðinga árið 1973. Tilgangurinn var meðal annars að
„berjast fyrir viðurkenningu náms í bókasafnsfræði og rétti
félagsmanna til sérfræðistarfa á bókasöfnum umfram aðra“.
Rétt til inngöngu í félagið höfðu þeir sem lokið höfðu prófi
í bókasafnsfræði sem aðalgrein (með þrjú stig í greininni).
Áður hafði Bókavarðafélag Íslands, ásamt aðildarfélögum,
verið eina félagið á rannsóknarsviðinu. Rétt til þátttöku
í því höfðu allir sem störfuðu við bókavörslu á bóka- og
skjalasöfnum, sem kostuð voru af almannafé, án tillits til
menntunar (Friðrik G. Olgeirsson, 2004, bls. 35-97).
Fyrsta skrefið í átt til réttinda bókasafnsfræðimenntaðra
til yfirmannsstarfa umfram alla aðra, var setning laga um
almenningsbókasöfn 1976 og reglugerðar um almennings-
bókasöfn 1978. Síðan tryggðu lög um bókasafnsfræðinga
nr. 97/1984 fólki með próf í bókasafnsfræði sem aðalgrein
rétt til þess að kalla sig bókasafnsfræðinga og áttu þeir for-
gang til starfa í almenningsbókasöfnum, svo framarlega
sem völ var á þeim. Þar með voru þeir sem starfað höfðu
sem yfirmenn almenningsbókasafna í þrjú ár, fólk með há-
skólamenntun í öðrum greinum og jafnvel þeir sem höfðu
tekið bókasafnsfræði sem aukagrein ekki lengur gjald-
gengir til yfirmannsstarfa á almenningsbókasöfnun (Friðrik
G. Olgeirsson, 2004, bls. 121-123). Jafnvel ekki þeir sem
höfðu bókasafnsfræði sem aukagrein og byggt höfðu upp
nám, þróað handbækur greinarinnar (dæmi: Bókavarða-
félag Íslands. Skráningarnefnd, 1970; Dewey, M., 1970).
og kennt í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands, en í fyrstu
var aðeins hægt að taka greinina sem aukafag til tveggja
stiga (um þróun námsins sjá Háskóli Íslands, 1957/1958 –
2016/2017).
Með lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 brá svo
við að forgangur bókasafnsfræðinga til yfirmannsstarfa á
almenningsbókasöfnum virtist í raun felldur niður, þar sem
segir í 8. grein laganna: „Við mannaráðningar skal tryggja
eftir föngum að almenningsbókasöfn hafi á að skipa starfs-
fólki með sérmenntun sem hæfir verksviði safnanna. For-
stöðumaður almenningsbókasafns skal, ef þess er kostur,
hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði eða
jafngildu prófi“. Vandséð er hvaða nám getur talist jafn-
gilt bókasafns- og upplýsingafræði. Í bókasafnalögum nr.
150/2012 var þessu atriði breytt þar sem segir í 11. grein:
„Forstöðumaður bókasafns skal, ef þess er kostur, hafa lokið
prófi í bókasafns- og upplýsingafræði. Tryggja skal eftir
föngum að bókasöfn hafi á að skipa starfsfólki með sér-
menntun sem hæfir verksviði safnanna“. Jafngilt próf er ekki
nefnt. Verksvið almenningsbókasafna er, samkvæmt lög-
unum, að vera menningar-, upplýsinga- og menntastofnanir,
reknar af sveitarfélögum (Bókasafnalög nr. 150/2012). Sam-
kvæmt orðanna hljóðan mætti ætla að ráða megi forstöðu-
menn í samræmi við þjónustuáherslur safnanna. Svo er þó
ekki. Dómur féll í máli um þetta atriði í mars 2015. Sam-
kvæmt honum á að ráða „fólk með menntun í bókasafns- og
upplýsingafræði í störf forstöðumanna bókasafna ef slíkur
aðili hefur sótt um starfið“ (Sveinn Ólafsson, 2016).
Stefna Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem telja má for-
ystusafn meðal íslenskra almenningsbókasafna, árið 2015
virðist stinga nokkuð í stúf við dómsúrskurðinn. Samkvæmt
henni telur borgarbókavörður „þörf á að þvinga notendur og
jafnvel starfsfólk líka, til að hætta að líta á bækur sem eina
vörumerki safnsins“ (Pálína Magnúsdóttir, 2016). Auglýs-
ingar eftir starfsfólki bera merki nýju stefnunnar. Þær gætu
gefið til kynna að verksvið safnsins kalli á annars konar
háskólamenntun en bókasafns- og upplýsingafræði, þar sem
auglýst er eftir safnstjórum með menntun við hæfi, án þess
að bókasafns- og upplýsingafræði sé nefnd og ráðningarnar
eru í samræmi við það.
Sú spurning hlýtur að vakna hvert verksvið almennings-
bókasafna ætti að vera að dómi almennings, sem kostar
rekstur þeirra? Þeirri spurningu er leitast við að svara í kafl-
anum Könnun á óskum almennings um þjónustu almenn-
ingsbókasafna 2015, hér fyrir neðan.
6. Dæmi: Eiríkur Hreinn Finnbogason Cand. Mag. í íslenskum fræðum var borgarbókavörður í Reykjavík; Jón úr Vör var bókavörður
í Bókasafni Kópavogs og hjá honum unnu um skeið Þorsteinn frá Hamri og Jón Óskar, allir skáld; í Keflavík var Hilmar Jónsson
rithöfundur, bókavörður; Davíð Stefánsson skáld og rithöfundur var bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri og Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur var bókavörður á Bæjarbókasafninu á Ísafirði. Fyrsti bókafulltrúi ríkisins í menntamálaráðuneytinu var Guð-
mundur G. Hagalín rithöfundur, Stefán Júlíusson rithöfundur tók við af honum en eftir það gegndu bókasafnsfræðingar því starfi.