Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Side 47

Bókasafnið - 01.07.2017, Side 47
Bókasafnið 41. árg – 2017 47 Gegnir var mikið notaður við skráningu, bæði til þess að tengja við skráningar en einnig til þess að afrita skráningu í sérfræðibókasöfnum sem hvorki voru aðilar að Gegni né opin almenningi. Aðgangur, hvaðanæva að, að rafrænum safnkosti á hvar.is hafði mikil áhrif á þróun safnkosts. Hann varð til þess að notendur komu sjaldnar á bókasafnið í eigin persónu, þannig að tækja- og rýmisþörf minnkaði og þá einnig rýmisþörf fyrir safnkost, sem í æ minni mæli var í hlutbundnu formi, sérstaklega á rannsóknar- og sérfræði- bókasöfnum. Ennfremur varð rafræni safnkosturinn til þess að vinna ófaglærðra minnkaði, vegna þess að hvorki var lengur þörf á starfsfólki til uppröðunar, né til þess að standa kvöldvaktir þegar hægt var að fá aðgang að safnkosti alls staðar að allan sólarhringinn. Eðli starfa við skjalastjórn og skjalavörslu var að dómi við- mælanda hið sama enda þótt tækniþróunin hefði gerbreytt hvernig þjónustan var innt af hendi. Þar var mikil þörf fyrir starfsfólk sem þekkti til kenninga um kerfisbundna vistun (flokkun, skráningu og lyklun) og geymd þekkingar og upplýsinga, og gat nýtt sér hana í starfi við skjalastjórn og á skjalasafni. Tækniþróunin olli kröfum um að hafa strax allt aðgengilegt rafrænt í opinberum skjalasöfnum. Til þess að verða við þessum óskum var unnið að því að gera opið efni aðgengilegt á heimasíðum. Tæknin leiddi einnig til nýrra starfsþátta við að auðvelda aðgang annars vegar og að stjórna honum hins vegar, þannig að aðeins til þess bærir aðilar hefðu aðgang að tilteknu efni. Viðmælendum sem ráðnir höfðu verið til þess að veita samreknu sérfræðibóka- safni og skjalastjórn forstöðu var sagt að leggja áherslu á skjalastjórnina. Þeir höfðu, þegar viðtalið var tekið nokkrum árum seinna, ekki komist til að sinna sérfræðibókasafninu. Meðal annars sem fram kom var að starfsmannastefna og viðhorf til ráðninga á almenningsbókasöfnum hafði breyst. Á tilteknu almenningsbókasafni hafði þróunin til dæmis orðið þessi. Árið 1989 voru bókasafnsfræðingar ráðnir, jafnvel þegar laust starf var ekki ætlað bókasafnsfræðingi. Starfið var endurskilgreint eftir ráðningu bókasafnsfræðings. Árið 2001 hafði stefnan breyst í þá veru að hafa ekki of menntað starfsfólk. Almennir starfsmenn sem menntuðu sig til bókasafnsfræðings misstu vinnuna, ef ekki var laust starf bókasafnsfræðings, þegar þeir útskrifuðust. Undanfarið hefur sama almenningsbókasafn ekki auglýst sérstaklega eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum í lykilstörf við stjórnun og stefnumörkun, heldur fólki með „Háskóla- menntun sem nýtist í starfi …“ auk annarra hæfniskrafa. Flestir forstöðumenn töldu að prófgráða þeirra í bókasafns- fræði hefði alla vega að hluta til verið ástæða þess að þeir voru ráðnir í forstöðumannsstarf sitt. Spurðir um horfurnar til framtíðar töldu þeir að bókasafnsfræðimenntun væri nauðsynleg, en færri voru þeirrar skoðunar að það ætti við um forstöðumanns- og stjórnunarstörf eins og verið hafði á undanförnum áratugum. Einn forstöðumaður (bókasafns- fræðingur) nefndi að ef bókasafnsfræðingur tæki við af sér yrði hann að hafa meistaragráðu í stjórnun auk bókasafns- fræðinnar. Annar nefndi að sennilegt væri að hlutfall bókasafnsfræðinga og fólks með annað háskólapróf myndi breytast í framtíðinni, í þá veru að færri bókasafnsfræðingar yrðu við störf. Þá töldu viðmælendur að menntaðir starfs- menn hefðu í framtíðinni hlutverki að gegna, en það sama ætti ekki við um ófaglærða (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 233-259, 267-289). Könnun á óskum almennings um þjónustu almenningsbókasafna 2015 Til þess að afla upplýsinga um hvort aukin áhersla á menn- ingarmiðlun í almenningsbókasöfnum væri komin til vegna breytinga á þörfum þjóðfélagsins, eða hvort ráðning fólks með annars konar menntun en bókasafns- og upp- lýsingafræði hafi skilað sér í breyttri þjónustu- og starfs- mannastefnu almenningsbókasafna (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 287-289; 2014) var almenningur spurður um mikilvægi tiltekinna þjónustuþátta í Þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í febrúar 2015. Könn- unin náði til 1500 manns 18 ára og eldri og svarhlutfall var 60%. Spurt var um mikilvægi eftirfarandi þjónustuþátta almenningsbókasafna: útlána, upplýsingaþjónustu og þekk- ingarmiðlunar, barna- og unglingastarfs, heimaþjónustu fyrir eldri borgara og aðra sem ekki komast á bókasafn, að halda menningarviðburði (til dæmis listaverkasýningar, upplestur, tónleika og kvikmyndasýningar), að bjóða upp á tómstundaiðju (til dæmis bókaklúbba, prjóna- og hekl- klúbba), og að bjóða upp á aðstoð og ráðgjöf (til dæmis við gerð starfsumsókna, ferilskrár og heimanám skólabarna) (Félagsvísindastofnun, 2015). Niðurstöður þessarar könn- unar má sjá í töflu 9. Á fyrstu fjórum þjónustuþáttunum og þeim þremur síðustu í töflu 9 er marktækur munur miðað við 95% marktektar- kröfu. Nokkuð ljóst er að hefðbundin bókasafnsþjónusta er það sem fólk vill fyrst og fremst að almenningsbókasöfn sinni. Niðurstöðurnar gefa til kynna að óskir um breytta starfsmanna- og þjónustustefnu almenningsbókasafna séu Útlán (til dæmis á bókum, tónlist, rafbókum & listaverkum) 91.8% Barna- & unglingastarf 89.5% Heimaþjónusta fyrir eldri borgara og aðra sem komast ekki á bókasafn 85% Upplýsingaþjónusta & þekkingarmiðlun 82.5% Halda menningarviðburði (til dæmis listverkasýningar, upplestur, tónleika & kvikmyndasýningar 64.5% Bjóða upp á tómstundaiðju (til dæmis. bókaklúbba, prjóna- & heklklúbba) 63.0% Bjóða upp á aðstoð & ráðgjöf (til dæmis við gerð starfsumsókna, ferilskrár & heimanám skólabarna) 62.5% Tafla 9. Mikilvægi þjónustu almenningsbókasafna að mati almennings

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.