Bókasafnið - 01.07.2017, Side 48
48 Bókasafnið
ekki komnar frá almenningi. Þess vegna má ætla að ráðning
fólks með aðra háskólamenntun en bókasafnsfræði hafi haft
áhrif á starfsmanna- og þjónustustefnu almenningsbóka-
safna sem lýsir sér í því að auglýst er eftir fólki með aðra
háskólamenntun en í bókasafnsfræði (Borgarbókasafnið
menningarhús, 2016, 8. október) og það ráðið til stefnumót-
unar- og stjórnunarstarfa,en bókasafnsfræðingar verða
almennir starfsmenn.
Umræða
Þróun starfsvettvangs bóka- og skjalasafna var í samræmi
við kenningarnar sem notaðar voru. Fyrsti þátturinn í kenn-
ingu Lenski um þjóðfélagsþróun er stöðugleiki (2005 bls.
3-140). Á rannsóknasviðinu lýsir hann sér í áhuga á og
þörf fyrir aðgang að ritaðri þekkingu hérlendis. Vitni um
það bera lestur, ritun, bókagerð og stofnun lestrarfélaga
aldir aftur í tímann. Á rannsóknatímanum hefur nauðsyn
á góðum aðgangi að þekkingu og upplýsingum jafnt í út-
gáfuritum sem skjölum á hvers kyns miðlum farið vaxandi,
ekki síst vegna atvinnutengdra þarfa en einnig vegna tóm-
stundaiðju.
Þá hafa orðið tvenns konar þjóðfélagsbreytingar á rann-
sóknatímanum, sem falla að kenningu Lenski og hafa
haft mikil áhrif á þróun rannsóknasviðsins. Annars vegar
sífelldar og afturkræfar breytingar í samræmi við kenningu
Abbott (1988), dæmi um það eru staðlabreytingar, lýðfræði-
legar og lagalegar breytingar. Þær leiddu til sameiningar
sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja, opinberra sem einka-
rekinna; þjónustan þjappaðist á færri einingar sem leiddi
til fækkunar aðila bæði þeirra sem lögum samkvæmt bar að
veita bókasafns- og upplýsingaþjónustu og annarra. Við það
urðu þjónustueiningar á rannsóknarsviðinu stærri og höfðu
frekar bolmagn til þess að ráða starfsfólk í störf, sem áður
voru unnin í lausum tíma meðfram aðalstarfi eða í ólaunaðri
sjálfboðavinnu. Þetta sést meðal annars á því að þrátt fyrir
fækkun þjónustueininga frá 2001 til 2014 og sama launaða
starfsmannafjölda bæði árin hafði stöðugildum fjölgað og
sjálfboðaliðum fækkað um 90.5%. Starfshlutfall launaðs
starfsfólks á rannsóknasviðinu jókst og störfin urðu aðalstörf
á mikilvægum launuðum starfsvettvangi. Ætla mætti að sú
þróun hafi kallað á aukinn fjölda bókasafns- og upplýsinga-
fræðinga. Sérstaklega vegna þess að árin 1989 og 2001 var
meðalstöðugildi þeirra hæst en 2014 var meðalstöðugildi
hæst meðal skjalastjóra og meðalstöðugildi bókasafns- og
upplýsingafræðinga lækkaði lítillega.
Athyglisverð þróun í samræmi við kenningu Abbott (1988)
um tilfærslu fagstétta milli starfa átti sér stað á almennings-
bókasöfnum og við skjalastjórn. Bókasafnsfræðingar hafa
sótt í skjalastjórnarstörf. Þeir hafa ekki verið nógu margir
til þess að manna bæði óðal bókasafna og skjalastjórnar og
hafa að hluta til yfirgefið óðal almenningsbókasafna með
þeim afleiðingum að störfin hafa staðið fólki með annað
háskólapróf opin. Að sögn lykilaðila hefur það staðið sig vel
og verið stöðugra í starfi en bókasafnsfræðingar. Fyrir
tilstilli lagabreytinga hefur fólk með annað háskólapróf
að nokkru leyti tekið yfir óðal bókasafna, sérstaklega al-
menningsbókasafna, að því marki að bókasafnsfræðingar
eiga ekki afdráttarlausan forgang að stjórnunarstörfum sem
kemur meðal annars fram í auglýsingum eftir starfsfólki.
Þeir ráða ekki lengur yfir þróun menntunarleiða starfsfólks
sem kemur til starfa með margs konar menntun aðra en
bókasafnsfræði og bókasafnstækninám (bókasafnstæknar
eru undirskipaðir bókasafnsfræðingum). Fagfélagið, Félag
bókasafnsfræðinga, er ekki lengur til. Það var lagt niður árið
1999, þegar Bókavarðafélag Íslands og Félag bókasafns-
fræðinga sameinuðust í félaginu Upplýsingu – félagi bóka-
safns- og upplýsingafræða (Friðrik G. Olgeirsson, 2004,
bls. 239-253). Upplýsingafræðingar virðast vera eins settir
á almenningsbókasöfnum og bókasafnsfræðingar í upphafi
áttunda áratugar síðustu aldar: almennir starfsmenn án af-
dráttarlauss forgangs til stjórnunar- og stefnumótunarstarfa.
Þessi þróun er í samræmi við það sem fram kom í viðtals-
könnun höfundar 2005.
Samtímis þessari þróun hafa bókasafns- og upplýsinga-
fræðingar að nokkru leyti tekið yfir óðal skjalastjórnar og
skjalasafna.
Jafnframt ofangreindri þróun hefur orðið breyting á
þjónustustefnu sumra almenningsbókasafna, sem dregur
enn úr eftirspurn eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum
(Pálína Magnúsdóttir, 2016). Með hliðsjón af niðurstöðum
könnunar höfundar á væntingum almennings til þjónustu
almenningsbókasafna 2015 sem sýna að mikilvægust er
hefðbundin bókasafnsþjónusta en viðburðir ýmis konar hafa
minna vægi að dómi almennings11 má álykta að breytingar
á þjónustu almenningsbókasafna eigi einhliða uppruna sinn
á söfnunum sjálfum fremur en hjá almenningi. Vert er að
hafa hugfast að eitt helsta hlutverk almenningsbókasafna
er að standa vörð um lýðræðið með því að veita almenn-
ingi óheftan aðgang að öllum útgáfuritum (Thorhauge,
Larsen, Thun, Albrechtsen, 1997, viii-ix) og að margs konar
mennta- og menningarstofnanir standa almenningi til boða
hérlendis en upplýsingaþjónustu fær hann eingöngu á al-
menningsbókasöfnum. Til þess að sinna upplýsingaþjónustu
verður starfsfólk að kunna til slíkra verka. Ennfremur að á
almenningsbókasöfnum eiga samkvæmt bókasafnalögum nr
150/2012 bókasafns- og upplýsingarfræðingar að hafa for-
gang að forstöðumannsstörfum.
Hér á landi eru skilyrði Meyrowitz (2001) fyrir byltingar-
kenndri þjóðfélagsþróun af völdum tæknibreytinga uppfyllt.
Á rannsóknasviðinu hafa orðið óafturkræfar breytingar við
vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýsinga sem allur
almenningur hefur greiðan aðgang að og hafa haft mikil
áhrif. Þær hafa valdið því að hægt er að deila bæði fag-
vinnu og rafrænum safnkosti bókasafna rafrænt yfir Netið,
það hefur orðið til þess að fólki við fagvinnu hefur fækkað
11. Svipuð niðurstaða fékkst í könnun Öldu Davíðsdóttur (2016).