Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 57
Bókasafnið 41. árg – 2017 57 „Else Mia, den rause og glade. Lesehesten, musikkelskeren, samfunnsborgeren. Nå er hun død, 89 og et halvt år gammel.“ Else Mia var fædd 3 apríl, 1927 og átti því skammt í 90 árin þegar hún lést 17 nóvembar 2016. Hún var fædd í Noregi með eftirnafnið Figenschou og ólst þar upp. Eftir stúdentspróf lærði hún frönsku og franskar bókmenntir við Sorbonne háskólann í París en bókavarðanámi lauk hún við Statens bibliogeksskole í Osló árið 1951. Það sama ár giftist hún Hjörleifi Sigurðssyni, myndlistarmanni og til Íslands var svo ferðinni heitið. Þá var fæddur sonur þeirra, Einar. Seinna barn þeirra, Hjördís Guðlaug fæddist á Íslandi 1957. Else Mia vann sem bókavörður og við ýmis önnur störf á Hagstofu Íslands 1954-1966 en þegar okkar leiðir lágu saman var hún bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þar var ég í sumarvinnu í Þingholtsstrætinu sumarið 1966 og við tvær vorum sendar með 200 kassa af gömlum erlendum skáldsögum til að raða þeim upp í geymslu í slökkvistöðinni við Tjarnargötu. Það þætti eflaust lítil nýting á sérfræðiþekkingu í faginu en þegar Else Mia kom til landsins voru aðeins örfáir Íslendingar með einhverja menntun í bókasafnsfræði. Þetta voru líka mín fyrstu kynni af starfi í bókasafni og ég hafði fulla ástæðu til að efast um starfsval mitt! Árið 1968 urðu mikil kaflaskil í ferli hennar en þá varð hún forstöðumaður Bókasafns Norræna hússins sem smellpassaði við áhuga hennar og frumkvæði á sviði bókasafna. Hún fékk tækifæri til að byggja upp safnið eftir sínu höfði og gerði það að einstakri perlu í bókasafnaheiminum á Íslandi. Aftur lágu leiðir okkar saman árið 1971 þegar ég kom til landsins eftir fjögurra ára fjarveru við meistaranám og störf í Bandaríkj- unum og Perú. Þegar heim kom gat ég hvergi fengið vinnu og bókasafnsfræðimenntun mín var talin lítils virði á Íslandi. Else Mia réði mig þá í tímavinnu við skráningu og frágang á bókum í safni Norræna hússins. Else Mia var settur forstjóri Norræna hússins um skeið og ég veit að hún vonaðist til að fá stöðuna þegar ráðið var í hana 1972 en svo varð ekki. Þegar það var ljóst þá sagði hún upp í Norræna húsinu. Um þetta leyti var hún formaður Bókavarðafélags Íslands og eldhugi sem hún var, setti hún sitt mark á þróun greinarinnar hér á landi, bæði með starfi sínu að félagsmálum stéttarinnar og einnig kenndi hún um almenningsbókasöfn sem stundakennari við Há- skólann um árabil. Margir nemendur hafa haft orð á því hversu skemmtilegur kennari hún var og full af hugmyndum um hvers megnug almenningsbókasöfnin væru. Eftir að Else Mia hætti í Norræna húsinu var hún samt ekki aðgerðalaus. Hún vann að stofnun Kvennasögusafns sem var safn bóka og skjala sem Anna Sigurðardóttir hafði safnað. Safnið var formlega stofnað 1. janúar 1975 og voru stofnendur auk Önnu, Else Mia og Svanlaug Baldursdóttir. Aðalmarkmið safnsins voru og eru að safna, skrá og varðveita sögu kvenna að fornu og nýju. Kvenna- sögusafn Íslands var rekið á heimili Önnu til ársins 1996 er það flutti í Þjóðarbókhlöðuna. Og ennþá átti ég eftir að njóta góðs af áhuga hennar og hjálpsemi því þegar mig langaði að hefja doktorsnám í Chicago varð ég að finna staðgengil í lektorsstöðuna í faginu við Háskóla Íslands. Else Mia var samþykkt sem staðgengill minn og kenndi og stýrði greininni 1977-1978. Bókasafnsfræðinám hennar var ekki á háskólastigi og það gerði erfitt fyrir varðandi kennslu við háskólann. Árið 1979 kvaddi Else Mia landið og tók við starfi sem yfirbókavörður á almenningsbókasafni í Vestvågøy og síðan sem menning- armálastjóri og yfirbókavörður í Lier í Noregi. Því starfi gegndi hún til 1989 en þá kom hún aftur til landsins og gerðist bókavörður við Iðnskólann í Reykjavík 1989-1994. Else Mia fékk trúlega aldrei að njóta sannmælis á Íslandi. Kannski var hún of virk og áhugasöm til að falla í kramið og vildi drífa í hlutunum meira en við vorum vön. Ég veit að hún átti erfitt með að sætta sig við ýmsar torfærur á vegi íslenskrar bókasafnsþróunar. Hún vildi sjá hluti gerast og leita að lausnum í stað þess að horfa á vandamálin. Eða eins og sagt var um hana í minningargrein frá Noregi: „Else Mia satte ting i gang, og hun satte spor.“ Ég held að óhætt sé að fullyrða að hún var ógleymanleg öllum þeim sem kynntust henni. Sigrún Klara Hannesdóttir Minning Else Mia Einarsdóttir 1927 - 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.