Fréttablaðið - 30.09.2017, Side 104

Fréttablaðið - 30.09.2017, Side 104
& Into the Inferno er nýjasta mynd Herzogs og því fjallar fyrsta spurningin um eldfjöll og hvað það sé við þau sem heilli hann svo mikið.„Eldfjöll hafa heillað mig mjög lengi. Árið 1976 gerði ég myndina La Soufrière á eyjunni Guadeloupe og hún fjallaði um gríðarlega hættulegt ástand sem ríkti þar á þeim tíma. Það er gríðar- legur kostur við eldgos að þar birt- ist hrikalegur náttúrulegur kraftur sjónrænt og það er alls ekki hægt að hunsa hann sé maður kvikmynda- gerðarmaður. Við gerð Into the Inferno notaði ég svipmyndir sem ég fékk á Íslandi, frá Eyjagosinu. Það gos var mjög vel fest á filmu og var auðvitað gjörsam- lega meiriháttar. Ótrúlegt að beint fyrir aftan húsið manns opnist log- andi sprunga – það er mjög öflugt myndefni.“ Hann talar um Into the Inferno og við ræðum stuttlega um Kon- ungsbók í tengslum við það hvernig menning, trú og eldfjöll geta tengst. „Á áttunda áratugnum, stuttu eftir að Konungsbók hafði verið skilað aftur til Íslands, fékk ég að halda á henni – og allir í Reykjavík vissu af því á innan við tíu mínútum!“ Skjalafals órjúfanlegur hluti kvikmyndagerðar Meðal námskeiða sem Werner Herzog kennir við Werner Herzog‘s Rouge Film School eru meðal ann- ars skjalafals, það að dýrka upp lása og íþróttir kvikmyndagerðarinnar. Herzog segist glottandi afgreiða þessi námskeið á stuttum tíma í byrjun annar. En hann verður síðan alvarlegur þegar skjalafals berst í mál. „Fitzcarraldo – þar sem ég flyt skip yfir fjall – hefði aldrei orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir umtalsvert skjalafals. Ástæðan fyrir því er sú að á þeim tíma var einræði í landinu, herforingjastjórn, og ég fékk ekki að færa skipið. Ég lagði því fram fjögurra blaðsíðna leyfi fyrir þessum umsvifum og því fylgdi meira að segja undirskrift frá forseta Perú. Ég sjálfur útbjó auðvitað öll þessi skjöl og falsaði meira að segja undirskrift forsetans. Þetta eru nauðsynlegir hæfileikar til að komast fram hjá kerfinu. Kerfið býður ekki kvikmynda- gerðarfólki að stunda list sína og raunar er kerfið og bjúrókrasían náttúrulegur óvinur kvikmynda- gerðarmannsins. Það er mjög nauðsynlegt að vera klárari en skrif- ræðið og kunna að nýta sér ákveðin glæpsamleg öfl – án þess að nokkur meiðist. Það er markmiðið – þú ferð á svig við kerfið, þú ferð á svig við herforingjastjórnina og enginn meiðist. Til þess þarf að kunna að falsa eigin skjöl meðal ann- ars – kvikmyndagerðin veltur á því og það er náttúrulegur réttur listamannsins, náttúru- legur réttur ljóðskáldsins.“ Náttúrurétturinn minnti á söguna af Herzog þar sem hann fékk „lánaða“ myndavél úr Institute for Film Research í München. Hann segir að stofnunin hafi haft það hlutverk að lána út vélarnar til upprenn- andi kvikmynda- g e r ð a r m a n n a en hafi ekki viljað lána h o n u m vél af e i n - Eldfjöll, skjalafals langir göngutúrar Svokallaðir bransadagar eru hluti af dagskrá RIFF hátíðarinnar. Þar verður boðið upp á sérstaka dag- skrá fyrir kvikmyndagerðarfólk. Vera Sölvadóttir heldur utan um bransadagana sem hefjast í dag með spjalli með Werner Herzog í Háskólabíói. Þann 4. október verður svo haldið málþing í hátíðarsal Nor- ræna hússins. Umfjöllunarefnið er kvikmyndaborgin Reykjavík. Þar verða umræður um mögu- leika Reykjavíkurborgar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur borgarinnar. „Málþingið er hugsað sem kynning og umræður um mögu- leika Reykjavíkur í að þjónusta og efla kvikmyndagerð. Það hvernig auka má aðdráttarafl Reykjavíkur- borgar sem kvikmyndaborgar,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmynda- gerðarkona sem heldur utan um bransadaga RIFF í ár. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, stýrir um- ræðum og meðal þeirra sem taka þátt verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Kristinn Þórðarson, formaður Samtaka íslenskra kvik- myndaframleiðenda, Thomas Gammeltoft, forstöðumaður kvikmyndasjóðs Kaupmanna- hafnar, auk íslensks kvikmynda- gerðarfólks. Meðal þess sem verður rætt er þróun uppbyggingar kvikmynda- þorps í Gufunesi. Fyrir rúmu ári síðan var tilkynnt um byggingu RVK studios á kvikmyndaveri sem verður hluti af framtíðar- mynd Gufuness. Þangað vilja smærri og stærri fyrirtæki stefna og samnýta krafta sína. Í vor var til dæmis tilkynnt um að tækja- leigan Kukl flytji í Gufunes innan tíðar. „Uppbyggingin mun koma til með að gjörbreyta vinnuum- hverfi kvikmyndagerðarmanna. Kannski verður hægt að búa til heila kvikmynd án þess að sækja þjónustu annað,“ segir Vera. Henni finnst ekki mega missa sjónir á því að efla íslenskt hæfi- leikafólk til dáða. „Uppbygg- ingin má að mínu mati ekki bara verða þjónusta við erlenda aðila. Við eigum líka að efla innlenda kvikmyndagerð og alla sköpun sem tengist kvikmyndagerð. Við Thomas Gammeltoft ræddum einmitt um þetta og ég hlakka mikið til að hlusta á hvað hann hefur fram að færa á málþing- inu,“ segir Vera. Margt annað skemmtilegt verður um að vera á kvikmynda- hátíðinni tengt kvikmynda- gerð. „Ég get til dæmis nefnt skemmtilegan viðburð með Dr. Gunna sem fer í gönguferð um Reykjavík og sýnir tökustaði þar sem klassískar kvikmyndir hafa verið teknar upp ásamt því að stoppa við staði sem eiga sér skemmtilega menningarlega skírskotun,“ segir Vera en göngu- ferðin skemmtilega verður þann 5. október. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RIff, www. riff.is. – kbg Kvikmyndaborgin Reykjavík Lesið. Ferðist Fótgangandi. Ferðist Frá Madríd tiL Kíev eða Frá Boston tiL gvateMaLaBorgar. Það MargBorgar sig og er MiKið Betra en Fjögur ár í KviKMyndasKóLa. Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heima- vistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjöl- skyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leik- stýrir. Myndin vann Europa Cine- mas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár. Kvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistar- skóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammar- legu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, of- beldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“ segir Amanda. Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu. – kbg Lygar, skömm og leyndarmál Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell. myndagerðarmenn: „Lesið. Ferðist fótgangandi. Ferð- ist frá Madríd til Kíev eða frá Boston til Gvatemalaborgar. Það margborg- ar sig og er mikið betra en fjögur ár í kvikmyndaskóla. Haltu þig við eigin hugsjón því að það er engin ástæða til að hræðast nokkurn skapaðan hlut.“ Ég spyr hann hvað hann sé að lesa þessa dagana og hann segir mér að hann sé mest að lesa ljóð en fyrir utan það sé það aðallega „pragma- tískur lestur“ á hnausþykkri endur- minningabók Gorbatsjevs og tækni- legir hluti um Sovétríkin vegna næsta verkefnis síns sem hann hefur verið að vinna í Moskvu þaðan sem hann flaug beint til Íslands. Áður en blaðamaður nær að spyrja hann betur út í það verk- efni lýkur viðtalinu skyndilega þegar honum er tilkynnt að hann verði að hendast yfir í næsta stopp. Áður en hann fer staldrar hann þó við og talar eilítið um internetið og hvernig ungt fólk, mengi sem blaðamaður fellur undir, verði að vara sig á ýmsum fölskum staðreyndum sem þar er að finna. Blaðamaður getur ekki annað en tekið undir það. Werner Herzog er stundum sagður vera eini eftirlifandi kvikmyndahöf- undurinn (auteur) en hann hefur á ferlinum gert gríðar- legan fjölda kvik- mynda. Herzog er nú staddur á landinu vegna RIFF og að því tilefni fékk Fréttablaðið að ræða stuttlega við hann. hverri ástæðu og því hafi hann bara tekið vélina. Ætlunin hafi allan tím- ann verið að skila henni. „Þegar ég var búinn að skjóta fyrstu myndina kom sú næsta, svo sú næsta og svo koll af kolli. Ég átt- aði mig á því að enginn tók eftir því að vélin var horfin. Sjálft hlutverk myndavélarinnar var að þjóna fólki eins og mér – svo að það var auð- vitað náttúrulegur réttur minn að skjóta á hana kvikmyndir.“ Lesið bækur Nokkur ráð fyrir unga kvik- uppByggingin Má að Mínu Mati eKKi Bara verða Þjónusta við erLenda aðiLa. við eiguM LíKa að eFLa innLenda KviKMynda gerð og aLLa sKöpun. Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 1 -A 4 C 8 1 D E 1 -A 3 8 C 1 D E 1 -A 2 5 0 1 D E 1 -A 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.