Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 4
Nauðsynlegt er að
vera með traustan
og góðan bíl við vetrarað-
stæður eins og þekkjast á
Íslandi.
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri
ÁTVR
FIAT BÍLASÝNING Í DAG
OPIÐ 12-16.
Í OKTÓBER FYLGIR NÝJUM FIAT
VEGLEGUR VETRARPAKKI:
VETRARDEKK, GÚMMÍMOTTUR
OG ÞJÓNUSTUSKOÐANIR í 2 ÁR
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
SKALLATENNISMÓT FIAT OG ÁTTUNAR FM VERÐUR HALDIÐ Á MEÐAN SÝNINGU STENDUR– ÖLLUM HEIMIL ÞÁTTTAKA.
KAFFI, SÆLGÆTI, GOS OG ÍS FRÁ ÍSBÚÐINNI VALDÍSI VERÐUR Á BOÐSTÓLUM. fiat.is
stjórnsýsla Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins keypti í sumar not-
aðan, sjö ára gamlan Toyota Land
Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til
að nota í starfsemi sinni. Jeppanum
er ætlað að leysa af hólmi annan tíu
ára gamlan Land Cruiser-jeppa fyrir-
tækisins.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri ÁTVR, segir í svari við
fyrirspurn Fréttablaðsins að jepp-
inn sé ekki hugsaður fyrir einhvern
tiltekinn starfsmann fyrirtækisins.
ÁTVR þurfi traustan og góðan bíl
til að takast á við íslenska veturinn
og sinna verkefnum víðs vegar um
landið.
„ÁTVR rekur 50 Vínbúðir. Þar af
eru 37 á landsbyggðinni og eru þær
dreifðar um landið. Farið er í Vín-
búðirnar reglulega allt árið um kring.
Ferðirnar eru af ýmsum toga, t.d.
vegna viðgerða og viðhalds, gæða-
eftirlits, talninga, rekstrareftirlits og
kennslu. Nauðsynlegt er að vera með
traustan og góðan bíl við vetrarað-
stæður eins og þekkjast á Íslandi,“
segir Sigrún Ósk.
Gamla bílinn, 2007 árgerðina af
Land Cruiser sem ekinn er 305 þús-
und kílómetra, reyna Ríkiskaup nú
að selja í gegnum uppboðsvef Króks.
Á föstudag var komið hæsta boð
upp á 2,6 milljónir króna í þann bíl
og virðast Land Cruiser-jepparnir því
halda sér vel í verði.
Í ljósi þess að nýi jeppinn, sem
keyptur var í júní síðastliðnum, er
aðeins þremur árum yngri en sá
gamli, vekur hið háa kaupverð þó
athygli. Að sögn Sigrúnar kostaði bíll-
inn 9.789.132 krónur og var keyptur
í gegnum örútboð Ríkiskaupa líkt og
venjan er við bifreiðakaup hins opin-
bera.
Til samanburðar hefur á undan-
förnum misserum nær allur ráð-
herrabílafloti landsins verið endur-
nýjaður fyrir tæpar 100 milljónir.
Allir nema tveir ráðherrabílar vel-
ferðarráðuneytisins.
Í nóvember var keyptur splunku-
nýr Volvo XC90 T8 tengiltvinnjeppi
fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra á 9,4 milljónir. BMW
X5 tengil tvinnjeppi fyrir dómsmála-
ráðherra á rúmar 9 milljónir í maí
2016, Mercedes Benz E250 lúxusbif-
reið var keypt fyrir fjármála- og efna-
hagsráðherra í janúar 2015 á tæpar
9,6 milljónir. Allt nýir bílar en ódýrari
en hinn 7 ára gamli jeppi ÁTVR.
Innanríkisráðuneytið festi í mars
síðastliðnum einnig kaup á nýjum
Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa
fyrir samgönguráðherra. Hann kost-
aði, nýr úr kassanum, 10,7 milljónir.
Ekki er ólíklegt að nýi Land Cruis-
er-jeppi ÁTVR sé vel útbúinn, en
hann var keyptur nýr árið 2010 af
útgerðarmanninum Magnúsi Krist-
inssyni, fyrrverandi eiganda Toyota-
umboðsins á Íslandi, sem væntanlega
hefur vandað valið.
mikael@frettabladid.is
ÁTVR keypti notaða Land
Cruiser bifreið á 9,8 milljónir
Nýi Land Cruiser jeppinn er 7 ára gamall og leysir af hólmi 10 ára jeppa sömu tegundar. Starfsmenn ÁTVR
nota jeppann til að sinna erindum víðs vegar um land. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir nauðsynlegt að hafa
traustan og góðan bíl við íslenskar vetraraðstæður. Splunkunýir ráðherrabílar keyptir fyrir lægri upphæð.
ÁTVR segist þurfa traustan jeppa til að sinna starfsemi sinni víðs vegar um land. FRéTTablaðið/STeFÁn
tölur vikunnar 08. 10. 2017 til 14. 10. 2017
3,4
milljónir á mánuði greiðir Orkuveita
Reykjavíkur í leigu fyrir þá fermetra
sem standa nú auðir og ónotaðir
vegna rakaskemmda í höfuðstöðv-
unum.
132 tonn
af lambakjöti voru flutt út í ágúst
fyrir um 60
milljónir
króna. Kíló-
verðið var
því um 450
krónur.
2-0
var sigur
íslenska
karlalands-
liðsins í
fótbolta
gegn Kósóvó
í lokaleik riðlakeppninnar fyrir
HM. Þar með tryggði liðið sér
þátttökurétt í lokakeppni HM í
Rússlandi.
326
umsóknir um greiðsluaðlögun
bárust Umboðsmanni skuldara
á fyrstu átta mánuðum ársins.
Sjö þúsund umsóknir hafa borist
embættinu síðan það tók til starfa í
ágúst 2010.
68.300
voru háskólamenntaðir landsmenn
á aldrinum 25-64 ára í fyrra.
112
þúsund eintök geisladiska og
hljómplatna seldust hér á landi
í fyrra. Árið 1999 seldust 868
þúsund en þá náði
salan hámarki. Frá
árinu 2005 hefur
seldum ein-
tökum fækkað
samfellt eða úr
823 þúsundum
það ár.
Benedikt Jóhannesson
fráfarandi formaður
Viðreisnar
sagði af sér for-
mennsku í
flokknum og
kvað sína eigin
hagsmuni
þurfa að víkja.
Áður hafði
Benedikt beðist
afsökunar á þeim
ummælum sínum að varla nokkur
myndi hvaða mál hefði orðið
til þess að stjórnarsamstarfi var
slitið. Benedikt sagði ummælin
hafa verið afar klaufaleg.
Jónas Reynir
Gunnarsson
skáld
hlaut
Bókmennta-
verðlaun Tóm-
asar Guðmunds-
sonar árið 2017
fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip.
Alls barst 51 óbirt ljóðahandrit
undir dulnefni en til þess að hljóta
þessi verðlaun þurfa höfundar að
sækja um þau sérstaklega.
Ásta K.
Ólafsdóttir
móðir fatlaðs nema
greiddi um 30
þúsund krónur
á mánuði í um
eitt og hálft ár
fyrir aksturs-
þjónustu fyrir
son sinn. Henni
var ekki greint
frá því að hægt væri
að fá 20 þúsund króna árskort.
Strætó áframsendi beiðni hennar
um endurgreiðslu til velferðar-
sviðs Reykjavíkurborgar. Kröfunni
var hafnað með þeim rökum að
sveitarfélaginu væri ekki skylt að
bjóða upp á kortin. Þau væru val-
kostur við annars konar greiðslu-
þátttöku.
Þrjú í fréttum
Afsögn, ljóð og
nemakort
1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-9
E
9
4
1
D
F
8
-9
D
5
8
1
D
F
8
-9
C
1
C
1
D
F
8
-9
A
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K