Fréttablaðið - 14.10.2017, Page 12
Miðstöð íslenskra
bókmennta auglýsir eftir
umsóknum um styrki til
þýðinga á íslensku.
Umsóknarfrestur er til
15. nóvember 2017.
Umsóknareyðublöð á
rafrænu formi og nánari
upplýsingar á islit.is.
Auglýst eftir
umsóknum um
þýðingastyrki
Isavia óskar eftir tilboðum í leigu á Skýli 3
á Reykjavíkurflugvelli. Skýlið er 2.770 m²
og 27.700 m³ að stærð. Fyrir framan skýlið
er 1.500 m² flughlað. Skýlið er eingöngu ætlað
í flugtengda starfsemi.
Tilboð og frekari fyrirspurnir skulu berast til Ingólfs
Gissurarsonar, ingolfur.gissurarson@isavia.is.
Skýlið er laust til afhendingar 1. nóvember 2017.
Tilboðsfrestur er til og með 23. október 2017.
F L U G S K Ý L I T I L L E I G U
Bandaríkin Sjaldan hefur nafn
Harveys Weinstein, kvikmynda-
framleiðanda og Hollywood-mógúls,
verið meira í umræðunni en þessa
dagana. Hið gamla spakmæli um að
öll umfjöllun sé góð umfjöllun á þó
ekki við í þessu tilfelli enda hafa 22
konur stigið fram og sakað Weinstein
um kynferðisbrot gegn sér. Brotin
spanna áratugalangt tímabil og er
maðurinn sakaður um allt frá kyn-
ferðislegri áreitni og upp í nauðgun.
Í áraraðir hefur Weinstein haldið
uppi ímynd um einhvers konar
valdamikla goðsögn sem ræður því
sem hann vill í Hollywood. Ljóst er af
umfjöllun undanfarið að fjölmargir
vissu af hátterninu sem Weinstein er
sakaður um og að sú gagnrýni hafi
jafnan verið þögguð niður.
Verðlaunaður og ríkur
Þessi 65 ára framleiðandi hefur á ferli
sínum safnað miklum auðæfum.
Eignir hans eru metnar á um 21,3
milljarða króna. Hann stofnaði fram-
leiðslufyrirtækið Miramax árið 1979
en seldi það til Disney árið 1993 fyrir
8,5 milljarða króna.
Á meðal kvikmynda sem Wein-
stein hefur unnið að eru költ-
klassíkurnar Pulp Fiction og Clerks.
Þá hefur Weinstein einnig fengið
Óskarsverðlaun fyrir framleiðslu
myndarinnar Shakespeare in Love
og Tonyverðlaun fyrir framleiðslu
ýmissa leikrita og söngleikja, ekki
síst Billy Elliot the Musical og The
Producers.
Hinn hvíti Cosby
Ásakanirnar á hendur Weinstein
halda áfram að hrannast upp. Í gær
sakaði leikkonan Rose McGowan
hann um að hafa nauðgað sér. Í
röð færslna á samfélagsmiðlinum
Twitter sagði McGowan frá því að
Roy Price, forsprakki efnisveitunnar
Amazon Studio, hafi hundsað hana
þegar hún sagði honum frá málinu.
Amazon hefur nú sent Price í ótíma-
bundið leyfi en hann var sjálfur
sakaður um kynferðislega áreitni á
fimmtudag.
Listi ásakenda Weinsteins er orð-
inn heillangur. Svo langur að banda-
ríska sjónvarpskonan Samantha Bee
kallaði Weinstein „hinn hvíta Cosby“
í þætti sínum í vikunni. Vísaði hún
þar til þess að 59 konur hafa sakað
leikarann Bill Cosby um kynferðis-
brot gegn sér.
Aðdáun varð fyrirlitning
Á meðan meint kynferðisbrot voru
falin og utan umræðunnar naut
Weinstein mikillar virðingar. Hann
barðist gegn fátækt og fyrir aukinni
vitneskju um alnæmi. Þá lagði hann
fjármagn í rannsóknir á sykursýki og
MS. Weinstein fékk einnig sæmdar-
orðu frá Bretlandsdrottningu fyrir
framlag sitt til kvikmyndagerðar.
Aukinheldur hefur Weinstein
verið hollvinur flokks Demókrata í
Bandaríkjunum. Hefur hann bæði
talað máli flokksins og styrkt
kosningabaráttu fjölmargra,
meðal annars Hillary Clinton
og Baracks Obama. Í viðtali við
BBC í gær sagði Clinton að hún
hefði fengið áfall þegar hún
heyrði fréttir af ásökununum.
„Sögurnar sem nú heyrast nísta
hjarta mitt.“
Forsetaframbjóð-
andinn fyrrver-
andi var þó fljótur
að vísa í stóru
myndina. Sagði
hún að brotin
sem Weinstein
er sakaður um
m æ tt u e k k i
viðgangast í
almennu sam-
félagi. Hvorki
í kvikmynda-
geiranum né í
stjórnmálum.
Stéttarbræður Weinsteins hafa
einnig snúið baki við honum vegna
hátternisins að því er Deadline
greinir frá. Stéttarfélag framleið-
enda í Bandaríkjunum mun halda
neyðarfund til að ræða svar sitt við
fréttunum og þykir líklegt að Wein-
stein verði hreinlega rekinn úr sam-
tökunum en þau höfðu áður veitt
honum heiðursverðlaun sín.
Þá hefur fyrirtæki Weinsteins,
sem ber nafnið Weinstein Comp-
any, rekið hann og fjölmargir þeirra
leikara sem hann hefur starfað með
fordæmt hegðun framleiðandans og
snúið við honum baki. Quentin Tar-
antino, einn besti vinur Weinsteins
til 25 ára, sagði í yfirlýsingu að hann
væri forviða og niðurbrotinn vegna
fréttanna.
Fangelsi möguleiki
Brotin sem Weinstein er sakaður um
varða sum hver við lög. The Guardi-
an greindi frá því í gær að þeir lög-
fræðingar sem miðillinn ræddi við
teldu möguleika á því, miðað við það
sem fram hefur komið, að Wein-
stein verði dæmdur í fimm til
25 ára fangelsi.
Komið hefur fram að lög-
reglan bæði í New York og
Lundúnum rannsaki ásak-
anir um nauðgun. Sjálfur
hefur Weinstein neitað
því að hafa nokk-
urn tíman
n a u ð g a ð
n o k ku r r i
konu.
Goðsögn orðin að
alræmdum skúrki
Alls hafa 22 konur sakað Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðis
ofbeldi. Kvikmyndaframleiðandinn er moldríkur og var virtur og valdamikill.
Flestir hafa nú snúið baki við manninum sem gæti verið á leið í fangelsi.
Harvey Weinstein
kvikmyndaframleiðandi.
NordiCpHotos/AFp
Konurnar 22
l Asia Argento leikkona sagði
Weinstein hafa nauðgað sér
þegar hún var 21 árs gömul.
l Lucia Evans leikkona sagði Wein-
stein hafa neytt sig til að veita
sér munnmök árið 2004.
l Gwyneth Paltrow leikkona sagði
Weinstein hafa áreitt sig kyn-
ferðislega þegar hún var 22 ára.
Ég hélt hann myndi
reka mig.
Gwyneth paltrow,
leikkona
l Angelina
Jolie leik-
kona sagði
Weinstein hafa
áreitt sig kyn-
ferðislega á tíunda áratugnum.
l Ónafngreind kona sagði Wein-
stein hafa nauðgað sér.
l Mira Sorvino leikkona sagði
Weinstein hafa nuddað sig og
elt sig um íbúðina þegar hún
sagði honum að hún vildi ekki
láta snerta sig.
l Rosanna Arquette leikkona
sagði Weinstein hafa áreitt sig
kynferðislega.
l Ambra Battilana Gutierrez fyrir-
sæta sagði Weinstein hafa káfað
á sér þegar hún var 22 ára.
l Zoe Brock fyrirsæta sagði Wein-
stein hafa afklæðst og elt sig um
íbúðina þegar hún vildi ekki sofa
hjá honum.
l Katherine Kendall leikkona
sagði Weinstein hafa afklæðst
og elt sig um íbúðina þegar hún
vildi ekki sofa hjá honum.
l Tomi-Ann Roberts nemi sagði
Weinstein hafa lofað sér vel-
gengni í kvikmyndabransanum
ef hún myndi afklæðast fyrir
hann.
l Ashley Judd leikkona sagði
Weinstein hafa beðið sig um
nudd eða að fá að horfa á sig í
sturtu.
Hvernig get ég
komið mér héðan
án þess að Harvey Wein-
stein útiloki
mig?
Ashley Judd,
leikkona
l Emma de Caunes leikkona sagði
Weinstein hafa krafist þess að fá
að koma upp í rúm til hennar.
l Romola Garai leikkona sagði
Weinstein hafa mætt á bað-
sloppnum einum klæða til að
fylgjast með áheyrnarprufu
hennar þegar hún var átján ára.
l Dawn Dunning nemi sagði
Weinstein hafa sagt einu leiðina
að frama vera að sofa hjá sér.
l Rose McGowan leikkona sagði
Weinstein hafa nauðgað sér.
l Lauren Sivan fréttakona sagði
Weinstein hafa lokað hana inni
í skáp og fróað sér fyrir framan
hana.
l Liza Campbell rithöfundur sagði
Weinstein hafa krafist þess að
hún færi í bað með honum.
l Léa Seydoux leikkona sagði
Weinstein hafa stokkið á sig og
reynt að kyssa sig.
l Cara Delevingne leikkona sagði
Weinstein hafa áreitt sig kyn-
ferðislega.
Hann stóð í dyr-
unum og reyndi að
kyssa mig. Ég stöðvaði hann
og náði að koma mér út úr
herberginu.
Cara delevingne,
leikkona
l Sohpie Dix
leikkona
sagði Wein-
stein hafa eyði-
lagt feril sinn eftir að
hún hafnaði ákafri ágengni
hans.
l Myleene Klass söngkona sagði
Weinstein hafa boðið sér
samning gegn samförum.
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
1 4 . o k t ó B e r 2 0 1 7 L a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-A
D
6
4
1
D
F
8
-A
C
2
8
1
D
F
8
-A
A
E
C
1
D
F
8
-A
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K