Fréttablaðið - 14.10.2017, Side 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun
Guðmundur Steingrímsson
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Á meðan
bólgnar
krónan og
dregst saman
á víxl eins og
físibelgur.
Fjármagns-
kostnaður er
hærri en í
nokkru landi
sem við erum
samskipa.
Launa-
maðurinn
fórnar
drjúgum
hluta tekna
sinna í vexti
og verðtrygg-
ingu. Fyrir-
tækin borga
bönkum
risasneið af
framlegð
sinni.
TILKYNNING
frá landskjörstjórn
Landskjörstjórn tekur framboðslista sem bornir eru fram við
alþingiskosningar 28. október 2017 til meðferðar og afgreiðslu
á fundi þriðjudaginn 17. október næst komandi kl. 14 á 2. hæð í
Austurstræti 8-10 í Reykjavík (gengið inn frá Vallarstræti).
Umboðsmenn stjórnmálasamtaka sem bjóða fram lista eiga
rétt á að vera viðstaddir fundinn, sbr. 40. gr. laga um kosningar
til Alþingis, nr. 24/2000.
Reykjavík, 11. október 2017.
Landskjörstjórn.
Ég var að átta mig á því, að núna eru að renna upp fyrstu kosningarnar í sautján ár sem ég er ekki þátttakandi í með einhverju móti. Mér finnst það svolítið
gaman. Núna fylgist ég með úr fjarlægð eins og hver annar
dúddi á Facebook. Ég er að fíla það. „Ertu ekki feginn að
vera laus?“ spyr fólk. Jú, ég er það.
Af hverju?
Sjáiði til. Þingið sjálft er fínn staður. Á þingi er mikið úrval
af fólki. Þar er þversniðið. Letingjar eiga sína fulltrúa.
Asnar líka. En duglegt, klárt og skemmtilegt fólk er lang
stærsti hópurinn. Það er gaman að taka þátt í þinginu. Ég
náði alls konar málum í gegn. Mitt fyrsta mál sem ég fékk
samþykkt var til dæmis að fatlað fólk gæti fengið notenda
stýrða persónulega aðstoð. Ég fékk alls konar í gegn fyrir
barnafólk, einkum feður. Fékk samþykkta fjárfestingar
áætlun fyrir innviðina. Stofnaði stjórnmálaflokk. Aðalat
riðið er að mér fannst ekki leiðinlegt á þingi. Þingið sjálft
er mikilvægur og krefjandi vettvangur. Þar er mikið spáð
og spekúlerað, stundum rifist, kafað djúpt og mikið hlegið.
En svo er það hitt
Hitt var aftur leiðinlegra. Ég veit að stjórnmál eru þannig
bransi að það telst góður árangur ef 85% þjóðarinnar þola
þig ekki, svo lengi sem hin 15 kjósa þig. Ég veit líka að
maður verður að vera með skráp. Mér tókst aldrei að koma
mér upp almennilegum skráp. Við mínar fyrstu þing
setningar æpti fólk á okkur, gaf okkur fokkmerki og henti í
okkur dósum og lyklum. Þetta situr í mér. Þingmenn grétu
í kirkjunni.
Stjórnmál eru eineltisumhverfi, ekki innan þings heldur
utan þess. Ég las um mig í fjölmiðlum að ég væri puntu
strákur, að ég vildi bara þægilega innivinnu, að ég væri í
stjórnmálum bara út af því að mötuneytið væri svo fínt, að
enginn myndi taka eftir mér í partíum, að ég liti út eins og
lúðaleg útgáfa af Birni Thors (smá fyndið), að enginn gæti
hugsað sér að fara út að borða með mér (hvað var það?), að
ég væri innantómur og hugsjónalaus, með enga leiðtoga
hæfileika og að það EINA sem ég vildi í stjórnmálum væri
að breyta klukkunni.
Reyndar var klukkupælingin að fá Nóbelsverðlaunin, en
hvað um það. Smám saman fékk ég nóg. Einu sinni sat ég á
kaffihúsi með konunni minni og syni þegar maður á næsta
borði sagði við son sinn að þarna sæti þingmaður, vondur
maður, og þeir skyldu þess vegna færa sig.
Hvað er að?
Ég setti á Facebook að ég væri að grilla. Voða einlægur
í góðu skapi. Umsvifalaust fékk ég á mig spurningar í
hástöfum um það hvað ég ætlaði að gera fyrir heimilin.
Þá hló ég reyndar. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum
viðhorfum og reiðin er skiljanleg og allt það. Öll þessi
neikvæða orka er samt sem áður yfirþyrmandi. Hún er of
mikil. Einu sinni var veist að mér á Gay Pride fyrir framan
börnin. Hvað er málið? Við berjumst gegn einelti í skólum.
Kannanir meðal unglinga sýna að upp undir 10% þeirra
telja að einhver eigi skilið einelti. Það finnst okkur auð
vitað sjokkerandi. Á einhver skilið einelti?
Kannski finnst fólki það um stjórnmálamenn
Ég er mjög feginn að vera laus. Og já, ég er að fara upp í
bústað að grilla.
Í einlægni sagt: Ég tek ofan fyrir ykkur sem standið í
þessu núna. Gangi ykkur öllum vel. Hlýir straumar héðan.
Virðing.
Varðandi leiðindin
Aðalatriðið er að mér fannst ekki leiðinlegt á
þingi. Þingið sjálft er mikilvægur og krefjandi
vettvangur.
Íslandi vegnar nokkuð vel utan Evrópusambandsins. Efnahagur er blómlegur – árferðið betra en almennt í ESBlöndum. Svo er forsjóninni og erlendum lánardrottnum fyrir að þakka. Við fengum makríltorfur í miðju svartnættinu eftir hrun. Fyrir áttum við ægifagurt land, sem útlendir ferðamenn komust á
snoðir um í andstreyminu miðju. Lánardrottnarnir féllust
svo nauðugir viljugir á uppgjör sem gerði okkur kleift að
hreinsa upp skuldir, langt umfram það sem flesta óraði fyrir.
Ráðamenn eru flóttalegir til augnanna þegar þeir eigna
sér hagsældina. Þeir vita sem er, að sumir lánardrottnarnir
telja sig illa snuðaða – að peningarnir hafi verið teknir af
þeim ófrjálsri hendi. Hér er ekki lagður dómur á það. En af
þeirri ástæðu og góðum ytri skilyrðum – sem stjórnmálin
ráða engu um – er Ísland á góðum stað í efnahagslegum
samanburði.
Orðið sjálfumgleði kemur upp í hugann þegar ráðamenn
guma af því og þakka sjálfum sér að hvergi sé betra að alast
upp en á Íslandi. Hér sé land tækifæranna og góð vinna fyrir
alla meðan ungt fólk í evruríkjunum leggi á sig strangt nám
og fái ekkert verðugt að gera. Láta svo í veðri vaka að krónan
sé galdurinn. Samtímis flýja tæknifyrirtækin með sitt þraut
þjálfaða starfslið, einmitt vegna krónunnar.
Atvinnuleysistölur menntafólks víða í Evrópu eru kol
bikasvartar, einkum við Miðjarðarhafið. En tölur þaðan
ber að skoða í ljósi sögunnar. Á sólarströndum Spánar,
Portúgals og Grikklands var atvinnulíf frumstætt í árdaga
ESB. Sjálfsþurftarbændur og fiskimenn á bátskeljum ein
kenndu mannlífið líkt og í Afríku sunnan Sahara. Flest fólk
var bláfátækt.
Háskólar voru fyrir fáa útvalda og skólagráða tryggði
þeim einum bjarta framtíð. Hlutfall háskólafólks hefur
margfaldast og róðurinn á vinnumarkaði þyngst. Tæki
færum fjölgar þó hratt en menntafólki enn hraðar. Engum
dettur í hug að lausnin felist í afturhvarfi til sjálfsnægtanna.
Við fórum illa að ráði okkar síðast þegar sótt var um
inngöngu í ESB. Vanrækt var að tryggja pólitískt bakland.
Umsóknin var í lausu lofti allan tímann. Erfiðustu álita
málin voru ekki formlega reifuð við samningaborðið. Í
raun reyndi aldrei á umsóknina heldur vorum við dregin á
asnaeyrunum í ferð án fyrirheits. Fyrir vikið veigra stjórn
málamenn sér við að gera ESB að kosningamáli.
Á meðan bólgnar krónan og dregst saman á víxl eins og
físibelgur. Fjármagnskostnaður er hærri en í nokkru landi
sem við erum samskipa. Launamaðurinn fórnar drjúgum
hluta tekna sinna í vexti og verðtryggingu. Fyrirtækin borga
bönkum risasneið af framlegð sinni. Þau eru berskjölduð
gagnvart útlendum keppinautum, sem hafa aðgang að
þroskuðum lánamörkuðum. Nægir að nefna Costco. Svarið
hlýtur að vera myntbandalag. Evran er nærtækust.
Þessi sjónarmið eru munaðarlaus á jaðri kosningaþjarks
ins. Öflin sem hafa hag af óbreyttri stöðu ráða ferðinni.
Hin eru annaðhvort brennd af gamla klúðrinu eða ná ekki
eyrum kjósenda.
Einstök ESBríki glíma við mikinn vanda. Væringar í
Katalóníu eru grafalvarlegar. Brexit hvílir eins og mara á
Bretum, sem í æ ríkari mæli átta sig á að viðskilnaðurinn er
glapræði – og öðrum þjóðum víti til varnaðar. En þrátt fyrir
allt er ástandið í Evrópu með besta móti og vitnisburður um
frekar farsælt ríkjasamstarf.
Sjálfumgleði
1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-9
4
B
4
1
D
F
8
-9
3
7
8
1
D
F
8
-9
2
3
C
1
D
F
8
-9
1
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K