Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 84
1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Þetta er fyrsta fullorðinsbókin mín og hún er glæpasaga,“ segir Stefán Sturla Sigur-jónsson, leikari, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður, um bókina Fuglaskoðarann. „Mér og konu minni, Petru Högnäs, þykir báðum gaman að lesa reyfara og höfðum fíflast með að við þyrftum að skrifa saman bók. Petra er í þannig vinnu að hún hefur ekki mikinn extratíma en fyrir þremur árum fékk ég fyrir hjartað og þurfti að fara í aðgerð og þegar ég var að ná mér eftir það sleit ég hásinina á fótboltaæfingu þannig að samanlagt var ég við rúmið í heilt ár. Þá sat ég með tölvuna á hnjánum og skrifaði og þessi saga varð til.“ Áður hefur Stefán Sturla gefið út tvær barnabækur um Trjálf, fígúru sem hann var með í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum um tíma. Einnig var hann ritstjóri Íslandsspils sem kom út 2002. Hann kveðst hafa sent Gísla Má hjá bókaút- gáfunni Ormstungu handritið að Fugla- skoðaranum. „Gísli hringdi í mig stuttu síðar og sagði: „Stefán, ég er búinn að vera í pásu í útgáfu í nokkur ár og ég hef aldrei gefið út glæpareyfara.“ Þá bjóst ég við að hann segði næst: Þakka þér samt kærlega fyrir – en þá kom: „En ég ætla að gefa út þessa bók.“ Ég var mjög hamingjusamur með það. Bókarkápan er eftir Gísla Má og samstarfið við hann hefði ekki getað verið betra.“ Stefán Sturla dvelur nú á Höfn en á heima í Finnlandi. „Ég á fjölskyldu í Finn- landi, konu og tvö börn. Við búum í Vasa og eigum líka lítinn hobbíbúgarð, erum með íslenska hesta og hund og kött,“ lýsir hann en hvað er hann að gera á Horna- firði? „Ég hef umsjón með lista- og menning- arsviði framhaldsskólans. Skólinn stendur að veglegum leiksýningum og ég var hér síðasta vetur að leikstýra. Nú er bók Ast- rid Lindgren, Ronja ræningjadóttir, tekin fyrir í félagsvísindum, bókmenntum, tón- list, myndlist, sviðslist, sönglist og kvik- myndagerð og á vetrarönninni verður gerð sýning út frá henni, annaðhvort okkar eigin leikgerð eða minni sýningar. Það er á hendi nemenda. Á vorönn fá svo nemendur að standa að fleiri listvið- burðum. Þetta starf leiði ég.“ En skyldi hann eitthvað fá að starfa að sviðslistum í Finnlandi? „Já, ég hef fengið að leika og leikstýra, bæði í sænsku- og finnskumælandi leikhúsum, reyndar ekki leika á finnsku. En síðustu tvö ár hef ég mest unnið með Rauða krossinum við að reyna að koma rútínu á líf flóttamanna og hjálpa þeim með sínar daglegu þarfir.“ gun@frettabladid.is Fékk fyrir hjartað og þar með tíma til að skrifa bók Fuglaskoðarinn er ný bók eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson leikara. Eftir hann liggja tvær barnabækur og eitt spurningaspil en Fuglaskoðarinn er fyrsti krimminn. Nú leiðir hann unga Hornfirðinga áfram í listnámi en hugsar heim til konu og barna í Finnlandi. Stefán Sturla hefur sent frá sér fyrsta reyfarann. Mynd/Sigurður Mar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Halldóru Jónsdóttur frá Hvammeyri, Tálknafirði, Vallengi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar. Jóhanna Einarsdóttir Bjarni Reynarsson Einar Einarsson Jónína Hallsdóttir Rannveig Einarsdóttir Sigurður Helgi Helgason Jón Helgi Einarsson Dagmey Valgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Einars Þorvarðarsonar Prestastíg 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E Landspítala Háskólasjúkrahúss fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guðbjörg Benjamínsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Magnús Agnarsson Herdís Einarsdóttir Oddur B. Grímsson Þorvarður Einarsson Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Sigvaldi Einarsson Guðlaug Birgisdóttir Agnes Vilhelmsdóttir Kolbrún Vilhelmsdóttir Ólafur Skúli Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og vinur, Jón Agnarsson Holtsflöt 9, Akranesi, lést fimmtudaginn 5. október á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Íþróttafélagið Þjót, boccia-deild, kt. 660496-2119 – rnr. 0552-26-1451. Jónína B. Jónsdóttir Guðjón Smári Agnarsson Guðfinna Björk Agnarsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson Ólöf Agnarsdóttir Sigurjón Skúlason Björg Agnarsdóttir Þór Arnar Gunnarsson Heiðrún Hermannsdóttir Ástkær amma mín, systir og móðursystir, Sigrún Lovísa Sigurðardóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 7. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 18. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun í gegnum árin. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Róbert Alexander Alexandersson Jón Sigurðsson Sigrún Tryggvadóttir Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Lögfræðiþjónusta Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Okkar elskaða Guðlaug Jóhannsdóttir frá Bakkakoti í Meðallandi, til heimilis að Mánatúni 2, Reykjavík, er látin. Hún verður kvödd frá Háteigskirkju mánudaginn 23. október kl. 13.00. Sigrún B. Björnsdóttir Þuríður Pálsdóttir Páll Bjarni Kjartansson Már Grétar Pálsson Sólveig Katrín Sveinsdóttir Tinna, Orri Páll, Elvar Már, Sunna Dís, Ellen Ragna, Máni Steinn, Einar Sveinn, Jóhann Páll, Bessi Huginn, Úlfur Flóki og Hrafnhildur Elva. 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 8 -A 8 7 4 1 D F 8 -A 7 3 8 1 D F 8 -A 5 F C 1 D F 8 -A 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.