Fréttablaðið - 14.10.2017, Page 99
Leikhús
Faðirinn
HHHHH
Florian Zeller
Þjóðleikhúsið – Kassinn
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Harpa
Arnardóttir, Þröstur Leó Gunn-
arsson, Edda Arnljótsdóttir, Sveinn
Ólafur Gunnarsson og Ólafía Hrönn
Jónsdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Borgar Magnason
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson
og Borgar Magnason
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Heilabilunarsjúkdómar á borð við
Alzheimer eru átakanlegir fyrir alla
aðila, bæði sjúklinga og aðstand
endur. Harmurinn sem fylgir því að
sjá ástvin hverfa inn sjálfan sig er
nánast óbærilegur. Engin lækning
er til og ekkert hægt að gera nema
styðja einstaklinginn í endalausri
leit sinni að sjálfinu. Faðirinn eftir
Frakkann Florian Zellert í leikstjórn
Kristínar Jóhannesdóttur var frum
sýndur síðastliðinn föstudag í Kassa
Þjóðleikhússins og fjallar leikverkið
um þennan harm á einstakan og
grátbroslegan hátt.
Færni Zeller birtist ljóslifandi fyrst
og fremst í formi verksins. Áhorfend
ur upplifa brothættan hugarheim
hins aldraða André frá hans sjónar
horni. Ekkert virðist passa saman og
tíminn molnar fyrir framan augun
á manni sem gerir örvæntingar
fullar tilraunir til að púsla brotun
um saman. Í hvert skipti sem fastur
punktur finnst í verkinu snýr höf
undurinn öllu á hvolf og umturnar
framvindunni, stundum meira að
segja persónum, án þess þó að fórna
grunnsögunni. Samtölin og stöð
ugar endurtekningar eru listasmíð,
afskaplega fyndin og grátleg í senn.
Þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar
er einnig með afburðum góð.
Kristín er ekki að finna upp
hjólið en líkt og leikskáldið skilur
hún formið í þaula. Hún notast við
klassískar lausnir og framkvæmir
þær nánast óaðfinnanlega. Hún
sýnir hér og sannar fyrir alþjóð að
hún er ein af langbestu leikstjórum
landsins og hefur verið í áraraðir.
Atriði flæða áfram og byggja á heild
rænni nálgun við verkið og góðum
skilningi á innra lífi manneskjanna
sem þar dvelja. Löngu skiptingarnar
á milli atriða, við firnafína tónlist
Borgars Magnasonar, eru brotnar
upp með því að riðla heimi verksins
sem endurskapar óöryggi og hræðslu
karakteranna á sviði. Svo eru mar
traðarkenndu hliðarsenurnar lista
smíð.
Sjúkdómurinn er aldrei nefndur
á nafn heldur sýndur með listilegri
og fágaðri frammistöðu Eggerts
Þorleifssonar. Verkfræðingurinn
André sveiflast frá ofsareiði til ofsa
hræðslu, persónuleiki hans tekur
stakkaskiptum, félagsfærni hans
daprast og hann á bágt með að lesa
aðstæður. En samtímis gerir hann
örvæntingarfullar tilraunir til að fela
ástand sitt en harmurinn felst í því
að allir eru fyrir löngu búnir að gera
sér grein fyrir því, hann bara veit það
ekki. Eggert hefur sjaldan verið betri
og samleikurinn er óaðfinnanlegur.
Harpa Arnardóttir leikur eina
útgáfu af Anne, dóttur André, sem
berst í bökkum við að finna lausn á
óleysanlegu vandamáli. Leik Hörpu
vex ásmegin þegar líða tekur á og
hún er sérstaklega eftirminnileg
þegar hún þarf að þrýsta niður sorg
inni. Líkt og Eggert hefur Þröstur
Leó Gunnarsson þann einstaka
hæfileika að hlusta á sviði og finna
líf í þögninni. Frá fyrstu stund hans
á sviðinu nýtir hann þennan hæfi
leika til að skapa lifandi persónu
með augnaráðinu einu. Dapurlega
fyllerístilraun parsins Pierre og Anne
til að tæla hvort annað er makalaust
fyndin. Er lífið ekki hvort eð er bara
endalausar sorglegar endurtekn
ingar?
Edda Arnljótsdóttir, Sveinn Ólafur
Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jóns
dóttir fara með smærri hlutverk
en öll skila þau fantagóðri vinnu.
Laura, leikin af Eddu, kemur eins og
sjoppulegur stormsveipur inn í þessa
bjöguðu tilvist og kómísk tímasetn
ing Eddu er kostuleg. Sveinn Ólafur
vinnur sín hlutverk vel og nýtur sín
sérstaklega í seinni hluta sýningar.
Lítið ber á Ólafíu Hrönn í bróður
parti sýningar en hún sýnir kraft
sinn af öllum mætti í blálokin.
Sviðshönnun Stígs Steinþórssonar
er einföld á að líta en geymir dulda
dýpt. Veggir stofunnar eru saman
settir úr óteljandi strengjum sem
víbra við minnstu snertingu. Sömu
leiðis eru búningar Þórunnar Maríu
Jónsdóttur einkar snjallir og vekja
upp fágun Parísarbúa en súrrealisma
David Lynch á sama tíma. Hand
verkið er síðan fullkomnað með
leiftrandi lýsingu Halldórs Arnar
Óskarssonar, ofurbjartri og myrkri
til skiptis.
Lokasena leiksýningarinnar ber
öll leikstjórnareinkenni Kristínar
þar sem hún smíðar draumkenndan,
dáleiðandi og harmrænan endi sem
bæði kremur hjartað og vekur upp
von. Slíkt er aðeins á færi allrafær
ustu listamanna.
Sigríður Jónsdóttir
Niðurstaða: Sýning sem enginn
má missa af eða gengur út af
ósnortinn.
Sextett um sáran missi
Hvað? Morgunverðarboð fyrir
bæjarbúa
Hvenær? 10.30
Hvar? Eiðistorg
Seltjarnarnesbær, Menningarnefnd,
Björnsbakarí, Hagkaup og Veislan
bjóða öllum bæjarbúum í girnilegt
morgunverðarhlaðborð. Systur úr
Soroptimistaklúbb Seltjarnarness
framreiða morgunverðinn, hljóm
sveitin Karma Brigade mun gleðja
gesti með ljúfri tónlist, Gróttu
stelpur sjá um andlitsmálningu og
Blaðrarar gefa börnum blöðrudýr.
Ókeypis er á viðburðinn.
Hvað? Myndlistarratleikur í fylgd
með listakrákum
Hvenær? 13.00
Hvar? Gerðarsafn
Í dag verður fjölskyldustund í
Menningarhúsunum í Kópavogi en
að þessu sinni verður myndlistarrat
leikur á dagskrá. Ratleikurinn leiðir
þátttakendur á öllum aldri um mál
verkasýninguna Staðsetning í Gerð
arsafni, um verk Gerðar Helgadóttur
á 1. hæð safnsins og jafnvel yfir á
Náttúrufræðistofu Kópavogs þar
sem steinar verða skoðaðir. Í lokin
verða úrslit úr nafnasamkeppni
listakrákanna gerð kunngerð en
samkeppnin fór fram á fjölskyldu
stund í september síðastliðnum.
Hvað? Leiksýning um Lúther
Hvenær? 14.00
Hvar? Grafarvogskirkja
Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit
um Lúther. Handrit og leikgerð er í
umsjá Valgeirs Skagfjörð og Stopp
leikhópsins. Leikritið er ætlað full
orðnum og eldri börnum.
Hvað? „Millilending“ & „Stór olíu-
skip“ – útgáfuhóf
Hvenær? 17.00
Hvar? Loft, Bankastræti
Í dag verður fagnað útgáfu fyrstu
skáldsögu Jónasar Reynis Gunn
arssonar, „Millilendingu“, og einnig
nýútkominni ljóðabók hans, „Stór
olíuskip“, sem vann Bókmennta
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
í vikunni. Fagnaðurinn fer fram á
Loft í Bankastræti.
15. október 2017
tónlist
Hvað? Velkomin heim – Einar
Bjartur Egilsson
Hvenær? 17.00
Hvar? Hörpu
Einar Bjartur Egilsson leikur Schu
bert, Rachmaninov og eigin tón
smíðar.
Viðburðir
Hvað? Söngur og sögur
Hvenær? 14.30
Hvar? Húsið, Eyrarbakka
Ásta Kristrún les upp úr bók sinni
„Það sem dvelur í þögninni“ og Val
geir Guðjónsson slær gítar og flytur
ljúf lög. Frítt inn.
Hvað? Tangó praktika Tangóævin-
týrafélagsins
Hvenær? 17.30
Hvar? Hressó, Austurstræti
Svanhildur Vals er Dj kvöldsins
auk þess að sjá um leiðsögn í arg
entínskum tangó. Allir velkomnir.
Aðgangseyrir er 700 krónur.
Hvað? Myndlistarsýning Stefáns Þórs
myndlistarmanns.
Hvenær? 10.00
Hvar? Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Sýningin ber heitið „Skáldað á
striga – Ljóð lýsa mynd“. Um er að
ræða andlitsmyndir af þekktum
íslenskum skáldum ásamt stuttum
handskrifuðum ljóðum þeirra.
Dagskrá:
13:30 -13:40 Setning málþings
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
og forstjóri Hrafnistuheimilanna
13:40-13:55 Velferðaþjónustan frá sjónarhóli sjálfstæðra rekstraraðila Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns
14:10-14:25 Landspítali - hornsteinn í þjónustu við veika og aldraða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
14:10-14:25 Velferðarþjónustan frá sjónarhóli heimaþjónustuaðila Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðasviði Reykjavíkurborgar
Stutt erindi frá stjórnmálaflokkum
Guðlaug Kristjánsdóttir, Björt framtíð
Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki
Jón Þór Ólafsson, Pírötum
Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu
Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri græn
Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður
Fundarstjóri: Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir,
formaður Landssambands eldri borgara.
Hver á stefna Íslands
í þjónustu við veika
einstaklinga og aldraða
að vera?
Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Pétur Magnússon Anna Birna
Jensdóttir
Jón Þór ÓlafssonHildur Sverrisdóttir
Páll Matthíasson
Oddný G.
Harðardóttir
Berglind
Magnúsdóttir
Steinunn Þóra
Árnadóttir
Guðlaug
Kristjánsdóttir
Þorsteinn
Víglundsson
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
Allir velkomnir,
aðgangur ókeypis
Málþingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura,
Þingsal 2, mánudaginn 16. október kl. 13:30-15:45
Málþing
Hótel Natura
Mánudaginn
16. október
13:30-15:45
Handhafi Bókmenntaverðlauna
Tómasar Guðmundssonar, Jónas
Reynir Gunnarsson, heldur útgáfu-
hóf í tilefni útgáfu tveggja nýjustu
bóka sinna á Lofti í Bankastræti.
FRéTTaBLaðið/anTon BRinK
Sunnudagur
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðN N N r t t a a 55L a u g a r D a g u r 1 4 . o k t ó B e r 2 0 1 7
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-9
9
A
4
1
D
F
8
-9
8
6
8
1
D
F
8
-9
7
2
C
1
D
F
8
-9
5
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K