Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 3.–6. febrúar 20176 Fréttir eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 Smurdagar 15% afSláttur af vinnu Og efni daGana 15. janúar-28. Febrúar „Hélt sínum karakter þrátt fyrir allt“ n Ragnar Egilsson látinn n Slasaðist illa sumarið 2014 H ann var skemmtilegur, glaður, jákvæður og hélt sínum karakter þrátt fyrir allt,“ segir frænka Ragnars Egilssonar sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 27. janúar síðastliðinn. Til- vera Ragnars, sem var 33 ára þegar hann lést, breyttist varanlega sumar- ið 2014 eftir að hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi og lamaðist frá hálsi. DV fjallaði um slysið og af- leiðingar þess á líf Ragnars og fjöl- skyldu hans á sínum tíma en fyrstu vikurnar eftir slysið var honum vart hugað líf. Þá vakti það mikla athygli þegar Ragnar safnaði sér fyrir ferðalyft- ara sumarið 2016 með því að selja buff með myndum af hauskúp- um, Hvolpasveitinni og Hello Kitty. Í samtali við DV sagði Ragnar að söfnunin hefði farið fram úr hans björtustu vonum, en lyftarinn var nauðsynlegur svo hann gæti brugðið sér áhyggju- laus út úr húsi. Ragnar barðist oft fyrir lífi sínu á þessum tveimur og hálfa ári frá því hann lenti í slys- inu. Þá stóðu foreldrar hans, systkini og makar þeirra þétt við bakið á Ragnari á þessu erfiða tímabili. „Ragnar var sonur, bróðir, mágur og síðast en ekki síst uppáhalds- frændi margra. Verum góð við hvert annað, lífið er núna,“ segir frænka Ragnars í pistli sem hún skrifaði til minningar um hann. Að lokum vill fjöl- skyldan koma á fram- færi kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á þeim eftir að Ragnar slas- aðist. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Von sem er styrktarsjóður gjörgæslunnar á Landspítalanum í Fossvogi; kt: 490807-1010, banki: 0513-26-3147 n Lífið breyttist varan- lega sumarið 2014 Ragnar lamaðist frá hálsi í mótorhjólaslysi. Kristín Clausen kristin@dv.is Jákvæðnin kom Ragnari langt Hann var mjög æðrulaus. Húmorinn var alltaf til staðar Ragnar á góðri stundu. Fór í hjartastopp á hlaupabrettinu Geir Friðgeirsson barnalæknir í kröppum dansi S narræði og hárrétt við- brögð starfsmanna Ásvallalaugar og sund- laugargests björguðu lífi Geirs Friðgeirs sonar barnalæknis sem missti meðvitund og fór í hjartastopp á hlaupabretti í Reebok Fitness í Hafnarfirði um miðjan janúarmánuð. Eftir að Geir hné niður á hlaupa- brettinu komu mennirnir nánast strax aðvífandi. Vegna kunnáttu þeirra og notkunar á hjartastuð- tæki sem var á staðnum er Geir, nú aðeins tveimur vikum síðar, kom- inn á ról á nýjan leik og þau hjón- in, Geir og Kolbrún Þormóðs dóttir, eru afar þakklát fyrir björgunina. Eirikurjonsson.is greindi fyrst frá þessu á fimmtudag. Þá segir að hjónin hafi á dögunum farið í Ásvallalaug og hitt bjargvætti Geirs og lýstu þar yfir innilegu þakklæti og hrósuðu hlutaðeigandi fyrir þekkingu þeirra og viðbrögð. Mikilvægt er að sem flestir kunni skyndihjálp, hafi kjark til að bregðast við og stökkva inn í að- stæður sem þessar og að viðeig- andi tæki séu tiltæk. Hárrétt við- brögð björguðu lífi Geirs. n Kristín Clausen kristin@dv.is Geir barnalæknir með bjargvættum sínum Starfsmenn Ásvallalaugar beggja vegna og Stefán fastagestur laugar lengst til vinstri. Geir færði þeim félögum mikið hrós og blóm fyrir afrekið og þakkaði þeim lífsbjörgina. Mynd FaCebooK síða HaFnaRFJaRðaRbæJaR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.