Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 10
Helgarblað 3.–6. febrúar 201710 Fréttir U msjónaraðilar Ævintýra­ garðsins í Skútuvogi hafa ákveðið að opna ekki garðinn aftur eftir að Heil­ brigðiseftirlit Reykja­ víkur gerði þeim að loka honum í september 2016 eftir ítrekaðar athugasemdir. Til stóð að opna garðinn í breyttri og smærri mynd á nýju ári en nú er ljóst að svo verður ekki. Stofnandi Ævintýra­ garðsins segir að þeir hafi á endan­ um gefist upp gagnvart ítrekuðum aðfinnslum, nýjum kröfum og fjölgun eftirlitsaðila sem hafi gert reksturinn ómögulegan. Hann segir það skjóta skökku við að borgin skuli ganga svo hart fram í ljósi þess að borgin sé síðan í samkeppni um sambærilega afþreyingu og hreyf­ ingu fyrir börn, meðal annars með Fjölskyldu­ og húsdýragarðinum. Ævintýragarðurinn var stórt leik­ svæði fyrir krakka þar sem var að finna hoppukastala, rennibraut­ ir, boltaland, trampólín, risaleik­ grind og fleira auk þess sem hægt var að kaupa veitingar á svæðinu. Garðurinn var vinsæll vettvangur til að halda afmælisveislur. Rekstur­ inn lýtur hins vegar starfsleyfis­ og eftirlitsskyldu og laut eftirliti Heil­ brigðiseftirlits Reykjavíkur. Í til­ kynningu á Facebook­síðu garðsins þann 21. janúar var tilkynnt um varanlega lokun hans þar sem segir að þrátt fyrir að starfsmenn og rekstrar aðilar hafi reynt að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til slíkra staða hafi heilbrigðiseftirlitið alltaf komið með nýjar athugasemdir. „Kom það úr hörð­ ustu átt því Reykjavíkur­ borg er í samkeppni með sambærilega afþreyingu og hreyfingu fyrir börn. Borginni ber því að gæta sérstakrar varúðar þar sem hagsmuna árekstrar gætu orðið. Með nýjum kröfum og fjölgun eft­ irlitsaðila ákváðu rekstraraðilar að hætta rekstri.“ Athugasemdir við öryggi og óþrifnað DV óskaði eftir og fékk eftirlits­ skýrslur Heilbrigðiseftirlits Reykja­ víkur og kvartanir sem borist höfðu stofnuninni vegna Ævintýragarðsins frá árinu 2014. Þar eru ítrekaðar athugasemdir, stórar jafnt sem smá­ ar, gerðar. Í eftirlitsskýrslum frá þessu tímabili eru gerðar marg­ víslegar athugasemdir við ýmis öryggisatriði og að þrifum og um­ gengni væri ábótavant. Í eldhúsi staðarins hafi komið fyrir við eftir­ lit að útrunnin matvæli fyndust í eldhúsi, óvarin matvæli í glugga, hreinsiefni í sömu hillu og glös svo fátt eitt sé nefnt. Nokkrar athugasemdir voru þá gerðar af heilbrigðiseftirlitinu við ástand, uppsetningu og viðhald nokkurra tækjanna sem reyndust ófullnægjandi og í einhverjum til­ fellum hugsanlega hættuleg börn­ um. Hoppukastalinn var eitt sinn ekki festur við gólfið og þá var ekki nógu mikið loft í annað sinn þar sem það lak of hratt úr honum og því hætt við að hann legðist ofan á börnin. Þá höfðu borist þónokkrar kvart­ anir frá áhyggjufullum foreldrum sem gerðu athugasemdir við ör­ yggismál, fáliðað starfslið og af­ skiptaleysi starfsmanna. Í einu til­ fellinu var kvartað undan því að þrjú barnafmæli væru í gangi á sama tíma en aðeins einn starfsmaður á vakt. Alvarlegasta slysið sem tilkynnt var um varðaði handleggsbrot fjögurra ára stúlku í júlí 2014 við leik sem rekja mátti til ærsla tveggja drengja við rennibraut. Ósáttur við smámunasemi Sigurður Antonsson er stofnandi Ævintýragarðsins en hann tók við garðinum á nýjan leik í apríl í fyrra en þar áður höfðu aðrir séð um reksturinn. Hann skrifaði tilkynn­ inguna um lokunina á Facebook og í samtali við DV segir hann að það sé snúið að borgin sé að reka og styrkja sambærilega starfsemi víða um borgina á sama tíma og þjarmað hafi verið að starfsemi Ævintýragarðsins. „Ég er ekki að segja að það sé þess vegna sem þeir lokuðu en það er sérstakt að heilbrigðiseftirlit borg­ arinnar, með smásmugulegheitum, skuli vera að hóta mönnum lokun­ um – og hafa gert í mörg ár út af, meira og minna, smáatriðum, eins og að losnað hafi upp horn á teppi. Mér fannst að það þyrfti að koma því á fram­ færi til gestanna sem verið hafa tryggir og góðir hvern­ ig þetta var,“ segir Sigurður um það sem hann gefur í skyn í tilkynningunni og bætir við: „Það er ekki gott að sami aðilinn sé með eftir­ lit hjá öðrum á sama tíma og borgin er að reka svona staði. Ef borgin væri að reka hótel í Reykjavík væri það þá rétti umsagnaraðili með öðrum hótelum? Mér finnst fólk hafa farið fram úr sér.“ En í ljósi þess að heil­ brigðiseftirlitið gerði ítrek­ aðar athugasemdir í eftirlits­ skýrslum sínum í gegnum tíðina auk þess sem kvartanir bárust frá gestum, þýða þess­ ar ítrekuðu aðfinnslur þá ekki ein­ faldlega að menn voru ekki að sinna þessu nógu vel? „Ég þekki ekki hvernig það var áður, en við tókum við þessu í apríl og það var þvílík vinna lögð í að hafa þetta allt í lagi og allt þrifið hátt og lágt þarna inni. Svo voru menn að bæta allt sem krakkar gætu hugs­ anlega rekist á. Það urðu aldrei nein slys á krökkum þarna, í okkar tíð. En alltaf komu, eftir sem áður, nýjar athugasemdir,“ segir Sigurður. Ævintýrið úti og gæti endað á eBay Svo fór að heilbrigðiseftirlitið boðaði lokun garðsins og í septem­ ber síðast liðnum var því fylgt eftir þar sem tilteknar úrbætur höfðu ekki verið gerðar. Sigurður kveðst ekki vita hvað það var nákvæm­ lega sem gerði útslagið, sonur hans hafi séð um samskiptin við eftirlitið. Sem fyrr segir voru hugmyndir uppi um að opna staðinn aftur eftir ára­ mót í breyttri og smærri mynd en þau áform hafa verið slegin út af borðinu. Ævintýrið er úti. „Rekstur sem ég hef stundað hefur verið með þeim ágætum að menn hafa tekið eftir því og hrósað okkur mikið fyrir, þannig að ef við getum ekki rekið svona þá held ég að þetta sé mjög erfitt, þótt ég segi sjálf­ ur frá. En ég veit bara að fólkið sem vann þarna síðustu mánuðina fékk hrós frá fólki sem var ánægt með hvernig þetta var.“ Sigurður hefur auglýst tækin til sölu fyrir fólk sem hefur hugsanlega áhuga á sambærilegum rekstri í ná­ grenni við höfuðborgarsvæðið eða erlendis. Hann segir að þeim hafi verið ráðlagt að setja allan búnaðinn á eBay, þar sem hann yrði væntanlega seldur á hrakvirði að hans sögn. n Ævintýragarðinum endanlega lokað n Ekki opnaður aftur eftir íhlutun heilbrigðiseftirlitsins n Eigandinn ósáttur Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Mér finnst fólk hafa farið fram úr sér Vinsæl afþreying hjá börnum Leikgrindin í Ævintýragarðinum var engin smásmíð, en nú hyggjast eigendur selja hana og önnur fjölmargra leiktækja sem þar var að finna. Mynd FAceBook-SíðA ÆVintýrAgArðSinS Lok og læs Það var í september í fyrra sem Heilbrigðis-eftirlit Reykjavíkur lokaði Ævintýragarðinum eftir ítrekaðar athugasemdir. Skemmtigarðurinn hefur verið lokaður síðar og verður ekki opnaður aftur. Mynd Sigtryggur Ari Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Sportgleraugu Red Bull sólgleraugu kr. 14.950,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.