Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 14
Helgarblað 3.–6. febrúar 201714 Fréttir Stuðið ekki ókeypis að eilífu n Styttist í gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla n Tímasetning og verð liggur ekki fyrir E nn liggur ekki fyrir hvenær Orka Náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, mun hefja boð- aða gjaldtöku á hraðhleðslu- stöðvum sínum fyrir rafbíla. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er þó búist við að það verði einhvern tímann um mitt ár. Þá hefur ekki heldur verið ákveðið hvað rafmagnið í hraðhleðslustöðvunum muni kosta. Gjaldtaka ON á hraðhleðslu- stöðvum fyrir rafbíla mun marka lok- in á þriggja ára tilraunaverkefni sem hófst með uppsetningu stöðva í því skyni að ýta undir rafbílavæðingu á Íslandi. Rafbílaeigendum á Íslandi hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum, voru í árslok 2016 1.107 tals- ins, þó að þróunin hafi verið heldur hægari en margir höfðu vonað. Mark- aðurinn hefur verið fastur í nokkurs konar störukeppni undanfarin miss- eri þar sem innviðauppbygging hefur virst bíða eftir fjölgun rafbíla á götun- um á sama tíma og þeir sem áhuga- samir eru um að skipta yfir í rafbíl hafa verið að bíða eftir að grettistaki verði lyft í innviðauppbyggingu, áður en þeir taka stökkið. Nú virðist skrið- ur kominn á þau mál. Áhugi fyrir uppbyggingu Orkusalan hefur staðið fyrir átaki að undanförnu þar sem öllum bæjar- félögum landsins hefur verið færð hleðslustöð fyrir rafbíla að gjöf og í árslok 2016 veitti iðnaðar- og við- skiptaráðherra 16 fyrirtækjum og sveitarfélögum styrk úr Orkusjóði til innviðauppbyggingar fyrir rafbíla að fjárhæð 201 milljón króna. Mikill áhugi var fyrir styrkjunum en alls bárust 33 umsóknir að upphæð 887 milljóna króna. En til ráðstöfunar voru 67 milljónir króna á ári í þrjú ár. Með styrkveitingunni er vonast til að hægt verði að koma upp 42 nýj- um hraðhleðslustöðvum og 63 hefð- bundnum stöðvum hringinn í kring- um landið. ON fékk 57 milljónir Stærsti aðilinn á markaði, ON, fékk hæstu úthlutunina eða ríflega 57 milljónir króna fyrir áform sín um að koma upp fjórtán nýjum hraðhleðslustöðvum og fjórum hefð- bundnum. Fyrir var ON með þrett- án hraðhleðslustöðvar, þar af sex á höfuðborgarsvæðinu sem rafbíla- eigendur eru flestir sammála um að séu löngu hættar að anna eftirspurn. Iðulega eru nú biðraðir við hleðslu- stöðvar enda getur tekið sinn tíma að hlaða rafbíla og aðeins einn get- ur hlaðið í einu. Því er um að ræða nokkuð stórt skref í bættri þjónustu við rafbílaeigendur sem hafa lýst áhyggjum sínum yfir skorti á inn- viðauppbyggingu sem þessari við að hrinda raunverulegri rafbílavæð- ingu hluta íslenska bílaflotans úr vör. Samkvæmt upplýsingum frá ON ligg- ur ekki fyrir nákvæmlega hvar nýju stöðvunum verður komið fyrir. Verði ódýrara en eldsneyti Það hefur vissulega verið jákvæð ívilnun fyrir rafbílaeigendur að geta gengið að hraðhleðslu ON án endur- gjalds undanfarin ár en ljóst mátti vera frá upphafi að stuðið yrði ekki ókeypis að eilífu. Í ágúst í fyrra töl- uðu forsvarsmenn ON um að gjald- taka myndi hefjast á þessu ári, líkt og tíðkast í öðrum löndum, og raf- bílaeigendur því verið forvitnir að vita hvernig verðlagningu og gjald- töku verði háttað. DV spurðist fyrir um málið hjá ON og fékk þau svör að endanleg tímasetning gjaldtöku og hugsanlegt verð á rafmagni liggi ekki enn fyrir. Áætlað sé þó að hefja gjald- töku um mitt ár. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, að rafmagnið verði þó ódýrara en jarðefnaeldsneytið. Um greiðslufyrirkomulag segir Eiríkur að ON muni nota svipaða útfærslu og greiðslulykla bensínstöðvanna. Krafa um aukna þjónustu Ljóst er að með gjaldtöku mun fylgja krafa rafbílaeigenda um bætta þjón- ustu. Fjölgun hleðslustöðva er klár- lega mikilvægur liður í því en annar og ekki síður mikilvægur liður snýr að viðhaldi og upplýsingagjöf um stöðu hraðhleðslustöðva. Rafbílaeigendur verða nefnilega að geta treyst því að þær hleðslustöðvar sem þeir reiða sig á, sérstaklega í lengri ferðum út fyrir bæjarmörk sem krefjast skipulagn- ingar af þeirra hálfu, virki hverju sinni. ON hefur áttað sig á þessu og getur DV greint frá því hér að fyrirtækið hef- ur nú gefið út nýtt smáforrit, eða app, fyrir farsíma með upplýsingum um staðsetningu og stöðu hraðhleðslu- stöðva. Forritið heitir „ON Hleðsla“ og er sem stendur aðeins aðgengi- legt í Play Store fyrir Android-farsíma en iPhone-útgáfa er væntanleg. Með forritinu geta rafbílaeigendur nú séð staðsetningu stöðvanna og fundið stystu leið að þeim. Ein mikilvægasta nýjungin er þó að í því sést hvort við- komandi stöð er upptekin eða ekki í þjónustu vegna viðhalds eða bilun- ar. Það verður því auðveldara að finna lausa stöð og ef allt gengur að óskum hægt að spara rafbílaeigendum fýlu- ferð á hleðslustaði þar sem stöðvar eru bilaðar. Hingað til hefur einung- is verið hægt að finna upplýsingar um hvort hleðslustöðvar séu í lagi á heimasíðu ON en sú síða hefur oft verið uppfærð eftir dúk og disk og margir rekið sig á að koma að bilaðri stöð sem sögð var í lagi. Þá hafa góð ráð oft verið dýr ef fólk er á síðustu prósentum rafhlöðunnar. „Það er mjög þægilegt að geta séð í símanum sínum hvort sú hleðslu- stöð sem best liggur við er laus þegar maður sér fram á að eiga leið þar um eða hvort betra er að fara á aðra. Þetta er sérstaklega mikilvægt meðan við erum ennþá á fullu að fjölga stöðvun- um,“ segir Bjarni Már Júlíusson, fram- kvæmdastjóri ON og rafbílaeigandi. Hvað gæti stuðið kostað? En við hverju má búast þegar gjald- taka hefst, á væntanlega flestum ef ekki öllum hleðslustöðvum fyrir raf- bíla á landinu? Nissan Leaf, algengasta og vin- sælasta rafbíl landsins, er hægt að fá með 30 kWh (kílóvattstunda) raf- hlöðu. Í einfölduðu máli segir það hver orkuþörfin er til að fullhlaða rafhlöðu bílsins sem ætti tryggja þér drægni upp á 125–200 kílómetra í akstri við raunaðstæður hér á landi. Samkvæmt verðskrá ON kostar kílówattstundin 7,55 krónur. Að full- hlaða bílinn ætti því að kosta 226,5 krónur ef miðað er við að hann sé hæghlaðinn í innstungu á heimili þínu. Hafa ber í huga að hér er mið- að við að hlaða bílinn frá 0 og upp í 100 prósent sem nær aldrei er raunin, enda forðast flestir að tefla svo tæpt að verða rafmagnslausir. Hraðhleðslustöðvar eru fyrst og fremst notaðar af rafbílaeigendum til að bæta á hleðslu enda ekki mælt með því að nota eingöngu hraðhleðslu til að viðhalda líftíma rafhlöðunnar. Flestir þurfa því aðgengi að innstungu á heimili sínu til að hlaða, vanalega Svona hefur rafbílum fjölgað Gríðarleg fjölgun á fjórum árum Það er ekki orðum aukið að segja að rafbílum hafi fjölgað gríðarlega hér á landi á undanförnum árum, þótt hlutfall þeirra af heildarbílaflota Íslendinga sé enn of lágt. Samkvæmt upplýsingum frá Sam­ göngustofu voru 34 hreinir rafbílar á skrá í árslok 2012. Í árslok 2012 voru þeir orðnir 1.107. Þetta gerir fjölgun upp á 3.155%. Til viðbótar við þá rafbíla sem voru á götunum í árslok í fyrra þá voru 18 raf­ bílar nýskráðir í janúar síðastliðnum. Hér að neðan sést fjöldi hreinna rafbíla í árslok 2012–2016: 2012: 34 2013: 113 2014: 315 2015: 711 2016: 1107 Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is pílukast er fyrir alla! Síðumúla 35 (gengið inn að aftan) - Sími 568 3920 & 897 1715

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.